Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 6
ST0&CLZL0 A ST0P3U
Hagsveifluvog iðnaðarins:
Stöðugur samdráttur í iðnaðarframleiðslu
IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA
dróst saman á 1. ársfjórð-
ungi ársins 1981 miðað við
sama ársfjórðung árið áður
og er áætlaður magnsam-
dráttur um 1,8%, að því er
fram kemur í fréttabréfi
Landssambands iðnaðar-
manna. Þá kemur ennfrem-
ur fram að úr framleiðslu
hefur dregið hjá fyrirtækjum
með 61,2% mannaflans en
einungis fyrirtæki með
21,8% mannaflans juku
framleiðslustarfsemi sína.
Þetta eru niðurstöður Hag-
sveifluvogar iðnaðarins.
Niðurstöður vogarinnar
miðað við 2. ársfjórðung
þessa árs liggja brátt fyrir og
sagði Kristján Jóhannsson,
hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda, að sþurningarnar
væru bornar fram í orðum
og því væri þetta svokölluð
„kvalítatíf" könnun. Þannig
gæfi hagsveiflan ekki til
kynna ákveðnar prósentu-
tilfærslur, heldur sýndi
könnunin tilhneiginguna.
Samkvæmt könnuninni
kemur fram að framleiðslu-
magn á 2. ársfjórðungi
þessa árs, hafi minnkað
miðað við sama ársfjórðung
í fyrra. Sagði Kristján að á
þessu ári væri tilhneigingin
sú sama, til minnkunar á
báðum ársfjórðungum,
nema hvað hún væri heldur
vægari á 2. ársfjórðungi en
þeim fyrsta. ,,En þess ber að
geta að inni í þessu er sam-
dráttur i álframleiðslu, en
hún vegur nokkuð þungt i
heildariðnaðinum," sagði
Kristján. ,,( könnuninni er
fyrst og fremst samdráttur í
öl- og gosdrykkjafram-
leiðslu, pappírsvörufram-
leiðslu og sútun. Þá sýndu
niðurstöðurað ullariðnaður,
fataiðnaður og húsgagna-
iðnaður væru með næstum
óbreytta framleiðslu. En
aðrar greinar í könnuninni
sýna framleiðsluaukningu,"
sagði Kristján.
Þá gat Kristján þess að
sölumagn hefði aukist á 2.
ársfjórðungi miðað við þann
sama í fyrra og væri það at-
hyglisvert. Söluminnkun
hefði orðið í öl- og gos-
drykkjaiðnaði, húsgagna-
iðnaði, pappírsvöruiðnaði,
sútun, málningu og plast-
iðnaði. Hins vegar hefði
aukning orðið í öðrum iðn-
aði.
Þá gat Kristján þess að
miðað við iðnaðinn í heild
væri um fjölgun starfs-
manna að ræða á 2. árs-
fjórðungi, miðað við þann
fyrsta, en í húsgagnaiðnaði,
fatagerð og sútun, fækkaði
starfsmönnum. Hins vegar
væru horfur á þvi að starfs-
mannafjöldi í iðnaði yrði
nokkuð óþreyttur á 3. árs-
fjórðungi, miðað við annan.
Að vísu væru fyrirtæki í
prjónaiðnaði, veiðarfæra-
iðnaði, fatagerð, sápu- og
þvottaefnagerð og öl- og
gosdrykkjagerð hrædd um
að starfsmönnum þar fækk-
aði á 3. ársfjórðungi.
Varðandi söluhorfur á 3.
ársfjórðungi væru þær lakar
hjá prjóna- og ullariðnaði,
en aftur á móti sagði Kris-
tján, að bjartsýni gætti í
brauðgerð, sælgætisgerð,
matvælaiðnaði og málning-
ariðnaði.
Neftóbakssala
minnkar
stöðugt
SALA á neftóbaki dregst
stöðugt saman, samkvæmt
upplýsingum sem fengust
hjá Ragnari Jónssyni, skrif-
stofustjóra Áfengis- og tó-
baksverzlunar ríkisins.
Ragnar sagði að eilítill
kippur hefði komið í sölu tó-
baks á meðan selt var svo-
kallaó menthol neftóbak, en
þeirri sölu hefði fljótlega
verið hætt að kröfu skóla-
stjóra og annarra sem urðu
varir við að skólakrakkar
voru farnir að taka ósleiti-
lega í nefið.
Ragnar sagði að árið
1960 hefði neftóbakssalan
numið 33000 kílóum tæp-
um. Sú sala hélst til ársins
1965, en þá minnkaði hún í
um 30000 kíló. Árið 1970 var
sala komin niður í 28000 kíló
tæp, árið 1975 var salan
orðin um 17000 kíló og árið
1979 voru seld um 14000
kíló af neftóbaki hér á landi.
Taldi Ragnar ástæðu
þessa þá, að gömlu neftó-
baksmennirnir féllu frá og
fáir væru til þess að byrja á
neftóbaksnotkun.
Sjónvarpið:
Auglýsinga-
magn aukist
með tilkomu
Dallas
NÝLEGA hófust sýningar í
íslenska sjónvarpinu á sjón-
varpsmyndaflokknum
Dallas og hefur mynda-
flokkurinn orðið mjög vin-
sæll hér á landi, sem ann-
arsstaðar sem hann hefur
verið sýndur. I Bretlandi er
talið að yfir 27 milljónir
manna fylgist með Dallas og
vinsældir þáttarins eru
gífurlegar í þeim Evrópu-
löndum þar sem hann er
sýndur. Þess þarf varla að
6