Frjáls verslun - 01.01.1982, Síða 8
í FPlÉTTUIMUM
Nýr
hagfræðingur
hjá
Útflutnings-
miðstöðinni
Um miðjan febrúar tók
Edda Sigurðardóttir við
starfi hjá Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins og mun
hún ásamt Jens Pétri Hjalte-
sted vinna að svonefndu
ullarverkefni, sem Guð-
mundur Svavarsson hefur
haft á hendi, en hann hverf-
ur úr starfi hjá Útflutn-
ingsrniðstöðinni 1. marz.
„Fyrsta verkefni mitt er að
vinna að áætlun um kynn-
ingu á íslenzkum ullar- og
skinnavörum í sambandi
við sýninguna „Scandi-
navia To-day“, sem haldin
verður í Bandaríkjunum í
haust", sagði Edda í stuttu
samtali við FV. Hún er fædd
í Reykjavík 1957 en fluttist
með foreldrum sínum til
New York 1962 og bjó þar til
ársins 1974 er hún kom
heim og settist í Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Þar
tók hún stúdentspróf 1976
en fór síðan til náms í
Barnard College við Col-
umbia University í New
York, þar sem hún stók BA-
próf í hagfræði í janúar
1980. Þá réðist hún til starfa
í hagdeild Eimskipafélags
íslands en hélt utan á nýjan
leik og lauk masters-gráðu í
Business Administration nú
í janúarmánuði.
Ingólfur Guðnason í Flugferðum
«2
Jón Guönason og Rannveig Óiafsdóttir í Ferðaskrifstofunni Sögu.
Bræður opna ferðaskrifstofur
„Það má líkja þessu við fjöl-
skylduiðnað', sagði Jón
Guðnason framkvæmda-
stjóri og eigandi Ferða-
skrifstofunnar Sögu, sem
nýlega tók til starfa að
Laugavegi 66 í Reykjavík.
Fyrir nokkur hóf bróðir
hans, Ingólfur, rekstur
annarrar ferðaskrifstofu,
Flugferða, í Miðbæjarmark-
aðinum, Aðalstræti 9 en
hann á það fyrirtæki ásamt
Eyþóri Heiðberg. Þeir
bræðurnir Jón og Ingólfur
eru synirGuðna Þórðarson-
ar í Sunnu.
Ferðaskrifstofan Saga,
sem hóf starfsemi í janúar
hefur alhliða söluumboð
fyrir Flugleiðir og getur því
selt flugfarseðla hvert á
land sem er. í sumar mun
skrifstofan skipuleggja
eigin ferðir til sólarlanda,
m. a. Rohdos, Korsíku
og Mallorka. Gerðir hafa
verið samningar um að-
stöðu fyrir farþega Sögu í
Puerto Andtraix, sem er
fiskimannabær skammt fyr-
ir vestan Magaluf. Þar
verður m. a. hægt að fá
gistingu i smáhýsum,
tveggja hæða með stofu og
eldhúsi á neðri hæð en allt
að þremur svefnherberjum
á þeirri efri, en svalir eru á
báðum hæðum. Einnig er
mögulegt að fá íbúðir og
hótelherbergi. Islenzkur
fararstjóri verður á staðn-
um, þaulkunnur Majorka-
ferðum.
Flugferðir opnaði um
mánaðamótin júlí - ágúst í
fyrra og var byrjað með
Amsterdamferðum viku-
lega. Jólaferð var farin með
120 manns til Tenerife á
Kanaríeyjum og verður
framhald á ferðum þangað
núna í vetur. Nú á næstunni
er ferð til Rio de Janerio, 26
daga ferð með þátttöku í
hinni heimsfrægu kjöt-
kveðjuhátíð í borginni.
Flugferðir selur í allar ferðir
Flugleiða.
8