Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 25
tökum um að hækka verð á slíkum tækjum til þró-
unarlanda. í þeirri grein hafði komið fram að í vissum
tilvikum höfðu fyrirtækin með sér samstöðu þannig
að þau buðu ekki í búnað sem eitt þeirra hugðist selja
til þróunarlands. Árangur samstöðunnar var talinn
hafa leitt til þess að verð hækkaði um tugi prósenta.
Innlend framleiðsla, eða það að stefna að slíkri
framleiðslu gæti því haft í för með sér nokkurn hagn-
að fyrir þróunarland sem þá mætti flokka sem iðn-
aðarland.
Innlend orka 60% af heildarorkunotkun
en innflutt eldsneyti 70%
orkureikningsins
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra gat þess í
setningarræöu á Orkuþingi að af seldri orku í landinu
á árinu 1979 hefðu 44,4% verið innflutt eldsneyti en
55,6% innlend orka. Hún skiptist síöan þannig að
vatnsaflið gaf 17,6% en jarðvarmi 38%. Hafði hlutdeild
innfluttrar orku lækkað um 3,8% frá árinu 1978 og
svipuð lækkun orðið á milli áranna 1979 og 1980 en á
árinu 1980 hafói dregið úr innflutningi eldsneytis sem
nam 7% miöað við árið þar á undan. Líkur benda til að
hlutfallið á milli innlendrar orku og innfluttrar sé að
nálgdst 60:40. Þá kom einnig fram að um 45% af
orkunotkun þjóðarinnar nú fer til húshitunar en 28%
til iðnaðar og er þá stóriðjan talin með (tölur fyrir árið
1979).
Kostnaður þjóðarinnar af innfluttu eldsneyti er
langt umfram hlutdeild þess í heildarorkunotkun.
Þessi kostnaður nam t.d. 64% af heildarorkureikn-
ingnum á árinu 1978 og um 70% tvö síðastliðin ár
(1979 og 1980). Á árinu 1980 fór fimmta hver króna
sem þjóöin aflaði í gjaldeyri til greiðslu á innfluttu
eldsneyti.
Þá kom það einnig fram að skipting eldsneytis hefði
verið þannig á árinu 1978 aö þar varolía til húshitunar
og almenns iðnaðar um 42,5% en um 55% fóru til að
knýja fiskiskiþaflota landsmanna.
íslenskur iðnaður og virkjanir
— kemur við sögu
Tæki til orkuvinnslu hafa verið framleidd í landinu
og ekkert því til fyrirstööu að íslensk fyrirtæki eigi eftir
að koma þar við sögu í meiri mæli en margan grunar.
Á Orkuþingi kom m.a. fram að Orkuver Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi er að öllu leyti íslensk hönn-
un og auk þess sett upþ af íslenskum aðilum ekki
aðeins byggingamannvirki heldur einnig vélbúnaður
svo sem varmaskiljur og varmaskiptar, rafbúnaður og
jafnvel stjórnbúnaður og tölvustýrt gæslukerfi.
Þá hafði íslenska Járnblendifélagið á Grundar-
tanga keyþt ýmsan búnað af íslenskum fyrirtækjum
vegna ofns nr. 2, svo sem loftræstikerfi, tölvustýrðan
stjórnbúnað kælikerfis fyrir ofna, reykhettu, spenna
og neyðarrafkerfi.
Þá kom það einnig fram að fyrir nokkrum árum voru
framleiddir hérlendis aflspennar fyrir virkjanir þótt sú
framleiðsla hafi fallið niður um sinn vegna erfiðra
viðskiptakjara sem framleiðanda voru sett en sú
framleiðsla mun nú vera að hefjast á ný.
Orkusóun í fiskimjölsverksmiðjum?
Björn Friðfinnsson viðskiptafræðingur gerði grein
fyrir störfum Orkusparnaðarnefndar á Orkuþingi.
Meðal þess sem fram kom hjá Birni var að olíunotkun
fiskimjölsverksmiðja á íslandi væri með því mesta
sem þekktist eða um 70 kg af olíu á hvert tonn hrá-
efnis að meðaltali og er þá ekki talin með raforku-
notkun verksmiöjanna. Þá gat Björn þess að vitað
væri hvernig lækka mætti olíunotkun fiskimjölsverk-
smiðja niður í 40 kg á hvert tonn hráefnis að meðaltali
og sagði að stefnt væri aö því markmiði eins hratt og
fjárhagsleg geta verksmiöjanna leyfði.
Kostuðu mistök viðskiptaráðherra
þjóðina 3,5 milljón dollara?
önundur Ásgeirsson forstjóri sagði í erindi sínu á
Orkuþingi að þvert ofan í ráðleggingar olíuforstjóra
hefði viðskiptaráðherra skrifað undir samning um
olíukaup frá breska fyrirtækinu BNOC. Miðað við
Rotterdam verðskráningu hefðu farmarnir á árinu
1980 og 1981 þegar kostað þjóðina um 3,5 milljón
dollurum meira en ef keyþt hefði verið af Rússum
áfram á Rotterdamverði, en það sem keypt var frá
BNOC, sem mun hafa verið um 100 þúsund tonn af
gasolíu skipt á tvo farma, varð 12% dýrara fyrir
bragðið.
25