Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 20
keypt til landsins eru þau aö heil- brigöisráöherra ákvaö aö eitt slíkt tæki væri keypt fyrir Landspítala í tilefni 50 ára afmælis sjúkrahúss- ins. Það var í sjálfu sér mjög hæpin ákvöröun því slíkt tæki þarf að vera til staðar þar sem heilaskurð- lækningar eru gerðar, og hér á landi eru þær einungis fram- kvæmdar hér á Borgarspítala. Sjúklingarnir sem not hafa fyrir þessi tæki koma því hingað og margir aðrir sem ekki er hægt að flytja milli sjúkrahúsa. Því varð Borgarspítalinn að eignast slíkt tæki, og við fengum notað tæki frá Oslo, þar sem þrjú voru fyrir, á mjög góðu verði, 2,9 millj. kr., en rúmlega ein milljón af þessari upþhæð eru skattar til ríkisins. Þetta er lítið hærri upphæð en kosta átti til við endurnýjun einnar röntgenstofu hjá okkur, en því verki er nú hægt að fresta vegna tilkomu þessa tækis." — Hvert er álit þitt á fjárfestingu í heilbrigðismálum? Er hún skyn- samleg miðað við það litla fjár- magn sem við höfum til ráðstöf- unar? „Aðalfjárfestingin hefur undan- farin ár verið í heilsugæslustöðv- um úti á landi þar sem reistar eru miklar og stórar byggingar í þeim tilgangi að reyna að laða starfsfólk að þeim. En ég skil ekki hvernig hægt er að byggja heilsugæslu- stöð sem er stærri en frystihúsið í byggðarlaginu. En aðstæður úti á landi eru allt aðrar en í Reykjavík, og ég tel það skakkt að byggja upp alla þessa þrjá spítala hér án nokkurs sam- eiginlegs skipulags. Það er i raun- inni fráleitt að Borgarspítali, Landakot og Landspítali byggi upp starfsemi sína sitt í hvora átt- ina án nokkurs samhengis. Þegar ríkið keypti Landakot á sínum tíma hefði átt að endurskoða þetta mál. Þá voru tímamót. Landakot hefði átt að vera hluti af ríkisspítölunum og hafa með höndum ákveðin sérsvið en hætta bráðaþjónustu (akut), því henni má ekki dreifa eins og nú er gert. Nú er Landakot sjálfseignarstofnun." Hvernig má spara? — Að lokum nokkrar spurning- ar um sparnað. Hefur þú og þitt starfsfólk einhverjar tillögur fram að færa í því sambandi? ,,Það eru margir fundir haldnir með starfsfólkinu þar sem rætt er um sparnað fjármuna og efnis, og yfirleitt eru margar tillögur í gangi hér. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að sjúkrahús hafa í sjálfu sér algera sérstöðu, því starfsemin sem þar fer fram er þess eðlis að við ráðum ekki hvað við vinnum né hvenær. Við getum ekki afmarkað verkefnin sem þarf að leysa. Annaö séreinkenni sjúkrahúsa er að við getum hvorki mælt gæði né magn framleiðsl- unnar eins og yfirleitt er unnt að gera í öðrum rekstri. Það hefur verið reynt að meta afköst og gæði þessarar starfsemi m.a. á Norður- löndum og í Bandaríkjunum, en þaö er mjög erfitt og árangur hefur orðið lítill. Við höfum því ekki þá viðmiðun sem aðrir hafa. Annað, sem ég hef rekið mig á, er að menn gera ekki greinarmun á samdrætti annars vegar og sparnaði í rekstri hins vegar. Hér er mikill munur á. Það er svo sem hægt að spara með því að draga saman seglin, en það er ekki það sem málið snýst um.“ — Hvernig væri að láta fólkið taka þátt í kostnaðinum — a.m.k. í sambandi við aðgerðir sem ekki flokkast beint undir sjúkdóma eins og pjattplastaðgerðir, fóstur- eyðingar o.fl. o.fl.? „Samtrygging er nauðsyn, en það er ekki hollt að afhenda fólki alla þessa þjónustu ókeypis. Það er sjálfsagt að fólk borgi til dæmis fyrir plastaðgerðir ef um pjattað- gerð er að ræða, en hins vegar eru margar plastaðgerðir nauðsynleg- ar.“ — Nú eru læknar dýr starfs- kraftur og því áríðandi að hann nýtist vel. Er nýting lækna á Borgarspítala góð eða eitthvað misjöfn á hinum ýmsu deildum? „Nýting lækna getur verið léleg hjá okkur, aðallega vegna þess hve litlar deildir við rekum. Það vantar hreinlega rúm til þess að leggja inn sjúklinga, sérstaklega í sérgreinunum. Það eru t.d. helm- ingi færri rúm en eðlilegt má teljast á háls-, nef- og eyrnadeildinni, sem er eina deildin fyrir þessa sérgrein á öllu landinu. Af þeim sökum er hún dæmigerð í þessu sambandi, en rúmaskorturinn er líka vandamál á öðrum deildum spítalans. Og þarna komum við aftur inn a verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna. Þegar þröngar sérgreinar eru reknar á fleiri en einum stað stuðlar það að lélegri nýtingu sérfræðinganna." — Við komum áður inn á háan rekstrarkostnað á hvert sjúkra- rúm. í Ijósi þessa — er áhersla lögð á stuttan legutíma sjúklinga? „Legutími sjúklinga hefur styst stórlega síðastliðin 10 ár. Fólk er hér ekki stundinni lengur en með þarf, og reyndar er okkur oft legið á hálsi fyrir að senda sjúklinga heim of fljótt. Og yfirleitt erum við með yfirlagningar á deildunum — þ.e. sjúklinga í aukarúmum." Tilfinnanlegur skortur á hjúkrunarfræðingum — Hvernig hefur starfsemin gengið sem rekin er utan Borgar- spítalans í Fossvogi, t.d. á Fæð- ingarheimilinu, Heilsuverndar- stöð, Grensásdeild og í Hafnar- búðum? „Fæðingarheimilið er hálfnotað — og er það mál allt kapituli fyrir sig, þar sem sérhagsmunahópi hefur tekist að afvegaleiða stjórn- kerfið á kostnað skattborgaranna. Hvað hinar deildirnar varðar hafa þær gengið þokkalega, en gegnumgangandi vandamál er skortur á hjúkrunarfræðingum, ekki síst á þessum sviöum, og stendur hann reyndar sjúkrahús- rekstri á öllu landinu fyrir þrifum. Það er víða skortur á sérlærðu starfsfólki í öörum greinum, en hjúkrunarfræðingaskorturinn er lang tilfinnanlegastur." Nýja B-álman í byggingu. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.