Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 72

Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 72
í NÝJUM STÖÐUM Starfsmenn álversins eru í 10 verkalýðsfélögum — Rætt við Jakob R. Möller nýráðinn starfsmannastjdra Texti: Þorgrímur Þráinsson. Starfsmannastjóm hjá ÍSAL hlýtur aö vera veigamikiö starf því hjá fyrirtækinu vinna um sex hundruö manns. Yfirmaöur starfsmannahalds heitir Jakob R. Möller og tók hann við starfi starfsmannastjóra 1. janúar 1985. Jakob er 44 ára gamall, lögfræöingur aö mennt. Hjá ÍSAL hefur hann unnið síöan 1970 og veriö ráöunautur framkvæmdastjórnar sem m.a. fólst í aö sjá um samskiptamál starfsmanna viö verkalýösfélög- in. Staða starfsmannastjóra hjá ÍSAL hefur ekki verið fyllt síðan 1973 en Jakob gegndi þó aö hluta til því starfi ásamt ýmsu öðru. Um sitt nýja starf sagöi Jakob. „Ég er yfir starfsmannahaldi sem sér um launagreiðslu og alla pappirsvinnu i sambandi viö starfsmenn. Einnig er í minum verkahring aö sjáum samskipta- mál viö starfsmenn og verkalýðs- félög, samningagerð og túlkun samninga. Hjá ÍSAL eru starfandi samstarfsnefndir I hverri deild og kemur þaö i minn hlut aö fylgjast meö þvi aö þær nefndir starfi eins og þær eiga aö gera og aö sam- starfsstefnu innan fyrirtækisins sé fylgt. Allar ráöningar heyra undir starf starfsmannastjóra svo og annað em viövikur starfs- mönnum. Ég fylgist meö hvort starfsmenn eru hæfir. Meðalstarfsaldur 11 ár — Er mikið framboö á mönn- um? „Já framboð er mjög mikiö. Stööugleikinn á starfsmönnum hjá okkur er mjög mikill og er starfsaldurinn aö veröa 11 ár. Akaflega lítið er þvi um hreyfing- ar. Fyrirtækiö er búiö aö fá á sig gott orö um aö hér sé gott aö vinna og kaupið er gott. Eftirspurn eftir störfum hér er þvi mikil en hins vegar eru nýráðningar i föst störf ákaflega fáar. Starfsmönn- um fer reynar hlutfallslega fækk- andi eftir því sem verksmiöjan tekur á sig meiri nútima svip. Ýmsar tækniþreytingar hafa nefnilega oröiö á undanförnum árum." — Eru starfsmenn álversins á sérkjarasamningi? „Starfsmennirnir hér eru i 10 verkalýðsfélögum og viö þau gerðum viö einn samning. Þaö er stefnumotandi um samskipti fyr- irtækis og verkalýðsfélaga þar sem mörg verkalýösfélög eru á sama vinnustaö." — Eru allir starfsmenn tryggöir? „í almenna kjarasamningum er, eins og í öllum samningum, ákvæöi um slysatryggingar. Það er aö vísu búiö aö vera lengur hjá okkur en á vinnumarkaönum al- mennt. Upphæðirnar eru sömu- 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.