Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 50

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 50
Nauðsyn á að útflytjendur keppi um fiskinn „Þetta hófst þegar ég var að flytja út freðfisk í kæligámum og ég hafði trú á því að þessi flutningsmáti hentaði einnig við útflutning á ferskum fiski. Eg byrjaði af einskærum áhuga þó segja megi að þetta hafi ver- ið eins og hver önnur della því ég hafði slæma aðstöðu til að taka á móti fisknum, engin við- skiptasambönd og ég þurfti að kaupa allan fiskinn á eigin reikning“, sagði Jón Ásbjörns- son frumkvöðullinn í útflutn- ingi á ferskum fiski í gámum. Jón byrjaði í útflutningi fyrir um 10 árum en þá flutti hann út grásleppuhrogn en útflutning- urinn hefur heldur betur vaxið síðan. Á árinu 1982 hóf Jón útflutning á gámafiski. Síðla sumars 1982 sendi hann út einn gám til Bretlands. Ekki blés byrlega í þessari fyrstu send- ingu. Hún skemmdist í sumarhita og tap varð á öllu saman. En í október var reynt á ný. Þrír gámar voru send- ir út og gaf það góða raun. Næstu tvo mánuði foru 23 gámar þannig að í heild fóru 26 gámar fyrsta árið ef frá er talin fyrsta sendingin. Þar með hafði grunnurinn verið lagður að þeim útflutningi sem hraðastur vöxt- ur hefur verið í seinni árin og á síð- asta ári var veltan hjá Jóni um 600 milljónir króna. Árið 1983 flutti Jón út 215 gáma af ferskum fiski og var hann þá með um 80-90% af öllum gámafisknum. Næsta ár flutti Jón út 342 gáma. Hann var þó ekki með nema innan við helming markaðarins það ár því fleiri útflytjendur bættust í hópinn. Árið 1985 var gámafjöldinn 484 og markaðshlutdeildin um 30% og 1986 voru gámarnir 737 en ekki nema 20% af heildinni. Þessar tölur endur- spegla vel hvað þróunin hefur verið ör. Fyrst þegar Jón byrjaði útflutning á ferskum fiski notaði hann kæli- gáma en það var of dýrt. Hins vegar kom í ljós að unnt reyndist að nota venjulega gáma gagnstætt þvi sem talið var og með réttri ísun og ein- angrun duga þeir til útflutnings jafn- vel að sumarlagi. Útflutningur á ferskum fiski þjón- ar tvennum tilgangi. Annars vegar senda fiskverkendur fiskinn út þegar verðlag er hátt til þess að auka verð- mæti aflans og hins vegar senda mörg fyrirtæki umframafla út, eink- um togaraútgerðir. Þennan umfram- afla var hér áður hægt að hengja upp dinersclub ikternational Ódýrir skór Ódýr leðurfatnaður SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 50

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.