Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 31
andi 1982 ilómstra listans í það 15. Sömu sögu er að segja af bönkum og spari- sjóöum landsins, gríóarleg veltuaukning, og ekki óeðlilegt að menn minnist púkans á fjósbitanum í þessu samhengi. SÍS, kaupfélögin og hin ýmsu hlutafélög og fyrirtæki samvinnumanna, skipa stóran sess á listanum yfir 150 STÆRSTU FYRIRTÆKIN í ár sem endranær. Alls 24 sam- vinnufyrirtæki eru á listanum og eru þau í nær öllum greinum þjóðlífsins. Fjöldi þeirra segir þó ekki nema litla sögu. í hópi þessara samvinnufyrirtækja eru mörg stærstu fyrirtækin, eins og sjá má af listanum. Einkafyrirtækin, hlutafélög að meirihluta í eigu einstaklinga og önnur einkafyrirtæki eru samkvæmt lauslegri flokkun, sem oft á tíðum getur orkað tvímælis, 55 talsins. Ríkisfyrir- tæki á listanum eru 17, en 4 bæjarfyrirtæki. Hin hefðbundnu iðnfyrirtæki skipa ekki stóran sess á þess- um lista okkar fremur en fyrr. Þess ber þó að geta að mörg þeirra sýna umtalsverða veltu- aukningu, en önnur virðast hreinlega horfin af listanum. Við látum tölurnar tala sínu máli um þetta átakaár í ís- lensku efnahags og þjóðlífi. Þær munu segja skýrast þá sögu. Til skýríngar Fyrirtækjum á lista Frjálsrar verzlunar um 150 stærstu ís- lensku fyrirtækin hefur undan- farin þrjú ár verið raðað eftir veltu þeirra. Svo er einnig nú, þegar raðað erfyrirtækjum árið 1982. Þeirri reglu hefur verið fylgt að telja veltu fyrirtækja brúttó- tekjur þeirra, þ.e. heildartekjur áður en nokkur kostnaður eða umboðslaun eru dregin frá. Að sjálfsögðu er þarna um mis- munandi stofntölur að ræða, allt eftir því hvers eólis rekstur- inn er. Hér er fylgt þeirri reglu, sem notuð er við geró sambæri- legra lista hjá viðskiptatímarit- um víða erlendis. Öllum má vera Ijóst aö hér er ekki um neinn ,,stóra-sannleik“ að ræða, hvaó þá endanlegan dóm yfir fyrirtækjum, afkomu þeirra eöa stjórnendum. Hérer einkum um aó ræóa gagnlegar upplýsingar, sem gefa býsna mikinn fróðleik, séu þær lesnar í réttu samhengi. Höfundar þessa lista vilja einnig fullyrða, aö samanburð- ur á fyrirtækjum milli ára, tveggja ára eða fleiri, mun gefa ómetanlega mynd af þróun ís- lensks atvinnulífs í framtíöinni. í öörum talnadálki listans yfir stærstu fyrirtækin, kemur fram hlutfallsleg breyting á veltu fyrirtækjanna frá 1981 til 1982. Eins og áður sagði er um að ræða mismunandi stofntölur, þegar rætt er um veltu ein- stakra fyrirtækja. Varóandi venjuleg verslunar og iðnfyrirtæki þarf ekki að fara fleiri orðum. Kaupfélög fylla í rauninni sama flokkinn, þó eru þau með margháttaðan at- vinnurekstur annan, sem leggst ofan á veltu þeirra. Má þar nefna sláturhúsarekstur, útgerð og fiskvinnslu. Útgerðarfyrirtæki og fyrir- tæki, sem stunda fiskvinnslu eru oft nokkuð blönduð í rekstri. Sum fyrirtækin stunda bæði útgerð og fiskvinnslu. í þeim tilfellum hefur aflaverö- mæti skipanna verið lagt við framleiösluverðmæti afurð- anna í fiskvinnslunni. Velta sparisjóða og banka er talin brúttó vaxtatekjur auk verðbóta þeirra. Tryggingarfé- lög eru reiknuó eftir bókfæró- um iðgjöldum ársins. í báðum þessum tilvikum eru notaóar sambærilegar tölur, þannig að upplýsingar eru sambærilegar. Fyrirtæki sem standa í út- flutningi, einkum sjávarafuróa, eru talin hafa þá veltu, sem nemur útflutningsverðmæti þeirra afurða, sem þau hafa flutt út á vegum umbjóðenda sinna. Á listanum yfir stærstu fyrir- tæki landsins, sem hér birtist í Frjálsri verzlun, tákna tölurnar í svigum stöðu fyrirtækjanna á síðasta lista Frjálsrar verzlun- ar, sem birtist fyrir ári. Slysatryggðar vinnuvikur eru hugtak, sem almannatrygging- ar hafa látið í té, og með því að deila með 52 vikum ársins í tryggðar vinnuvikur fæst meðalmannahald viðkomandi fyrirtækja. Heildarlaun fyrir- tækja eru gefin upp í milljónum króna og meðallaun starfs- manna í þúsundum króna. Hið síðast nefnda er fundið með því að deila með starfsmanna- fjölda upp í heildarlauna- greiðslur. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.