Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 16
Hvaða áhrif hefur minni þorskafli? Þorskaflinn árið 1982 var um 382 þús. tonn og áætlað er að hann verði um 290 þús. tonn í ár. Þetta er samdráttur upp á 70 þús. tonn eða um 24%. Afla- markið á næsta ári er sett við 220 þús. tonn eða 60 þús. tonn- um minna en í ár, en þetta er um 25% minnkun afla. Stefnt er að því að bæta upp minnkandi þorskafla með auk- inni sókn í aðrar tegundir, en vit- að er að það er erfiðleikum bundið. auk þess sem hvert tonn af skrapfiski (ufsa, karfa, löngu, keilu o.s.frv.) er helmingi verð- minna en af þorski. En hvaða áhrif hefur þessi samdráttur í þorskafla á afkomu okkar á næsta ári? Þjóðhagsstofnun telur að þessi minnkun þorskafla, geti valdið 3,5 — 4% samdrætti þjóðarframleiðslu. Jafnframt munu viðskiptajöfnuður við út- lönd versna um 1400 — 1900 millj.kr. Talið er að atvinnuleysi kunni að aukast og nema um 2 — 2,1% af heildarmannaafla, allnokkuð á okkar mælikvarða en lítið miðað við önnur Evrópu- lónd. Rétt er að vekja athygli á, að árið 1984 verður því þriðja árið í röð. sem einkennist af aflasam- drætti, minnkandi útflutnings- framleiðslu. lægri þjóðarfram- leiðslu og minnkandi kaupmætti launa. Því mun reyna mjög á þolrifin í hagsmunaaðilum og landslýð öllum á næsta ári. Spá um efnahagsfram- vindu í iðnríkjunum Eins og kunnugt er hefur efna- hagslífið í Bandaríkjunum náð miklum bata á þessu ári. Hag- vöxtur hefur verið mikill og at- vinnuleysi farið hraðminnkandi, samfara þessu hefur verðbólgan lækkað mjög. Því er sþáð á næsta ári að hagvöxtur verði á bilinu 4.5—5.2%. Áætlað er að verðbólgan verði 4—5%. Einn skuggi er þó á þessum efna- hagssþám öllum saman. að fyrir- sjáanlega verður hallinn á fjár- lögum um 180 milljarðir US$ á því fjárhagsári sem nú stendur yfir. Ennfremur er því spáð að hallinn fari upp í allt aö 200 mill- jörðum US$ á fjárhagsárinu 1984—1985. Þýskaland: Því er spáð að hagvöxtur í Þýskalandi á næsta ári veröi á Ekki að sjá samdrátt í iðnaði Nú er hagsveifluvog iðnaðar fyrir 3. ársfjórðung 1983 nýlega komin út. Það er sérstaklega forvitnilegt nú um stundir að fá slíkar upplýsingar sem í hagsveifluvoginni eru, því annars er lítið af svo nýjar heildarupplýsingar úr efnahagslífinu og atvinnustarfseminni að hafa. Margir óttuðust það síðastiiðið sumar, að iðnaður og þjón- usta þyldu ekki þann samdrátt, sem varð í kaupmætti launa samfara efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Svo virðist sem ekki sé ástæða til að óttast neinn verulegan samdrátt í iðnaði vegna minnk- andi kaupmáttar, en auðvitað eru vissar greinar viðkvæmari fyrir tekjusamdrætti en aðrar, svo sem húsgagnaiðnaðurinn. En hverjar eru helstar niður- stöður hagsveifluvogarinnar á 3ja ársfjórðungi 1983? 1. Framleiðslan varð nokkru meiri á 3ja ársfjórðungi í ár held- ur en á sama tíma í fyrra. 2. Nokkur aukning varð í sölu aimennra iðnaðarvara milli 3ja ársfjórðungs 1 982 og 1983. 3. Því er spáö, að framleiðsla á 4ja ársfjórðungi 1983 muni verða svipuð og á sama tíma í fyrra, en lítillegri minnkun er spáð í sölu og starfsmannahaldi. Mjög mismunandi er hvernig niðurstöðurnar eru í einstökum iðngreinum. í grófum dráttum má segja, að nokkuð vel gangi hjá þeim iðngreinum, sem framleiða vörur til hins daglega brúks, s.s. brauð. kökur. kaffi, smjörlíki. sáþa og hreinlætisvörur og pappírsvöruiónaðurinn. Sam- dráttar gætir hins vegar í þeim greinum, sem eru í stærri hlutum s.s. járn- og málmsmíði, trjá- vöruiðnaði og veiðarfærafram- leiðslu. Mikil aukning er bæði í ál- og kísiljárnf ramleióslu. framhald á bls. 99 bilinu 2,5—3%. Verðbólgan er áætluð verða 2,9—3,5% og jafn- framt er því spáð, að útflutningur aukist í raun um 3,5%. Bretland: Mikill fjöldi af hagspám er gefinn út seinustu mánuði hvers árs í Bretlandi. Reynt hefur verið að vega þessar hagspár saman og kemur þá út að meðaltalsspá um hagvöxt á næsta ári er um 2,5%, spáð er 5,7% verðbólgu og óbreyttu atvinnuleysi eða um 3.0 millj. manna. Ríkissjóður Bretlands spáir hins vegar að hagvöxtur verði um 3% og verðbólga ekki nema 4.5%. Þessi spá er nokkuð bjart- sýn. en auðvitað verður að leggja meiri trúnað á slíka opinbera spá en aðrar. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.