Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 65
Mótun hf: Hátt í 100 bátar smíðaðir á ári Þrjár gerðir al bátum frá Mótun í smíðasalnum. Þótt Mótun hf. reki sögu sína ekki lengra aftur en til ársins 1977, hefur fyrirtækiö nú þegar smíðað 315 plastbáta, einkum fiskibáta, og eru stööugt að koma fram nýjungar í framleiðslu fyrir- tækisins. Er þar bæði um að ræða endurbætur á þeim gerðum, sem búnar eru að vera í framleiðslu um tíma og svo nýjar gerðir. í viðtali við Regin Grímsson, framkvæmdastjóra, kom fram að endurbætur og nýjungar eru að mestu byggðar á góðri samvinnu og samráði við viðskiptavini fyrir- tækisins, sem hafa verið ötulir við að miðla Mótun af reynslu sinni. Það er með ólíkindum hvað sumir þessara báta hafa aflað og nefnir Regin sem dæmi að í fyrra aflaði einn þeirra fyrir 250 þús. krónur, en sá bátur kostaöi þá 140 þús. krónur. Upphaflega hófst framleiðslan á gerð hins svonefnda „Færeyings", en skrokklag hans er byggt á fær- eysku trillulagi og hefur gefið mjög góöa raun hér, enda eru Færey- ingar aö fást við sama sjólagið og við. Sá bátur hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og nú er sá nýjasti t.d. lengri, dýpri og breiðari en fyrsta útgáfan auk ým- iss hagræðis um borð, sem m.a. miðar aö því að auðvelda allt hreinlæti. Þetta eru fremur hæggengir bátar, enda með trillulagi og ekki ætlaðir til að „plana" á sjó. Hins- vegar hefur Mótun þróað annan fiskibát upp úr skemmtibátnum, sem fyrirtækiö framleiðir einnig, og nær sá bátur hátt í 30 mílna hraða og „planar" með talsverðan afla um borð. Þar sem þessir bátar hafa aflað mjög vel, m.a. af því hversu stuttan tíma sigling af og til miða tekur, komu fljótlega fram óskir eða ábendingar frá sjómönnum um að þýðingarmikið væri að auka frysti- rýmið, sem nú er 500 kíló. Mótun hefur nú lokið endur- hönnun á bátnum, sem m.a. felur í sér lengingu og breytt olíugeyma- fyrirkomulag þannig að fiskirýmið eykst upp í 1500 kíló. Fyrstu tveir bátarnir af þeirri gerð eru nú þegar í smíðum og fyrir liggur fjöldi pantana. Það eru Regin, Daníel Friðriksson og Guðmundur Guðmundsson, sem hanna Mótunarbátana. Blikksmiðja Hafnarfjarðar hf: Hlutur blikksins vaxandi í húsagerð „Blikksmiðja Hafnarfjarðar hf“, kunna eldri Hafnfirðingar að spyrja þótt fyrirtækið eigi rætur að rekja allt aftur til ársins 1945, því tvívegis hefur verið skipt um nafn á henni og einnig breytt um rekstrarform þótt undirstaða fyrirtækisins sé sú sama. Fyrst hét hún Dvergasteinn og var til húsa að Norðurbraut 41. Árið 1958 breyttist nafnið í Blikksmiðja Ágústar Jónssonar og heimilisfangið varð Norðurbraut 39. Árið 1970 var rekstrarforminu breytt í hlutafélag og nafninu breytt í núverandi mynd. Svo var það í fyrra að hlutafélagið flutti í sitt fyrsta eigið húsnæði að Helluhrauni 2-A. Þar hittum við fyrir Einar Ágústsson, sem er allt í senn framkvæmdastjóri, verkstjóri, blaöaf ulltrúi, ræstingamaður fyrirtækisins um helgar, með meiru. Hann sagði að nú væri búið að taka fyrstu tvo áfanga af þrem til fjórum áföngum hússins í gagnið þannig að nú væri athafnapláss fyrirtækisins þúsund fermetrar og þessa dagana væri verið að byrja á annarri hæð ofan á hluta hússins upp á 330 fermetra sem er þriðji áfangi. Vonaðist hann að til viðbótar fengist leyfi til að byggja þar þriðju hæðina upp á sömu stærö fyrir skrifstofur, en það liggur ekki Ijóst fyrir enn. Blikksmiðjan sérhæfir sig í smíði loftræsti- hita og sogstokka í íbúðarhús og iðnaðarhús og er aðal viðskiptavettvangurinn Stór-Reykjavíkursvæðið. Auk þess veitir fyrirtækið alla almenna blikksmíðaþjónustu. „Okkur gengur prýðilega að halda okkar 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.