Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 62
Bjami Blomsterberg (tjær) og Sigurbergur Sveinsson við nýbygglngu FJarðar-
kaupa.
verða í. Sjálfvirkt slökkvikerfi
verður í loftinu.
Hitakerfið verður svo allt í loft-
inu, og sömu sögu er að segja um
lagnir heits og kalds vatns. Verða
þær málaðar í mismunandi litum
og leitast við að gera þær að
skrauti í loftinu. Öll orða frá kæli-
vélum í kæliborðum verður nýtt til
upphitunar húsnæðisins, en að
auki verður hitaveita í húsinu til að
hita það fullnægjandi vel, þegar
kalt er.
Einn aðalinngangur verður fyrir
viðskiptavini, og tvær aðrar vöru-
dyr. Einingarnar eru framleiddar í
nágrannafyrirtæki Fjarðarkaupa,
Berki hf. og er þetta í fyrsta skipti
sem hús er í heild reist úr þessum
einingum.
Aðspurðir um kostnað við þetta
byggingarlag, vildu þeir sem
minnst tjá sig enn. Hitt væri þó Ijóst
að þessi aðgerð væri til muna
ódýrari en hefðbundin stein-
steypuaðferð, enda spöruðust í
raun átta verkþættir við þessa að-
ferð miðað við hefðbundna. Það
eru uppslátturinn, steypan, niðurrif
móta, pússning og málning að
utan, einangrun, pússning og
málning að innan og að sjálfsögðu
byggingartíminn. Þá treystu þeir
sér ekki til að segja til um við-
haldskostnað hússins en voru þó
bjartsýnir enda t.d. fyrirsjáanlegt
að steypusprungur munu ekki
verða vandamál.
Húsið er vel í sveit sett fyrir
Hafnfirðinga og Garðbæinga, það
er rúmt um þaö og góður aðgang-
ur að því Nú liggur fyrir að steypa
gólfið og leggja áðurnefndar
lagnir. Gangi allt samkvæmt áætl-
un Bjarna og Sigurbergs, verður
verslunin flutt í það snemma á
næsta ári. Þá munu þeir hætta
verslunarrekstri í núverandi hús-
næði Fjarðarkaupa, enda segja
þeir að í náinni framtíð verði þar
erfitt um bílastæði. Þaö hafi bjarg-
ast hingaðtil með velvilja ná-
grannafyrirtækja, sem ekki amast
við að viðskiptavinir Fjarðarkaupa
noti bílastæði þeirra.
Ragnar Björnsson, húsgagnabólstrari:
Hefur framleitt dýnur í allflest
hjónarúm í landinu
„Þegar ég var úti í Danmörku
1948 svaf ég á svona dýnu og lík-
aði það svo vel að mér datt í hug
að þetta gæti orðið markaðsvara á
ísiandi. Ég hóf framleiðslu á
springdýnum hér 1951. Síðan
hefur þetta svo sannarlega verið
markaðsvara hér því ég framleiði
nú árlega 4000 til 5000 spring-
dýnur“, sagði Ragnar Björnsson,
bólstrarí, er við hittum hann á
verkstæði hans að Dalshrauni 6.
Þar sem meðalending á svona
dýnum er 12 til 14 ár og Ragnar er
eini framleiðandi þeirra hér í áður- Ragnar Bjömsson, bólstrari, og íbaksýn er dýnuframlelöslan f fullum gangl.
nefndum mæli, má hiklaust full-
62