Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 69

Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 69
■ Uppbyggingarár Markaðshorfur fyrir íslenzkan fisk í Ameríku Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður í Keflavík, form. Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, er nýlega kominn heim eftir 8 mánaða dvöl í Banda- ríkjunum og Kanada — Hvernig gengur að selja íslenzka fiskinn til Bandaríkjanna? — Eins og kunnugt er, seldu Islendingar allar sjávarafurðir sínar árin 1940—44 til Englands, og áriö 1944 voru aðeins 300 tonn af hraðfrystum fiski, sem íslendingar höfðu til ráðstöfunar á aðra markaði. Áriö 1945 jókst þetta magn upp í 1000 tonn, auk nokkurs magns af ódýrari fisktegundum, svo sem ufsa og steinbít, sem munu hafa verið seldar til hersins. Það er því ekki fyrr en í byrjun þessa árs, sem alvarlega eru tök á að pakka hraöfrystan fisk hér, við hæfi amerískra neytenda, og þegar ég fór frá New York í byrjun september sl., mun hafa verið búið aö selja þar í landi ca. 2000 tonn af hrað- frystum fiski, á þessu ári. Þá lágu þar óseld ca. 450 tonn, sem svo hafa selzt þar síðan, auk þess sem seinna voru send um 150 tonn með leiguskipum. Þetta magn er talsvert minna en menn gerðu sér almennt vonir um að hægt yrði að selja strax á þessu ári í Bandaríkjum N.-Ameríku, og mun það m.a. stafa af því, að stærsti farmurinn, sem fór vestur, kom þangað ekki fyrr en fiskveiðar voru byrjaðar frá fiskiborgum Norður-Ameríku, en þær byrja þar síöari hluta marzmánaðar. Svo er alltaf mikið af vatnafiski á boðstólum, þegar fram á vorið kemur. Bezti markaðstíminn fyrir okkur ætti að vera mánuðimir nóv.—marz, hvern vetur. Og nú er í ráði að senda Brúarfoss vestur í byrjun desem- ber með farm af ísfiski, og mun það vera það sem eftir er af fiskinum, sem verkaður hefur verið fyrir Ameríkumarkaðinn. — Er sá farmur seldur? — Nei, svo mun ekki vera. En eftir því, sem ég bezt veit, er talsverð eftirspurn eftir fiski þar vestra, nú sem stendur, svo þess er að vænta að Brúar- fossfarmurinn seljist fljótlega, eftir að þangað kemur. — Hvað getum við gert, til þess að auka fsfisk- söluna til Bandaríkjanna? — Ég tel að árangurinn byggist á þrennu, sem sé auglýsingum, þrotlausu starfi í þá átt að kynna vöruna og afla henni þannig markaða, og svo síð- ast en ekki sízt kemur vöruvöndunin. Það vantar mikið á, að íslenzki fiskurinn sé auglýstur þar Sverrir Júlíusson vestra, eins rækilega og vera þyrfti og eins mikiö og t.d. ýmsir aðrir matvöruframleiðendur auglýsa vöru sína. En auglýsingar kosta þar mikið fé, og er nauðsyn á sameiginlegu átaki ríkis og framleið- enda, til þess að leggja í þann kostnað, ef vel ætti að vera. I sambandi við annað atriðiö, má geta þess, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur skrifstofu í New York, og er hlutverk hennar að vinna upp markaðinn í Ameríku, en ein skrifstofa er hvergi nærri nægjandi til að inna það starf af hendi, sem gera þarf á þessum vettvangi, enda þótt duglegur maður veiti henni forstöðu. Um vöruvöndun er svo það að segja, að hraö- frysti fiskurinn okkar líkar vel, þar sem hann hefur verið tekinn til neyzlu, betur en fiskurinn frá Kan- ada og Nýfundnalandi. Kemur þetta m.a. til af því, að fiskurinn, sem hér er hraðfrystur, er frystur nýrri en fiskur þessara keppinauta okkar. Hinsvegar verður það aldrei nægilega brýnt fyrir mönnum, að vanda vöru sína og allan frágang hennar svo sem frekast er unnt, því þótt viö höfum betri fisk á boðstólum nú í dag, þá er ekki að vita nema keppinautarnir verði komnir okkur jafnfætis á því sviöi á morgun. (1947) Iðnaður á íslandi Átenglsverzlun rfklslns tramleiddi 4515 hl. af brennlvínl á árinu 1947. Það samsvarar um 600 þúa. tlöskum, eða sem næst 514 flösku á hvert mannsbarn I landinu. 632 tonn af kexi voru bökuð hér á landi 1947. 194 tonn af konfektvðrum voru framleldd hér á landi á árinu 1947. Á árlnu 1947 voru framleldd hér á landi 32.900 pðr af karlmannaskóm, 16.800 pðr af kvenskóm, 3.700 pðr af barnaskóm, 2.100 ieðurstígvél og 71.100 pör af Inniskóm og ððrum léttum skófatnaðl. Á árinu 1947 voru soðln nlður hér á landi 21,6 tonn af grænum baunum, en 85.7 tonn af kjðtl. Á árlnu 1947 framlelddu 2 verksmlðjur hér á landi 66.676 þús. metra af um það bll 140 cm brelðu fataefnl. 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.