Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 47
Frá námsstefnunni. Hörður Sigurgestsson, for- maður Stjórnunarfélagsins við borðið en í ræðu- stól er Martyn J. Harper frá IBM. Viðskiptaferðum fækkar Hér verður aðeins stiklað á stóru á því sem fram kom í fyrirlestrun- um og lítum við fyrst á samskipta- hlið fyrirtækja innávið og útávið. Það sem vekur þar strax athygli er, aö á næstu árum mun tímafrekum viðskiptaferðum væntanlega stór- fækka og hafa ýmis stórfyrirtæki erlendis þegar náð verulegum ár- angri í þá veru. Þessar ferðir eru gjarnan farnar í þeim tilgangi að viðhalda persónulegum sam- böndum. En nú er hægt að koma upp sérstökum samskiptaher- bergjum í fyrirtækjum þannig að menn beggja vegna Atlantshafs- ins talast við og horfa á hvorn annan líkt og þeir sætu sitthvoru- megin við sama borð. Hlusta þeir á eðlilegar raddir hvors annars og sjá hvorn annan mjög eðlilega á meðan. Geta þeir ýmist talað einkamál, sem hvergi verður num- ið, eða skipst á upplýsingum, sem þeir taka upp hvor eftir öðrum. Þetta virðist ætla að gefa góða raun. Þá eru póstsendingar með tölv- um þýðingarmikill þáttur í að flýta fyrir upplýsingaskiptum og tölvu- væddir símar stytta verulega þann tíma, sem starfsmenn fyrirtækja eyða í að marghringja í sama númerið, ef það er á tali, eða bíða svo og svo lengi eftir að svarað sé. Mannsrödd verður að tölum og tölur að manns- rödd Geymslutækni ýmissa gagna hefur fleygt fram að undanförnu m.a. með tilkomu mikrófilmunnar og svo videodisksins, sem gerir kleift að geyma margfalt magn upplýsinga á margfalt minna plássi en áður á margfalt ódýrari hátt og margfalt aðgengilegri. Meöal nýjunga á því sviði er að hægt er að taka upp heilt samtal, breyta mannsröddinni yfir í tölur og færa þær á videodisk. Þurfi að vitna til samtalsins, eftilvill mörg- um árum síðar, er á svipstundu hægt að framkalla talnaröðina og fá hana aftur spilaða í manns- röddum, svo ekkert fari á milli mála. í stuttu máli má segja að geymslutæknin miði að því að geyma meira, til taks fyrir fleiri aðila á skemmri, ódýrari og ör- uggari hátt en áður. Flest störf tengd tölvum innan örfárra ára Reiknað er með að strax árið 1985 muni um 75% skrifstofufólks í hinum þróaða heimi nota Data Processing á einn eða annan hátt við vinnu sína. Á næstunni mun einnig meðhöndlun upplýsinga verða meiri en meðhöndlun vara hjá fyrirtækjum. Þróun í þá átt má best sjá af því að gjarnan er taliö að 75% allrar upplýsingadreifingar sem farið hefur fram í heiminum til þessa, hafi átt sér stað á sl. 20 ár- um. Innan tíðar er reiknað með að árlega komi út svosem 100 skjöl á hvern íbúa í Bandaríkjunum. Svip- aða sögu er að segja um önnur Vesturlönd svo hin nýja geymslu- tækni hefur ómetanlega þýðingu. Verði þessi þróun einnig hér, sem vænta má, þyrfti árlega að byggja hér sem svarar 1840 fermetra húsnæði undir skjalaflóðið miðað við að um 80 fermetra húsnæði þurfi undir milljón pappírsskjöl. Þýðing talmáls þverrandi í miðluninni Þar sem upplýsingaflæði mun færast svo í vöxt sem þegar er séð fyrir um, minnkar þýðing talmáls á þessum vettvangi, bæði vegna tímans, sem í það fer og auk þess sem öruggara er að hafa upplýs- ingarnar í staðlaðra formi. Ritmál- ið þykir einnig full seinlegt fyrir menn, sem þurfa að gera sér grein fyrir einhverri tiltekinni stööu eða þr'oun á skömmum tíma. Því mun myndrænt efni veróa vaxandi miðill íformi línu-og súlnaritaog til enn frekara hagræðis verður hægt aö bera saman ýmsar stööur með litamismun í þrívídd. Þannig verð- ur hægt aö varpa upp á skerminn heilli þróunarsögu, sem eftilvill hefði þurft heila bók eða bækur til að glöggva sig á, eða leita munn- lega til fjölda sérfræðinga. Fyrir- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.