Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 19
Skrifstofa og verksmiðjuhús Iðunnar sunnan við Nesveginn, rétt vestan við mörk Reykjavíkur og Seltjarnarness. „Ekki þið líka", segir Njáll. „Nei, það er nú öðru nær. í uppvextinum var þetta fyrirtæki fóstrað á baklóðinni hjá Thor Jensen á Fríkirkjuvegi 11. Það var Viktoría Bjarnadótt- ir, sem stofnaði Prjónastofuna Iðunni árið 1934." Faðir Njáls, Þorsteinn Guðbrandsson, gerðist síðan með- eigandi að Iðunni ásamt tveimur öðrum mönnum, þegar prjónastofan var tíu ára. Sitt af hverju var framleitt úr lopa, sem fáir sóttust eftir þá. Eftirstríðsárin voru erfið vegna hafta í innflutningi. Árið 1950 urðu þau Þorsteinn og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir eigendur prjónastofunnar. Njáll sonur þeirra byrjaði að starfa með þeim strax á náms- árum og starfsemin var til húsa að Leifsgötu 22. Þar voru aðallega prjónaðar golftreyjur og herrapeysur úr ull en Ið- unn var með þeim síðustu í sinni grein, sem fór að prjóna úr gerviefnum. Það var fremur líflegt yfir íslenzkum prjónaiðn- aði einmitt á þessum árum og á tímabili starfaði Prjónlesfé- lag íslands með aðild 10-12 prjónastofa. Nú eru það ein- vörðungu Iðunn og tvö önnur fyrirtæki, sem framleiða fyrir innanlandsmarkaðinn. Framleiðsluaukning upp úr 1960 „Innflutningurinn á garni var lengi háður leyfum", segir Njáll. „Okkur var úthlutað leyfi fyrir Suður-Ameríku eða ísrael og við vissum aldrei fyrirfram hvað við fengjum. Oft keyptum við köttinn í sekknum eins og þegar við fengum garn frá ísrael, sem var hnýtt með hnútá hálfsmetra millibili eða svo. En þetta gjörbreyttist allt á viðreisnarárunum upp úr 1960 og þá varð öflun hráefnis og tækja frjáls. Fram- leiðslan jókst stórkostlega og við áttum ekki eins í höggi við erlenda samkeppnisaðila og nú.“ Hið myndarlega verksmiðju- og skrifstofuhús Iðunnar á Skerjabraut 1, rétt vestan við mörk Reykjavíkur og Seltjarn- arness, var reist í tveim áföngum, árið 1967 og fullgert fjórum árum seinna. Annars flutti Iðunn út á Nesið þegar á árinu 1955 og var þar í húsi, sem áður hafði verið notað til íbúðar. Nú starfa hjá Iðunni 32 starfsmenn að meðaltali allt árið. Flest er á saumastofunni og mun meðalstarfsaldurinn vera um sjö ár. Eru þetta starfskraftar, sem búa víða á höfuðborgarsvæðinu, jafnt í Breiðholtinu og Kópavogi sem vestar á nesinu. Það vekur strax athygli hvað prjónastofan er vel búin tækjum og hve sjálfvirknin er mikil í þessari grein, hvernig prjónavélarnar láta tölvurnar stýra gerðum sínum og skila frá sér prjóninu hægt og bítandi með stroffi og öllu saman, þannig að aðeins virðist þurfa að skera á til að fá dúk í pils að sauma síðan saman. Það var ánið 1959 sem verksmiðjan fékkfystu sjálfvirku vélinaen fram að þeim tíma þurfti mann til að standa við hverja vél. Stöðug endurnýjun tækjakosts „Við höfum aldrei keypt notaða vél. Tækjakosturinn hefur verið í stöðugri endurnýjun og elzta vélin er nú frá 1970. Allar vélarnar eru frá sama fyrirtækinu og það teljum við ákaflega mikilvægt. Það hafa margir flaskað á því að blanda saman vélum frá ýmsum framleiðendum. Þessi samhæfing tryggir okkur mjög gott samband við framleiðendurna, góð kjör í vélakaupum og góða þjónustu. Allt er keypt fyrir milli- göngu Pfaff og hafa samskiptin við það fyrirtæki verið mjög ánægjuleg. Maður finnur að hjá erlendu vélaframleiðend- unum er borin virðing fyrir Pfaff á íslandi." Lovísa er viðskiptafræðingur að mennt. Dagleg viðskipti fyrirtækisins og skrifstofustjórn hvíla mest á hennar herð- um. Eins og Njáll segir, komust þeir þættir í fastar skorður þegar Lovísa hafði lokið menntun sinni. Þess vegnavarekki úr vegi að beina að síðustu þeirri spurningu til Lovísu, hvernig henni litist á stöðu fyrirtækisins sem stendur og hvernig horfur væru um framhaldið? „Þetta gengur af því að við eigum húsnæðið sjálf og leggjum sjálf til vinnu við stjórnunarstörf og sitthvað annað eins og t. d. pökkun. Ég vildi ekki standa í þessu, ef húsnæð- iskostnaður væri umtalsverður. Fjármagnskostnaðureraft- ur á móti gífurlegur. í svona fataframleiðslu fara 60% við- skiptanna fram síðustu fjóra mánuði ársins. Markaðurinn er erfiður og við verðum að vera sívakandi. Það varð mjög alvarlegur samdráttur hér innanlands í lok október og vonir okkar eru allar bundnar við aukinn útflutning. Við erum hóflega bjartsýn í þeim efnum. Við megum víst ekki kvarta meðan við höldum í við verðbólguna." 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.