Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 79

Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 79
vart Evrópumyntum og um 4% gagnvart japanska yeninu. Fróölegt er að athuga hækkun dollarans yfir lengra tímabil t.d. frá ársbyrjun 1984 til loka febrúarmánaöar. Hækkun doll- arans á þessum tæpu 14 mán- uöum er 26% gagnvart þýska markinu, 37% á móti enska pundinu, 34% gagnvart svissneska frankanum, en 13% miöaö viö japanska yeniö. Til samanburöar hefur dollarinn hækkaö gagnvart ísl. krónunni umtæplega 48%. Hátt gegni á dollurum veldur erfiöleikum Órói á erlendum gjaldeyris- mörkuöum og vaxandi óvissa um gengi gjaldmiðla veldur eöli- lega miklum erfiöleikum í al- þjóöaviöskiptum. Þessa gætir eðlilega mjög hér á landi, þar sem utanríkisvipskipti eru okkur mikilvægari en flestum þjóöum. En þaö orsakar sérstaka erfiö- leika, aö erlendar skuldir þjóö- arbúsins eru aö mestum hluta í dollurum og veldur þaö atvinnu- vegunum miklum erfiöleikum. Á þaö hefur veriö bent, aö heppi- legra sé, hvort sem um opinbera eöa einkaaöila er aö ræöa, aö dreifa gengisáhættunni sem allra mest, meö því aö taka er- lendu lánin í sem flestum mynt- um. Dæmi um slíkar lántökur eru lán í SDR-einingum, sem er samsett úr helstu viöskipta- gjaldmiðlum heimsviöskipt- anna. Lán í SDR eru mikið notuö hér á landi og má nefna, aö afurðalán bankakerfisins, en þau nema tæpum 6 milljöröum króna, eru í SDR, svo og lang mest af þeim milijörðum króna, sem Fiskveiöasjóöur hefur lán- að. Bandaríkjadalurinn vegur þyngst í SDR-einingunni og hefur SDR því hækkað verulega umfram aöra gjaldmiðla. Þetta hefur leitt til nokkurrar óánægju þeirra, sem tekið hafa SDR-lán. Hér er þess aö geta, aö um 80% af öllum fiskútflutningi íslend- inga er í dollurum og rúmur helmingur af öllum iönaðarvöru- útflutningi, en dollaravægið í SDR er þó aðeins 56%. Þegar óvissan um innbyrðis gengi erlendra gjaldmiöla er eins mikil og veriö hefur á sein- ustu árum, er þaö mjög brýnt, aö þeir aöilar, sem tekiö hafa er- lend lán gæti vel aö sér og leitist viö aö draga úr áhættu vegna gengismismunar. Þetta er m.a. hægt aö gera meö því aö taka erlendu lánin í mörgum myntum eins og áður er sagt, e.t.v. í sama hlutfalli og útflutnings- tekjurnar skila sér. Sjálfsagt er Það er samdóma álit manna sem fylgjast með efnahagslíf- inu, að staöa bankanna sé óvenju erfiö þessa dagana. Ekki er svo aö skilja, aö úr háum söðli sé aö detta, ööru nær, þar sem vandræöi bankanna hafa nú staðiö yfir allt síöan 1982. Bein útlán bankanna jukust um 48% á seinustu 12 mánuö- um, en innián aöeins um rúm 36%. Lausafjárstaöan er nei- kvæö í lok janúar sl. um 2.600 m.kr. og margir bankar komnir á hættumörk meö yfirdrátt hjá Seölabankanum. Yfirdráttur viöskiptabankanna ásamt sér- stakri fyrirgreiöslu vegna lausa- fjárvanda við Seðlabankann nemur nú um 3.200 m.kr. Endur- kaupanleg lán og veröbréf bankanna við Seölabankann eru um 6.600 m.kr. og erlent lánsfé um 1.000 m.kr. Heildar útlán allra innlánsstofnana þann 31. janúar sl. námu tæpum 30.000 m.kr. Þannig aö fé úr Seðla- bankanum nemur réttum þriðj- ungi af heildar úttekt bankanna þessa stundina. Þeir sem kynnt hafa sér ís- þó happadrýgst að fá óhag- stæöum lánum — í dag dollara- lánum — breytt í lán t.d. í ensk- um pundum eöa þýskum mörk- um. Flestum lántakendum stendur til boöa — a.m.k. tvisvar á ári — aö breyta um mynt á þeim lán- um, sem þeir eru meö. Þaö vek- ur því furöu, þegar horft er til þess, hve dollarinn hefur hækk- að langt umfram aöra gjald- miöla, að þessi möguleiki á lán- breytingu er sáralítiö notaður aö sögn viöskiptabankanna. lenska bankakerfið telja að vandinn sé tvíþættur: Annars vegarer þaö innbyggöur vandi i peningakerfinu sjálfu, og hins vegar pólitíska kerfiö, eða pólitísk áhrif innan bankakerfis- ins. Vandinn í peningakerfinu lýsir sér m.a. í miklum óstööug- leika, smæö og fjölda banka- stofnana, í útlána-kapphlaupi milli banka og hversu bankar láta illa aö stjórn peningamála. Pólitíski vandinn kemur fram í beinum og óbeinum pólitískum afskiptum af stjórn ríkisbank- anna þriggja (Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn), sem ætíö hlýtur aö hafa neikvæö áhrif á viöskipta- stofnanir eins og bankar eru. Viöskiptabankarnir bera því viö, aö orsaka vandans hjá þeim sé fyrst og fremst aö leita í erfiöri stöðu atvinnuveganna og miklum vanskilum einstaklinga. Þessu er ekki aö neita, en þarna er varla að leita ástæöanna fyrir hinum djúpstæöa vanda í ís- lensku bankakerfi, sem nú er við að glima og stuöiö hefur í mörg ár. Háskaleg staða viðskiptabankanna 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.