Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 6
ST0&CLZL0 A ST0P3U Hagsveifluvog iðnaðarins: Stöðugur samdráttur í iðnaðarframleiðslu IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA dróst saman á 1. ársfjórð- ungi ársins 1981 miðað við sama ársfjórðung árið áður og er áætlaður magnsam- dráttur um 1,8%, að því er fram kemur í fréttabréfi Landssambands iðnaðar- manna. Þá kemur ennfrem- ur fram að úr framleiðslu hefur dregið hjá fyrirtækjum með 61,2% mannaflans en einungis fyrirtæki með 21,8% mannaflans juku framleiðslustarfsemi sína. Þetta eru niðurstöður Hag- sveifluvogar iðnaðarins. Niðurstöður vogarinnar miðað við 2. ársfjórðung þessa árs liggja brátt fyrir og sagði Kristján Jóhannsson, hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda, að sþurningarnar væru bornar fram í orðum og því væri þetta svokölluð „kvalítatíf" könnun. Þannig gæfi hagsveiflan ekki til kynna ákveðnar prósentu- tilfærslur, heldur sýndi könnunin tilhneiginguna. Samkvæmt könnuninni kemur fram að framleiðslu- magn á 2. ársfjórðungi þessa árs, hafi minnkað miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Sagði Kristján að á þessu ári væri tilhneigingin sú sama, til minnkunar á báðum ársfjórðungum, nema hvað hún væri heldur vægari á 2. ársfjórðungi en þeim fyrsta. ,,En þess ber að geta að inni í þessu er sam- dráttur i álframleiðslu, en hún vegur nokkuð þungt i heildariðnaðinum," sagði Kristján. ,,( könnuninni er fyrst og fremst samdráttur í öl- og gosdrykkjafram- leiðslu, pappírsvörufram- leiðslu og sútun. Þá sýndu niðurstöðurað ullariðnaður, fataiðnaður og húsgagna- iðnaður væru með næstum óbreytta framleiðslu. En aðrar greinar í könnuninni sýna framleiðsluaukningu," sagði Kristján. Þá gat Kristján þess að sölumagn hefði aukist á 2. ársfjórðungi miðað við þann sama í fyrra og væri það at- hyglisvert. Söluminnkun hefði orðið í öl- og gos- drykkjaiðnaði, húsgagna- iðnaði, pappírsvöruiðnaði, sútun, málningu og plast- iðnaði. Hins vegar hefði aukning orðið í öðrum iðn- aði. Þá gat Kristján þess að miðað við iðnaðinn í heild væri um fjölgun starfs- manna að ræða á 2. árs- fjórðungi, miðað við þann fyrsta, en í húsgagnaiðnaði, fatagerð og sútun, fækkaði starfsmönnum. Hins vegar væru horfur á þvi að starfs- mannafjöldi í iðnaði yrði nokkuð óþreyttur á 3. árs- fjórðungi, miðað við annan. Að vísu væru fyrirtæki í prjónaiðnaði, veiðarfæra- iðnaði, fatagerð, sápu- og þvottaefnagerð og öl- og gosdrykkjagerð hrædd um að starfsmönnum þar fækk- aði á 3. ársfjórðungi. Varðandi söluhorfur á 3. ársfjórðungi væru þær lakar hjá prjóna- og ullariðnaði, en aftur á móti sagði Kris- tján, að bjartsýni gætti í brauðgerð, sælgætisgerð, matvælaiðnaði og málning- ariðnaði. Neftóbakssala minnkar stöðugt SALA á neftóbaki dregst stöðugt saman, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ragnari Jónssyni, skrif- stofustjóra Áfengis- og tó- baksverzlunar ríkisins. Ragnar sagði að eilítill kippur hefði komið í sölu tó- baks á meðan selt var svo- kallaó menthol neftóbak, en þeirri sölu hefði fljótlega verið hætt að kröfu skóla- stjóra og annarra sem urðu varir við að skólakrakkar voru farnir að taka ósleiti- lega í nefið. Ragnar sagði að árið 1960 hefði neftóbakssalan numið 33000 kílóum tæp- um. Sú sala hélst til ársins 1965, en þá minnkaði hún í um 30000 kíló. Árið 1970 var sala komin niður í 28000 kíló tæp, árið 1975 var salan orðin um 17000 kíló og árið 1979 voru seld um 14000 kíló af neftóbaki hér á landi. Taldi Ragnar ástæðu þessa þá, að gömlu neftó- baksmennirnir féllu frá og fáir væru til þess að byrja á neftóbaksnotkun. Sjónvarpið: Auglýsinga- magn aukist með tilkomu Dallas NÝLEGA hófust sýningar í íslenska sjónvarpinu á sjón- varpsmyndaflokknum Dallas og hefur mynda- flokkurinn orðið mjög vin- sæll hér á landi, sem ann- arsstaðar sem hann hefur verið sýndur. I Bretlandi er talið að yfir 27 milljónir manna fylgist með Dallas og vinsældir þáttarins eru gífurlegar í þeim Evrópu- löndum þar sem hann er sýndur. Þess þarf varla að 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.