Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 81

Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 81
■ Sóknarár\ Verzlunarskólinn 50 ára Verzlunarskóli íslands var, svo sem kunnugt er, stotnaður árið 1905 og verður því fimmtugur á þessu ári. Þessara merku tímamóta í sögu skólans mun verða minnzt á hausti komanda, m.a. með útgáfu minningarrits. Verður þar að nokkru rakin saga skólans. Hér skal aðeins drepið á örfá meginatriði. Kaupmannafélagið og Verzlunarmannafélagið í Reykjavík stóðu aö stofnun skólans. Kusu þau fé- lög fyrstu stjórnarnefnd skólans. Skólastjóri var ráöinn Olafur G. Eyjólfsson, maður prýðilega menntaður bæði almennt og í verzlunarfræðum sérstaklega. Veitti hann skólanum forstöðu tíu fyrstu árin, sem hann starfaöi. Þótt við mikla fjár- hagsörðugleika væri að etja, dafnaði skólinn furöanlega. Starfaði hann' lengst af í þremur deildum: undirbúningsdeild, miðdeild og efstu deild. , Er Ólafur G. Eyjólfsson lét af skólastjórn árið 1915, var Jón Sivertsen ráðinn forstöðumaður skólans. Gegndi hann því starfi til ársins 1931. Aðsókn að skólanum fór stöðugt vaxandi, en fjár- hagurinn var jafnan mjög erfiður og húsakynnin óhentug. — Tvennt má merkast telja í sögu skól- ans á þessu tímabili: Fyrst það, er Verzlunarráð íslands tók að sér rekstur skólans. Var frá þeim málum að fullu gengið í júlí árið 1922. Skipaði Verzlunarráðið þá sérstaka skólanefnd til að hafa á hendi málefni skólans. Hinn merkisatburðurinn var sá, er stofnaður var 3. bekkur árið 1926. Lengdist námið þá um eitt ár. Var skólinn þannig þriggja ára skóli, auk undirbúningsdeildar. Árið 1931 lét Jón Sivertsen af stjórn skólans. Urðu það ár mikil þáttaskil. Ráðizt var í að kaupa húseignina Grundarstíg 24, þar sem skólinn hefur starfað síóan. Hlutafélag var stofnað til að annast þessi húsakaup. — Um leið og skólinn flutti í hin nýju húsakynni, tók Vilhjálmur Þ. Gíslason við stjórn hans. Efldist skólinn nú brátt að nemenda- fjölda og fjölbreytilegri möguleikum til náms. Árið 1935 var skólanum breytt úr þriggja ára skóla í fjögurra ára skóla. Framhaldsdeild var starfrækt um tíma fyrir þá, er lokið höfðu verzlunarprófi. Sum árin var og efnt til ýmissa sérnámskeiða. Loks var merkilegum áfanga náð með stofnun lær- dómsdeildar við skólann árið 1942. Tók hún til starfa haustiö 1943. Lærdómsdeildarbekkirnir eru tveir, 5. og 6. bekkur. Fyrstu stúdentarnir frá Verzlunarskólanum brautskráðust vorið 1945. Eiga þeir því nú á vori komanda tíu ára stúdentsafmæli. Lengi stóð það Verzlunarskólanum mjög fyrir þrifum, að allir kennarar við hann voru stunda- kennarar. Árið 1941 var fyrst ráöinn einn fastur kennari viö skólann, en 1944 voru ráönir fjórir fastir kennarar til viðbótar. Nú starfa sex kennarar fastráðnir við skólann auk skólastjóra. Stunda- kennarar eru sextán. Er Vilhjálmur Þ. Gíslason var skipaður útvarps- stjóri áriö 1953, tók Jón Gíslason við skólastjórninni. Ört vaxcmdl sala á MOSKVITCH og POBEDA bifrelðum bor þess gloggstoíi vott, að íslendingar haía kunnað að mota þelrra mörgu kosti og httfni við (slenzka staðhætti. Bifreiðar & landbúnaðarvélar h.f. l.lilStiÓlT l«i SIMI S iS-OS Auglýsing í Frjálsri verzlun 1955 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.