Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 70
ar i þau fyrirtæki sem hafa veriö
meö skráningu, bjóöa nýja og
taka niður breytingar ef einhverj-
ar eru. Einnig er öörum fyrirtækj-
um boöin skráning. Eins og áöur
sagöi eru allar breytingar settar
beint inn á tölvuna en áöur fóru
þær í prentsmiðjuna. Áöur en
tölvan kom inn i þetta voru þvi
mun fleiri milliliðir og meiri hætta
á mistökum. Sala skráninganna
tekur um tvo og hálfan mánuö.
Talsverö
aukning
ásölu
bókarinnar
á erlenda
markaði
Sölufólk fer einnig á stærri stað-
ina úti á landi, en á þá minni er
hringt. Þegar búiö er aö leiörétta
allt á tölvuna er allt keyrt út og
tekur þá upplimingin viö. Sú „lay-
out“ vinna tekur um einn og hálf-
an mánuð. Filmuvinna, prentun
og bókbandsvinna tekur annan
mánuö. Bókin i ár er 1.175 blaö-
siöur að þykkt og bætist viö hana
á hverju ári.“
Mikið hringtíokkur
„Mikiö er um aö fólk hringi i
okkur og spyrji hver sé meö um-
boö fyrir hina og þessa vöru eöa
t.d. hver selji gólfflisar. Það er
alltaf gott aö geta bent á fyrirtæki
sem eru meö skráningu i bók-
inni.“
— Hvaö kostar skráning i bók-
inni?
„Skráning i bokinni sem er einn
dálkur kostar 3.950 krónur. Þaö
er ekki há uphæð, þvi hverjum
dálki fylgir ein bók ókeypis. Bókin
kostar i lausasölu 1.960 krónur.
Skráning er þvi ekki dýr miöaö viö
aö þetta er heils árs auglýsing.
Eingöngu þau fyrirtæki sem
kaupa skráningu i bókinni eru í
vöru- þjónustu- og umboðs-
skránni. Mikil vinna var lögö i aö
finna nafnnúmer hjá fyrirtækjun-
um þvi ekkert getur fariö inn i
tölvuna án þess aö hafa nafn-
númer. Þaö er út af tölvukeyrsl-
unni. Hvert fyrirtæki sem kaupir
einn dálk i bókinni getur fengiö
næsta dálk á helmings afslætti.
Honum fylgir önnur bók. I Islensk-
um fyrirtækjum eru skráö allflest
starfandi fyrirtæki á landinu.
Stööugt fleiri aöilar kaupa bók-
ina erlendis frá og unniö er að þvi
aö koma íslenskum fyrirtækjum á
helstu bókasöfn erlendis, versl-
unarráö og útflutningsmiöstööv-
ar. Bókin er seld i lausasölu hjá
fyrirtæki okkar, einnig er hringt í
fyrirtæki og þeim boðin hún til
kaups.“
Aö lokum sagöi Erla Einars-
dóttir aö nýstofnað fyrirtæki geti
haft samband við Islensk fyrir-
tæki i sima 82300 og fengið
skráð i bókina nafn fyrirtækis,
heimili, sima og nafnnúmer þeim
aö kostnaðarlausu.
Góð ryðvörn
tryggir endingu og endursölu
og eykur öryggi ykkar
í umferðinni.
Athugið að láta endurryðverja
bifreiðina á 18 mánaða fresti.
6 ARA
RYÐVARNAR
ÁBYRGÐ
BILARYÐVORNhf
Skeifunni 17
s 81390
70