Frjáls verslun - 01.02.1985, Qupperneq 78
Viðmiðun við SDR hentar
betur en ECU hér
í allri umræöu um efnahags-
mál ber æ meir á orötökunum
SDR og ECU. Fæstir skilja þess-
ar skammstafanir, og því skal
reynt hér að gera þessu máli
nokkurskil.
SDR — Sérstök
dráttarréttindi
Skammstöfunin SDR stendur
fyrir „Special drawing rights“
eöa sérstök dráttarréttindi Al-
þjóðagjaldeyrissjóösins. Sjóð-
urinn veitir aðildarlöndum sín-
um heimild til ákveöinnar lán-
töku í formi dráttarréttinda og
eru allar upphæðir þessara
lánamöguleika reiknaöar út frá
ákveðinni gjaldeyrissamsetn-
ingu, sem búin var til í þessu
skyni og kallaö SDR. Oft er talaö
um myntkörfu í þessu sam-
bandi, og er SDR-myntkarfan
samsett úr dollurum, yenum,
þýskum mörkum, frönskum
frönkum og pundum, en þetta er
helstu gjaldmiðlarnir í alþjóða-
viöskiptum. Samsetningin á
SDRer nú þessi:1)
Hlutfall i %
USD 56.60
GBD 8.04
FFr 7.52
DEM 14.29
JPY 13.56
1) M.v. gengi 22.02.85.
SDR er ávallt reiknað sem
verðgildi í dollurum og er nú
1SDR jafngildi 0.96 US$ eða
40.27 ísl. kr. Verögildi á SDR
hefur breyst mjög í tímans rás,
samfara þeim miklu breyting-
um, sem orðið hafa innbyrðis á
gengi gjaldmiölanna í SDR.
Dæmi um þetta má nefna, að í
ársbyrjun 1981, þegar núverandi
samsetning á SDR var tekin upp,
þá samsvaraði 1SDR aðeins
0.79 US$.
ECU — Evrópskar
gjaldeyriseiningar
í mars 1979 stofnuðu Efna-
hagsbandalagslöndin meö sér
„European Monetary System"
(EMS), sem tryggja átti nánari
efnahags- og fjármálalega sam-
vinnu milli aðildarþjóðanna.
Samhliöa komu þjóðirnar upp
sérstakri reikningseiningu, sem
nefnd var European Currency
Unit (ECU) og sem nota á sem
reikningseiningu innan EMS-
kerfisins. Samsetning á ECU fer
þannig fram, að ákveðin er föst
upphæð í gjaldmiðli hverrar
aöildarþjóöar aö EMS út frá
hlutfallslegri þjóðarframleiöslu
og magni viðskipta hverrar
þjóðar utan og innan banda-
lagssvæðisins. Síöan er þessum
föstu upphæðum breytt i doll-
aratölur, þannig að hvert ECU er
ætíö sýnt í dollurum.
Það hefur veriö mjög viðburð-
arríkt á erlendum gjaldeyris-
mörkuðum undanfarnar vikur,
enda hafa viðskiptin verið
óvenju lífleg. Enn sem fyrr er
eftirspurn eftir dollurum geysi-
mikil og tiltrú manna á dollar
eykst frekar en hitt. Um miðjan
febrúar sl. lýsti Reagan forseti
því yfir, að Bandaríkjastjórn ætli
sér ekki að hafa áhrif á gengi
Hlutfallslegt væri Efnahags-
bandalagsgjaldmiölanna í ECU
ernú þetta:1)
DM 37.1
HFL 11.3
£ 14.4
F.Fr. 16.9
Líra 7.9
B.Fr. 8.4
F.Lux 8.4
D.Kr. 2.7
Ir. £ 1.3
1) M.v. gengi 28.02.85. 100%
Gengi á 1 ECU er nú 0.67 US$
eða 28.16 ísl. kr.
Stundum hefur því veriö
hreyft, að frekar eigi að nota
gengistryggingu með ECU en
með SDR. Á því er sá stóri van-
kantur, að samsetningin á ECU
endurspeglar aöstæöur, sem
eru ísl. efnahagslífi á flestan
hátt óviðkomandi og hentar því
ECU ekki alskostar til slíkrar
viðmiðunar hér á landi.
dollarans. Jafnframt hafa fjár-
málamenn þá trú, að efnahags-
lífið í Bandaríkjunum muni halda
áfram að blómstra á þessu ári.
Bæði þessi atriöi hafa oröið til
þess seinustu vikur, að gengi
dollarans hefur hækkað meir en
nokkru sinni fyrr gagnvart
öðrum gjaldmiðlum. Frá ára-
mótum síðustu hefur dollarinn
hækkað milli 7 og 10% gagn-
Viðburðarríkt á
gjaldeyrismörkuðum
78