Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 5
frjáls verzlun Sérrit um efnahags-, viðskipta- og atvinnumái. Málssvari viðskiptafrelsis. Stofnað 1939. Útgefandi Frjálst framtak hf. STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson RITSTJÓRI: Magnús Hreggviðsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir Auglýsingasími: 31661 LJÓSMYNDIR: Jens Alexandersson SKRIFSTOFUSTJÓRN: Þórunn Þórisdóttir Tímaritið er gefið út í samvinnu við Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Verslunarráð íslands. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Simar 82300 — 82302 SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstota G. Benediktssonar LITGREINING Á KÁPU: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir FRJÁLS WERZLUN er ekki ríkisstyrkt blað Minnka verður ríkisbáknið Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum að afloknum al- þingiskosningum 23. apríl s.l. var það yfirlýst meginmarkmið hennar í efnahagsmálum að ná verðbólgunni niður. Flestum var Ijóst að það var orðið höfuðnauðsyn enda verðbólgan komin vel á annað hundrað prósent — eða varorðin svipuð þvíergerist í löndum þeim er okkur hættir til að kalla ,,bananalýðveldi.‘‘ Lét ríkisstjórnin það verða sittfyrsta verk að setja löggjöf sem miðaði að því að ná veróbólgunni niður í um 40% í árslok. Þessar ráð- stafanir höfðu það íför með sér að þjóðin varð að færa verulegar fórnir sem tvímælalaust hafa orðið mörgum mjög þungbærar. Það er ekkert efamál að ríkisstjórnin naut stuðnings almenn- ings í landinu við þessar aðgerðir sínar. Skoðanakannanir hafa leítt slíkt ótvírætt í Ijós. Másegjaað skilningurá nauðsyn þessað snúa þróuninni við hafi verið ótrúlega mikill þegar þess er gætt aðáhrif óðaverðbólgunnar voru ekki komin fram í þeim mæli sem ætla mátti. Enn var nóg atvinna í landinu og enn bjó fólk við sæmileg kjör. Hrunið var hins vegar tvímælalaust á næsta leiti. Það er Ijóst að árangurinn í baráttunni við verðbólguna er mikill á árinu og hefur jafnvel farið fram úr björtustu vonum. Áhrif hjaðnandi verðbólgu hafa þó ekki komið að fullu fram enn þá og koma til þess fyrst og fremst ytri aðstæður. Þær munu einnig verða þess valdandi að baráttan á árinu 1984 verður enn haróari en ella. Það var gífurlegt áfall þegar vitnaðist að ekki yrði mögu- legt að veiða nema 230 þúsund lestir af þorski á næsta ári og áhrif þess munu víða koma fram. En það er nauðsynlegt, hvaö sem það kostar, að missa ekki út úr höndunum þann ávinning sem þegar hefur náðst í verð- bólgubaráttunni. Þessi árangur þarf að verða varanlegur, því ella er hann lítils eóa einskis virði. Ljóst er að á sumum sviðum, eins og t.d. í skerðingu kaupmáttar verður ekki gengið lengra en þegar hefur verið gert, og því þarf að fara aðrar og nýjar leiðir til að gera árangurinn viðvarandi. Ein af þeim leiðum er að draga úr kostnaði við rekstur ,,ríkisbáknsins". Þar lofaði ríkisstjórnin einnig frumkvæði, en árangurinn hefur orðið mun minni á því sviði en í verðbólgubaráttunni, enda virðist báknið í a.m.k. sum- um tilfellum gætt eiginleikum drekanna ógurlegu úr ævintýrun- um — að þegar eitt höfuð er höggvið af þá vaxa tvö ný í staðinn. I 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.