Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 17
Á skurðstofu í Borgarspítalanum. bands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands sjúkrahúsa. Hef- ur hún ákveðið daggjöld sjúkra- húsa frá 1. janúar 1969, að undanskildum ríkisspítölunum (Landspítala og fæðingardeild, Vífilsstaðaspítala, Kleppsspítala og Kópavogshæli) sem settir voru á ,,föst fjárlög'' fyrir fáum árum. Fjármögnun er þannig skipt að ríkið greiðir 85% og viðkomandi sveitarfélag 15%.“ — Og hvað er daggjald? „Daggjald er í raun og veru ekkert annað en mælieining sem byggigst á raunverulegum rekstrarkostnaði fyrra árs deilt með legudagafjöldanum, þ.e. meðaltalskostnaður við sjúklinga á dag. Margir spítalar stunda mikla amþulant-þjónustu þar sem slysa- þjónusta og röntgendeildir eru svo og göngudeildir.Greiðslur íyrir slíka þjónustu duga aldrei fyrir kostnaði og oftast sitja sjúkrahús- in uppi með milljónakostnað. Sá kostnaður fæst þó um síöir greiddur og þá með daggjöldum. Hér á Borgarspítalanum erum viö með gríðarlega mikla göngu- deildaþjónustu og lendir raun- verulegur kostnaður vegna henn- ar á daggjaldi til spítalans sem hleypir því upp, en skv. reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið setur greiðir fólk óverulega upphæð fyrir röntgenmynd (kr. 33 á mynd, hvort sem hún er lítil eða stór og margbrotin). Á slysastofu koma eigi færri en 60.000 á ári. Fleiri umfangsmiklar göngudeildir eru reknar hér. Þannig koma kringum 12.000 sjúklingar á ári á göngu- deild háls-, nef- og eyrnadeildar sem ekki leggjast inn. Hinar deild- irnar eru líka með talsverða þjón- ustu bæði fyrir og eftir að fólk leggst inn, m.a. röntgendeild. Lætur nærri að slík þjónusta nái til um 100.000 manns á ári." — Hvernig gekk dæmið upp rekstrarlega séð á síðasta ári? „Rekstargjöld voru samtals 11.573.707 gkr. á síðasta ári og höfðu þá hækkað um 64,9% frá 1979. En éf frá eru dregnar breyt- ingar milli ára vegna breyttra reglna um vexti og tækjabúnað er hækkunin milli ára 58,3%. Dag- gjöld námu 9.038.970 gkr. og endurgreiðslur 1.492.252 gkr., og var því hallarekstur um sem nemur 1.042.485 gkr." Verkaskipting Reykjavíkur- sjúkrahúsanna í molum — Hvernig er samstarfið milli Reykjavíkurspítalanna? Er ein- hver verkaskipting þeirra í milli, t.d. að því er varðar þröngar sér- hæfðar greinar sem vegna mann- fæðar í landinu væru betur komn- ar á einum stað en fleirum? „Samstarfið milli sjúkrahúsanna er ekki slæmt, en verkaskipting milli þeirra er algerlega í molum og skipulag ekkert. Ástæðan er sú að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki — a.m.k. hingað til — haft kjark til þess að stjórna þessum málum, og þau verða ekki afgreidd nema ráðuneytið taki af skarið því hlutur ríkisins í rekstri sjúkrahúsanna er svo stór en hlutur sveitarfélaganna tiltölulega lítill. Fyrir ítrekaðar beiðnir borgaryfirvalda var skipuð nefnd fyrir nokkrum árum undir forsæti ráðuneytisins. Hlutverk hennar átti að vera að vinna að verkaskiptingu, en hún lognaðist út af. En þetta er verkefni sem ekki verður hjá komist aö taka á, og ráðuneytið getur ekki ýtt þessu á undan sér óendanlega. Það er einnig hægt að benda á að í heil- brigðisráðuneytinu er ekkert starfslið á faglega sviðinu til þess að sinna þessum málum. Það starfar einn maður hjá daggjalda- nefnd, en þyrfti þrjá til fjóra sér- þjálfaða starfsmenn til þess að sinna skipulagsmálum sjúkrahús- reksturs í landinu. Læknum hefur gjarnan verið kennt um að þeir hafi staðið í vegi fyrir eðlilegri skipan þessara mála og get ég fallist á það, en nú tel ég að þeir séu orðnir mikið jákvæðari í þessum efnum og aðstaðan því hagstæðari til að taka málin upp." Gróusögur um tækjakaup — Hvað með tækjakaup? Nokkuð hefur verið um það rætt undanfarið að dýr tæki séu keypt bæði fyrir Landspítala og Borgar- spítala þar sem eitt hefði nægt. Nýjasta dæmið er svonefnt tölvu- sneiðmyndatæki. „Það eru geysilega miklar gróu- sögur í gangi og ýkjur í sombandi við tækjakaupamálin. Sannleikur- inn er sá að sjúkrahús eru svo mjög svelt hvaó varðar fjármögn- un til tækjakaupa að til stórvand- ræða horfir og þau eru farin að treysta á líknarfélög til þess að halda sér gangandi. Þannig var gjöf Lionsmanna fyrir stuttu á tækjasamstæðu til skurðstofu háls-, nef- og eyrnadeildar hér um bil jöfn að verðmæti og öll fjárveit- ing til tækjakaupa Borgarspítala á síðasta ári. Vinsælar tröllasögur voru líka sagðar fyrir tveimur árum þegar bæði sjúkrahúsin keyptu gamma camera röntgentæki. Nú eru þessi tæki bæði fullnýtt. En svo við víkjum að tölvu- sneiðmyndatækinu (CT-scanner), sem er algjör bylting í röntgen- tækni, þá er það fyrir allmörgum árum orðinn algengur búnaður á öllum Norðurlöndum og væri löngu komið hingað ef um væri að ræða tæki á bílaverkstæði! En til- drög að því að tvö slík tæki voru 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.