Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 59
Hvert þeirra hefur mismunandi áherslur í þessum fjárfestingum. Southwestern Bell hefur mikinn hug á útgáfu á fyrirtækjaskrám þar sem það hefur þegar náð góðum árangri. Nynex hefur farið út í sölu á skrif- stofutækjum og keypti verslun sem hafði IBM tölvur á boðstólunum. Southwestern Bell hefur dembt sér út í farsímarekstur með því að kaupa Metromedia fyrir um 1.2 milljarða dollara sem er meiriháttar fjárfesting á þessu sviði. Meiri fjölbreytni er á döfinni. Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjun- um hefur nýlega mælt með því að Greene dómari aflétti hömlum á því að Bells börnin keppi í framleiðslu á notendabúnaði, langlínusamtölum og svonefndri viðbótarþjónustu svo sem í gagnaflutningum. Það var dómsmálaráðuneytið sjálft sem á sínum tíma lagði til bann á framleiðslu notendabúnaðar og viðbótarþjónustu svo líklegt er að það nái sínu fram. Ef svo fer munu Bells börnin bregða skjótt við. Tækjaframleiðendur, einkum erlend- ir hafa þegar hug á því að leita sam- starfs við símafyrirtækin í þeirri von að þeir geti aukið markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Bells börnin eru einnig í góðri aðstöðu til þess að veita viðbótarþjónustu. Prentaðar fyrirtækjaskrár, sem eru unnar upp úr tölvuskrám, er allt eins hægt að selja sem viðbótarþjónustu í formi gagnasendinga. Á hinn bóginn mætir sú hugmynd að leyfa Bell börnunun að veita lang- línuþjónustu harðri andstöðu frá þeim sem óttast að það muni endur- vekja alla þá hagsmunaárekstra sem leiddu til þess að AT&T var skipt. Jafnvel þó þetta verði leyft er ekki víst að Bell börnin hafi áhuga á því að fara inn á markað þar sem allir eru að tapa peningum. Flóknar samkeppnisreglur Það verður nógu erfitt að hafa eft- irlit með því þegar Bell börnin fara inn á markaðinn með viðbótarþjón- ustu og framleiðslu notendabúnaðar. Það sem yfirvöld símamála munu þurfa að hafa áhyggjur af er: Niðurgreiðslur. Sömu tæki verða oft notuð til að veita hefðbundna símaþjónustu og viðbótarþjónustu. Hið fyrra er bundið einkaleyfum en það síðara er í samkeppni. Símayfir- völd í Bandaríkjunum, sem er sér- stök alríkisnefnd, mun krefjast þess að sérstök reikningsskil verði gerð fyrir hvora starfsemi fyrir sig og kostnaðinum af þeim tækjum sem notuð eru sameiginlega sé skipt mið- að við notkun. Þannig á að koma í veg fyrir að rekstur sem nýtur vemd- ar opinberra aðila geti niðurgreitt þjónustu sem veitt er í samkeppni við aðra. Þetta getur orðið erfitt í framkvæmd. Jafn aðgangur. Þess mun einnig verða krafist að staðbundnu sím- stöðvarnar veiti þeim sem hugsan- lega vilja fara út í að selja viðbótar- þjónustu jafnan aðgang að tækjum sínum og þeirra eigin fyrirtæki munu hafa. Það getur einnig orðið erfitt að fylgjast með framkvæmd á þessum reglum. Samkeppnishæf verðlagning. Þar sem meginhluti kostnaðar við síma- þjónustu er fólginn í fjárfestingu í tækjum er samkeppnishæfnin mest hjá þeim fyrirtækjum sem hafa lægstan fjármagnskostnað. Bell fyr- irtækin hafa þarna forskot þar sem þau hafa haft mörg ár til að afskrifa eignir. Á markaðnum með langlínu- símtöl hefur AT&T tekist að ná hagnaði á meðan keppinautarnir tapa peningum. Símayfirvöld hafa þurft að passa upp á að AT&T lækki ekki gjaldskrá sína svo það auki ekki markaðshlutdeild sína en eins og er hefur AT&T um 80% markaðarins. Þau þyrftu að gera eitthvað svipað ef staðbundnu símstöðvarnar fara út á nýjar brautir í fjarskiptarekstri. Ein og sést af framansögðu er það ríkjandi stefna að auka frjálsræði í fjarskiptareksti í Bandaríkjunum en jafnframt er mikið lagt upp úr að fyr- irtækin keppi á jafnréttisgrundvelli og því eru þessar reglur settar til að ryðja burt samkeppnishömlum. Menn gera sér þó grein fyrir því að erfitt getur reynst að fylgja þessum reglum eftir. Slíkar áhyggjur blikna þó við hliðina á því sem eftirlitsaðilar og framkvæmdastjórar munu standa frammi fyrir ef nýjar hugmyndir bandarísku alríkisnefndarinnar um fjarskipti ná fram að ganga. Formað- ur þeirrar nefndar hefur lagt til að símarekstur verði ekki aðeins frjáls þegar um langlínusamtöl er að ræða heldur einnig símarekstur innanbæj- ar. Ýmsir hafa bent á að vandkvæði séu á að nota samkeppni á þessu sviði til að lækka kostnað og auka hagkvæmni en framtíðin ein mun skera úr um það. Ödýrir skór Ódýr leðurfatnaður SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.