Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 49
Fjölmennt var á sýningunni á Loftleiðahótelinu að námsstefnunni lokinni. Til vinstri á myndinni ræð- ast þeir Ólafur Haraldsson í Hagvangi og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskip við. tækin þurfa heldur ekki að eiga öll þessi gögn í fórum sínum, ef þau koma fyrirtækjunum ekki beint við, heldur fengið þau úr upplýsinga- miðstöðvum, sem jafn auðvelt er að ná til og upplýsinga innan fyrir- tækisins sjálfs. Rabbað við tölvurnar Þótt eftilvill megi segja að nú þegar sé maður að rabba við tölv- una þegar maður leggur fyrir hana fyrirspurnir og tekur við svörum, en það fer eftir ákveðnum leiðum, sem ekki eru líkar tal- og ritmáli okkar nema að litlu leyti. Því er unnið að endurbótum þess og er langt komið að þróa kerfi er gerir unnt að tala beint við tölvurnar og biöja þær um svör í tölum, mynd- um eða jafnvel rödd. Þar sem röddin er tekin með í reikninginn en tölvur hafa þótt hafa ákaflega Ijótar raddir hingaðtil, er verið að endurbæta ,,raddbönd“ þeirra og gera þau sem mennskust. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði, sem eru á döfinni á næstu árum og fremur rabbað um þau almennt til að gefa hugmyndir, en leitast við að gefa tæknilegar og tæmandi upplýsingar. Hverjar eru afleið- ingarnar? En hverjar verða þá afleiðingar þessarar byltingar, byltingar sem er fyrir séð þar sem nú er flest þessi tækni þegar til staðar, en aðeins á eftir að samhæfa hana á sem fullkomnasta hátt? Eðlilega er erfitt að segja ná- kvæmlega til um það, en Ijóst er að viðskiptaferðum muni fækka, eins og áður er getið. Þessi tölvuvæð- ing býður uppá að fólk geti unnið skrifstofustörfin mun meira heima en áður með samtengingu heimil- istölvu við tölvu fyrirtækis. Það myndi t.d. koma fötluðum mjög til góða. Þá munu ýmis störf við pappíravinnu og vörslu hverfa að mestu og dreifing ábyrgðar verður mun auðveldari vegna greiðs að- gangs fleiri en forstjórans að þýð- ingarmiklum gögnum fyrirtækis- ins. Hinir erlendu fyrirlesarar voru þeirrar skoðunar að þrátt fyrir allt þetta héldi núverandi blær skrif- stofa þó velli, það yrði þó minna um pappír og meira af öðrum hjálpargögnum. Allir vinna þeir á skrifstofum, sem fjöldi þessara at- riða hafa verið reynd á, og létu þeir vel af því. Töldu þeir ótta við þessa þróun ástæðulítinn, hvað þá minnimáttarkenndina fyrir tölv- unni, tölvan ætti að þjóna mann- inum, en ekki öfugt. Aðdragandi bylt- ingarinnar í stuttu máli töldu þeir eðlileg- astan aðdraganda þessarar bylt- ingar að einhver einn maður með mjög góða yfirsýn yfir alla starf- semina, fengi þaö verkefni að velja búnað við hæfi fyrirtækisins. Að gerðri áætlun, legði hann hana fyrir starfsfólkið, sem ætti að vinna samkvæmt henni, og leitaði álits. Að gerðri heildaráætlun í kjölfar þess, ætti hann aö gefa sér góðan tíma til athugana og prófana og velja svo búnað með framtíðar- þarfir fyrirtækisins í huga. Næsta skref væri svo að leiða nýjungarn- ar inn á vinnustaðinn. Vöruðu þeir við að fara of hratt í það, róleg og örugg þróun væri vænlegri til góðs árangurs. Vel sótt sýning í framhaldi af námsstefnunni var efnt til samsýningar fjölda ís- lenskra fyrirtækja, er flytja inn búnað, sem líklegur er til að verði almennt tekinn í notkun á íslensk- um skrifstofum á næstunni. Sér- stök áhersla var lögð á að kynna ritvinnslutækni, eða tækni í skrán- ingu og framleiðslu ritaðs máls, er byggist á notkun tölvu. Ritvinnslu með smáum sérhæfðum tölvu- samstæðum og ritvinnslu, byggða á nýjum forritum fyrir tölvur, sem áður hafa verið notaðar við bók- hald og talnaúrvinnslu fyrirtækja. Mikil samkeppni er aö skapast á þessum markaði og sýndu eftirtal- in fyrirtæki og stofnanir þar búnað sinn: Acó hf., Einar J. Skúlason, Gísli J. Johnsen hf., Hagtala sf, Háskóli Islands, Heimilistæki hf, IBM á íslandi, Míkrómiðill sf, Microtölvan sf, Póst- og síma- málastofnunin, Radíóstofan hf, Rafrás hf, S. Árnason & Co, Sam- eincj hf, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Tölvubúðin, Þór hf. og Örtölvutækni sf. Sýn- ingin var opin almenningi eftir að námsstefnugestir höfðu skoðað hana og var hún vel sótt svo Is- lendingar virðast staðráðnir í að missa ekki af lestinni. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.