Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 45
„í flestum tilfellum eru innflutt blóm lakari en innlend", segir Sveinn Indriöa- son hjá Blómamiöstööinni. Bjarni er heldur ekki sáttur við verðmyndunina á markaðnum. Hann telur að samkeppnin sé ekki virk þegar aðeins tvö fyrirtæki í eigu framleiðenda annast dreifingu í heildsölu. Auk þess sem annað fyrir- tækið hefur mjög sterka markaðs- hlutdeild eða um 75%. „Framboð og eftirspurn hafa ekki þau áhrif á verð- ið sem æskilegt er. Ég er þess full- viss að það fer fram ákveðin miðstýr- ing á markaðnum þótt menn séu ekki alveg meðvitaðir um það“, sagði Bjarni. — Hvernig ætti markaðurinn að vera að þínum dómi? „Ég held að eðlilegt væri að koma upp markaði fyri bæði blóm og grænmeti þar sem framleiðendur byðu fram vöru sína til þeirra sem kaupa ákveðið lágmark og verð fari eftir framboði og eftirspurn að svo miklu leyti sem því verður við kom- ið.“ Mikil samkeppni „Ég hef verið í þessum viðskiptum í 30 ár og samkeppnin hefur verið miskunnarlaus nánast frá upphafi", sagði Sveinn Indriðason fram- kvæmdastjóri Blómamiðstöðvarinn- ar í samtali við Frjálsa verslun. „Við byrjuðum með 5% af markaðnum og höfum nú 75-80%.“ Blómamiðstöðin er sölufyrirtæki tuttugu og fjögurra blómabænda sem reka garðyrkjustöðvar í Hvera- gerði, Biskupstungum, Hruna- mannahreppi og Mosfellssveit. Þess- ir bændur rækta um fjóra fimmtu hluta þeirra inniblóma sem lands- menn nota. Upphaf Blómamiðstöðv- arinnar má rekja til ársins 1961 þegar 5 blómabændur í Hveragerði bundust samtökum um að ráða sölu- mann. Hann starfaði fyrst einn á bif- reið en nú eru starfsmenn 7 og fjórar bifreiðar í daglegum rekstri. „Verðmyndun fer þannig fram að menn staðnæmast á ákveðnu verði sem breytist ekki nema með verð- lagsbreytingum. Menn eru alltaf að ná betri árangri í þessari grein, þekk- ing og hagræðing skilar sér í bættum rekstri og þannig hafa menn náð að þoka verðinu niður smám saman. Verð á blómum hefur líka lækkað frá því sem það var fyrir nokkrum árum sé miðað við fast verðlag. Það er líka mikil samkeppni milli bænda innbyrðis því góð blóm seljast fyrst.“ Blómamiðstöðin annast einnig innflutning á veturna þegar innlend framleiðsla er ekki tiltæk. Sveinn taldi ekki að reynt væri að hamla inn- flutningi meira en nauðsyn krefði og lög segðu til um. „Innflutningur er nauðsynlegur til að fylla í skörðin en við teljum að óheftur innflutningur muni leggja þessa atvinnugrein í rúst. Tollar og flutningsgjöld nægja ekki til þess að veita þessari atvinnu- grein vernd því að verðsveiflur eru það miklar erlendis. Þegar verðið er lægst veita tollar enga vernd. Við höfum reynsluna af óheftum inn- flutningi sem var um tíma. Hann fór illa með marga bændur og sumir eru ekki búnir að ná sér enn. Auk þess sem atvinnugreinin þolir ekki frjálsan innflutning er heldur ekki hægt að byggja á innflutningi. Stundum fáum við ekki vöruna og í flestum tilfellum eru innflutt blóm lakari en innlend. Þótt innflutningur sé nauðsynlegur að vetrinum - um það eru allir sammála - mega innflutt blóm ekki lækka gæði á íslenska markaðnum. Norðmenn hafa áhyggj- ur af þessu. Athuganir í Hollandi hafa sýnt að helmingur þeirra sem kaupir léleg blóm kaupir þau sömu ekki aftur. Þetta þurfum við að hafa í huga því neytandinn er sá dómari sem ekki þýðir fyrir okkur að deila við.“ Sveinn sagði að ræktun blóma á íslandi væri í stöðugri sókn. Rækt- unartíminn lengdist með aukinni lýs- ingu að vetrinum og gæði framleiðsl- unar væri mikil. Hann benti á að er- lend framleiðsla væri víða ríkisstyrkt en blómaframleiðendur hér heima nytu engra styrkja. Hins vegar þyrftu þeir að greiða háa tolla af að- föngum sem erlendir keppinautar þyrftu ekki að greiða. Þá væri orku- verð til bænda hátt. „Við viljum hafa stjórn á þessum málum en ekki þar fyrir að við viljum neina hörkustjórn. En það er um- hugsunarvert að álagning í smásölu er ótrúlega svipuð þó samkeppni eigi að ríkja en hún virðist ekki skila sér á þetta litlum markaði“, sagði Sveinn. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.