Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 57
„Almennt séö, þá er gott útlit í
þessum málum fyrir sumarið og
búast má viö aö um verulega
fjölgun feröamanna hingað til
lands veröi að ræða á þessu ári,
en hversu mikil aukningin veröur,
er erfitt um aö segja,“ sagöi Birgir
Þorgilsson.
Hjá Ferðaskrifstofu rikisins
fengust ennfremur þær upplýs-
ingar aö útlitið i feröum erlendra
ferðamanna hingaö til lands væri
mjög gott.
Gerum ráð fyrir lítilsháttar
aukningu
„I okkar áætlunum gerum viö
ráö fyrir lítilsháttar aukningu,
kannski 3—4% aukningu í ferö-
um Islendinga til útlanda i sumar.
Við erum húnir að vera á markað-
inum í rúman hálfan mánuö og
okkur virðast viöhrögðin vera
eins og viö var búist og þaö hefur
ekkert þaö komiö fram sem
breytir þeirri skoðun,“ sagöi Karl
Sigurhjartarson, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals í
samtali viö blaðið.
„Ég hef þaö á tilfinningunni aö
þaö sé ekkert stðrkostlegt aö
gerast," sagöi Karl, þegar hann
var spurður um þaö, hvort rifandi
sala væri á sumarleyfisferðum til
útlanda, en slikt hefur veriö fullyrt,
m.a. í auglýsingum i fjölmiölum.
„Viö miöum viö mjög gott ár i fyrra
og okkur viröast viöbrögö fólks
nú ekki vera síöri en þá,en þaö
þarf dálitið mikið að gerast til
þess aö stórkostleg aukning
veröi tvö ár i röö. Þess vegna
hygg ég að þetta ár veröi gott og
ivið betra en siðasta ár, en þaö
veröur engin stórkostleg aukning
á ferðum frá i fyrra,“ sagöi Karl.
Árið 1984 hámarksár í
ferðalögum til útlanda
Aöspuröur um aukninguna á
milli áranna 1983 og 1984, sagöi
Karl aö hún heföi verið nálægt
8%, sem þætti mjög gott, en þaö
bæri þó aö taka fram aö árið 1983
heföi verið afspyrnulélegt. Hins
vegar mætti kalla árið 1984 „há-
marksár", en þá voru ferðir ís-
lendinga til útlanda um 1 —2%
fleiri en áöur haföi þekkst. Hins
vegar heföi meðalaukning feröa
síöastliöin 10 ár veriö 2—4% á
ári. Ef hins vegar breytingin á milli
áranna 1982 og 1984 væri tekin,
þá væri hún um 1 —2% i plús, en
heföi átt að verða 6—8%, miðað
viö meðaltalsaukningu áranna á
undan.
„En ég á von á áframhaldandi
aukningu í ár og byggist sú spá á
þvi aö hér hrynji ekki allt i þjóöfé-
laginu. Nú um þessar mundir er
veruleg hreyfing i bókunum og viö
erum meö verulega fleiri bókanir
en á sama tíma i fyrra, en ef maö-
ur vill vera alveg hreinskilinn, þá
er það ekki alveg aö marka, því
viö fórum fyrr af staö meö auglýs-
ingar i ár og þar með koma bók-
anirnar fyrr inn,“ sagöi Karl Sig-
urhjartarson.
Uppselt í fjölda ferða
Hjá Samvinnuferðum-Landsýn
fengust þær upplýsingar að útlit
væri fyrir mjög gott ár. „Ég held aö
Heitur matur í hádegi
Úrval af smurbrauði
Kaffiveitingar
Rétta verðið og gæðin
Vinsamlegast athugið! Pantanir á smurbrauði
séu gerðar fyrir hádegi, ef pantað er fyrir hópa
Opið alla virka daga
frá kl. 8 — 18
INGÓLFSBRUNNUR
Verslanamiðstöóin Miðbæjarmarkaður
Aðalstræti 9 - Sími 13620
57