Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 50
Nauðsyn á að útflytjendur keppi um fiskinn „Þetta hófst þegar ég var að flytja út freðfisk í kæligámum og ég hafði trú á því að þessi flutningsmáti hentaði einnig við útflutning á ferskum fiski. Eg byrjaði af einskærum áhuga þó segja megi að þetta hafi ver- ið eins og hver önnur della því ég hafði slæma aðstöðu til að taka á móti fisknum, engin við- skiptasambönd og ég þurfti að kaupa allan fiskinn á eigin reikning“, sagði Jón Ásbjörns- son frumkvöðullinn í útflutn- ingi á ferskum fiski í gámum. Jón byrjaði í útflutningi fyrir um 10 árum en þá flutti hann út grásleppuhrogn en útflutning- urinn hefur heldur betur vaxið síðan. Á árinu 1982 hóf Jón útflutning á gámafiski. Síðla sumars 1982 sendi hann út einn gám til Bretlands. Ekki blés byrlega í þessari fyrstu send- ingu. Hún skemmdist í sumarhita og tap varð á öllu saman. En í október var reynt á ný. Þrír gámar voru send- ir út og gaf það góða raun. Næstu tvo mánuði foru 23 gámar þannig að í heild fóru 26 gámar fyrsta árið ef frá er talin fyrsta sendingin. Þar með hafði grunnurinn verið lagður að þeim útflutningi sem hraðastur vöxt- ur hefur verið í seinni árin og á síð- asta ári var veltan hjá Jóni um 600 milljónir króna. Árið 1983 flutti Jón út 215 gáma af ferskum fiski og var hann þá með um 80-90% af öllum gámafisknum. Næsta ár flutti Jón út 342 gáma. Hann var þó ekki með nema innan við helming markaðarins það ár því fleiri útflytjendur bættust í hópinn. Árið 1985 var gámafjöldinn 484 og markaðshlutdeildin um 30% og 1986 voru gámarnir 737 en ekki nema 20% af heildinni. Þessar tölur endur- spegla vel hvað þróunin hefur verið ör. Fyrst þegar Jón byrjaði útflutning á ferskum fiski notaði hann kæli- gáma en það var of dýrt. Hins vegar kom í ljós að unnt reyndist að nota venjulega gáma gagnstætt þvi sem talið var og með réttri ísun og ein- angrun duga þeir til útflutnings jafn- vel að sumarlagi. Útflutningur á ferskum fiski þjón- ar tvennum tilgangi. Annars vegar senda fiskverkendur fiskinn út þegar verðlag er hátt til þess að auka verð- mæti aflans og hins vegar senda mörg fyrirtæki umframafla út, eink- um togaraútgerðir. Þennan umfram- afla var hér áður hægt að hengja upp dinersclub ikternational Ódýrir skór Ódýr leðurfatnaður SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.