Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 23
Talsvert af tíma Gunnars fer í félagsmál. Hann á sæti í framkvæmdastjórn Verslunarráös Islands og framkvæmda- stjórn Krabbameinssfélags íslands. Hér er hann á fundi í fjármálaráði Krabbameinsfélagsins þar sem hann gegnir formennsku. Á myndinni eru talið frá vinstri: Hjörtur Hjartarson forstjóri, Halldóra Thoroddsen, dr. Snorri Ingimars- son, Gunnar, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Svala Eggertsdóttir. Halldóra, Snorri og Svala eru starfsmenn Krabbameinsfélagsins. skilja að ávöxtunarkrafan í hverju landi fyrir sig þarf að vera töluverð." Markaðshlutdeild — Þið hafið það markmið að vaxa með þróun tölvuiðnaðarins. Hefur vöxtur ykkar nægt til þess að halda markaðshlutdeild hér á landi? „Við ræðum aldrei um ákveðna markaðshlutdeild vegna þess hve erfitt er að meta hana. Hér á landi eru innflutningsskýrslur t.d. það ófullkomnar að margar ólíkar vélar eru á sama tollskrárnúmeri. Við reynum þó að meta þetta á okkar máta. Það er staðreynd að sam- keppni hefur aukist en við teljum að okkur hafi tekist að svara henni og vonum að við munum geta það í framtíðinni. Það krefst þess að við þurfum stöðugt að vera í viðbragðs- stöðu og hvergi slaka á. Við reynum einnig að gera okkur mynd af framtíðinni. I því skyni ger- um við reglulega áætlanir bæði til skamms tíma og síðan til lengri tíma eða fimm ára. Það sem einkennir IBM hér á landi er hve stór hluti af sölunni er einkatölvur og miðlungsstórar tölv- ur. Samkeppnin er mikil en það er breytilegt frá ári til árs hver er aðal- keppinautur okkar. Keppinautarnir koma og fara og þess vegna höfum við reynt að benda viðskiptavinum okkar á að við séum traustur bak- hjarl. Hér erum við, við höfum verið hér og ætlum okkur að vera hér í framtíðinni." — Er það ekki ljóst að í framtíð- inni verður vöxtur tölvuiðnaðarins mestur í hugbúnaði? „Það er rétt að æ stærri þáttur af tekjum fyrirtækisins mun koma frá hugbúnaði. Menn telja kannski að tölvuvæðingunni sé lokið þegar búið er að taka bókhald og lager inn í tölv- una. Þetta er mesti misskilningur. Möguleikar tölvunnar eru miklu meiri en menn skortir enn víðsýni til að nýta sér tölvutæknina til fulls. Ég get nefnt sem dæmi að flest öll sam- skipti mín við IBMara innanlands og utan fara í gegnum tölvuna en ekki síma og með því spara ég gífurlegan tíma. Hlutverk okkar í framtíðinni er að aðstoða viðskiptavinina í sam- vinnu við hugbúnaðarfyrirtækin við að nýta tölvurnar betur en nú er gert.“ — Hvar er markaðsstaða ykkar sterkust? „Við höfum átt mjög stóran þátt í tölvuvæðingu fiskiðnaðarins og tókst það svo vel til að eftir var tekið erlendis til dæmis í Kanada og Nor- egi. Þar höfum við góða samstarfsað- ila eins og t.d. Rekstrartækni." — En þið misstuð af bönkunum. Var það ekki mikið áfall? „Við höfum selt Reiknistofu bank- anna þá stærstu tölvu sem komið hefur til landsins. Hins vegar ákváðu bankarnir að taka upp sameiginlegt afgreiðslukerfi fyrir Stór-Reykjavík- ursvæðið, svonefnt beinlínukerfi. Við kepptum um þessi viðskipti á sínum tíma en aðrir urðu fyrir valinu og var ekkert við því að gera nema bíta á jaxlinn. Það er alltaf leiðinlegt að tapa sérstaklega þegar maður er sannfærður um að hafa boðið góða lausn. En ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það hafi verið bar- ist af heiðarleika og ég vona að ákvörðun bankanna hafi orðið þeim til góðs.“ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1987)
https://timarit.is/issue/233104

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1987)

Aðgerðir: