Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 99

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 99
þau nemi nálægt helmingi af útsöluverði. Georg Ámundason Hjá Georg Ámundasyni fæst bílasími af gerðinni Ericsson C-604, en þetta er sænsk framleiðsla. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu kostar slíkt tæki tæpar 115 þúsund krónur, en kostnaður við ísetn- ingu er nálægt 2000 krónum. ,,Við erum búnir að selja þó nokkuð af þessum tækjum," sagði Georg Ámundason í samtali við blaðið. ,,Helstu kaupendur hafa veriö verktak- ar, sölumenn og langferðabíl- stjórar, menn sem þurfa á því að halda að hægt sé að ná vió þá sambandi hvar og hvenær sem er. Það er augljóslega mikil hagræðing að því aó geta komist inn á símakerfið hvar sem er á landinu fyrir aðila sem eru mikið á ferðinni, fyrir utan öryggió sem það skapar. Þetta samband er mun betra en venjulegt talstöðvarsamband.“ „Annars er Póstur og sími stærsti einstaki notandinn til þessa. Auk þess höfum vió selt um 300 hliðstæð tæki til Landsvirkjunar og Rarik sem eru með sín eigin bílasíma- tæki.“ „Vonandi verða aðflutnings- gjöld af tækjunum lækkuð hió fyrsta, svo fleiri geti átt kost á að nota þau. Eins og stendur er það ekki á færi nema örfárra stórra aðila.“ Heimilisttæki sf Það er AP-bílasíminn sem Heimilistæki bjóða frá AP-- verksmiðjunum í Danmörku, en þærtilheyra Philips-keðjunni. ,,Ég held aó það sé sáralítill munur á bílasímum yfirleitt en vió hreykjum okkur af því að AP-tækið er mjög fyrirferöarlít- ið og hægt aö koma því fyrir næstum hvar sem er í mæla- borðinu,“ sagði Þóróur Guð- mundsson, hjá Heimilistækj- um. Hann kvað verð tækjanna vera um 105 þúsund krónur, en kostnaður við ísetningu fer eftir bíltegundum. ,,Við erum búnir að selja mikið af bílasímum og áhuginn er alltaf að glæðast því menn eru farnir að átta sig betur á notagildi þessara tækja. Það eru menn úr öllum starfsstétt- um sem hafa keypt tækin, menn sem þurfa virkilega á þeim að halda. Þetta er ekki og verður aldrei neitt leiktæki, jafnvel þótt verð lækki og notkun veröi almennari.“ Það er augljóslega mikill hagnaður af notkun bílasíma fyrir ýmsa aðila. Ég get nefnt sem dæmi vinnuvéla verktaka, sem annast þarf viðhald á vél- um sínum út um allan bæ. Meó bílasíma er hægt að ná sam- bandi við hann hvar og hvenær sem er. Annað dæmi er af lækni úti á landi sem hefur gíf- urlega stórt hérað að sinna. Það léttir honum aó sjálfsögðu störfin viö útköll að þurfa ekki alltaf að hlaupa heima á milli til að athuga hvað sé næst á lista. Nú svo eru þessi tæki komin í marga lögreglubíla, sjúkrabíla og slökkviliðsbíla út um allt land. Þá eru þau notuó á þeim stöðum þar sem talstöóvar samband næst ekki. Notkunin er því tvíþætt, annars vegar beinir atvinnuhagsmunir, og hins vegar sem öryggistæki." „Þessi þróun fer hægt hér á landi, en ég er sannfærður um aö bílasímareru það sem koma skal. Þeir munu í framtíðinni geta leyst talstöðvarnar af hólmi. Því miður sjáum við ekki fram á neina verðlækkun í nánustu framtíð. Hins vegar finnst mér að t.d. þeir sem búa afskekkt og geta ekki fengið venjulegar símalínur lagðar til sín, ættu hiklaust að fá niður- felld aðflutningsgjöld af tðekj- um sem þessum, því þar er um mikið öryggisatriói að ræða.“ Ekki að sjá — framhald af bls. 16 Hefðbundin fataframleiðsla dregst saman, en ullarvöruiðn- aðurinn eykst, enda allur fluttur út. Það verður sérstaklega fróð- legt að fylgjast með gangi iðnað- ar á næstu mánuðum, þar sem nú er hætta á atvinnubresti í sjávarútveg, og því sérstök nauðsyn á að skapa ný atvinnu- tækifæri, svo ekki komi til stór- fells atvinnuleysis út um byggðir landsins á næstu misserum. Mikilvægi - framhald af bls. 65 fyrirtækjum þar sem mannafli er til úrvinnslu gagnanna. í smærri fyrirtækjum borga slík próf sig varla þar sem mikill tími fer í úrvinnslu gagna og í aó meta þau. Þó er í ýmsum starfsgreinum nauðsynlegt aó hafa líkamspróf og hugsanlega verkleg próf. Það fer mikið eftir stærð fyrirtækisins hversu nákvæm- lega er hægt að fara út í hina ýmsu hluti ráðningarinnar. í litlum fyrirtækjum gefst oft ekki tími til aó fara nákvæmlega út í hina ýmsu þætti ráðningarinn- ar, en í stórum fyrirtækjum með starfsliði til þess arna, er hægt aó vanda mun meira til ráðn- ingarinnar. Tilgangurinn með öllum þessum viðtölum, prófum og umsóknum er fyrst og fremst sá, að koma í veg fyrir óþarfa áhættu fyrirtækisins á ráón- ingu óhæfra starfskrafta. Slíkt getur kostað mikil vandamál og fjármuni þegar til lengdar lætur. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.