Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 53
Matsölustaðir
Grimm verðsamkeppni
hjá skyndibitastöðum
— verður uppstokkun á markaðnum?
Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson
Myndir: Grímur Bjarnason
Á liðnum árum hefur
Reykjavík tekið miklum
breytingum í stórborgar-
átt. Borgin hefur þanist út
og vegalengdir innan höf-
uðborgarsvæðisins hafa
aukist til mikilla muna.
Að vonum hafa þessar breytingar,
sem aðrar, haft mikil áhrif á lífsháttu
borgarbúa. Til að mynda verða vega-
lengdimar til þess að illmögulegt er
fyrir þorra vinnufólks að fara heim í
hádegismat og á mörgum heimilum
heyrir það sögunni til að fjölskyldan
safnist saman í hádeginu og snæði
saman soðna ýsu eða annan lystileg-
an hádegisverð og oftar en ekki
kveðjast fjölskyldumeðlimirnir um
leið og þeir hafa rennt niður morgun-
verðinum og hittast ekki fyrr en
síðdegis.
En þrátt fyrir breytta lífsháttu
heldur fólk vitaskuld áfram að borða
hádegisverð eins og ekkert hafi í
skorist og það er ekki mikil pína að
vera svangur í höfuðborginni. Því
mikill fjöldi matsölustaða hefur
sprottið upp á liðnum misserum til
að mæta þessari frumþörf mannsins
og freista þeir svangra höfuðborgar-
búa með gylliboðum, sérréttum og
kynningarverði. Og hinn almenni
borgari ætti að fagna samkeppninni,
því fátt kemur sér betur fyrir hann
en eðlileg samkeppni á markaðnum.
Samkeppnin heldur verðinu niðri,
eykur þjónustuna og hófleg sam-
keppni stuðlar alla jafna að meiri
vörugæðum.
Og fjöldi matsölustaða í Reykjavík
er slíkur að menn hafa talað um æði í
líkingu við spilasalina hér um árið,
sjoppumar, bjórkrámar og vídeó-
leigurnar. En ekki vilja eigendur veit-
ingastaðanna samþykkja það heldur
benda á að stétt matsveina og fram-
reiðslumanna sé orðin það fjölmenn
að fagmenn hreinlega verði að skapa
sér sjálfir vinnu til að sjá sér og sín-
um farborða og þá er þeim nauðugur
einn kosturinn, nefnilega að leita á
markaðinn og reyna að mæta eftir-
spurninni og samkeppninni.
Litlir vinnustaðir —
lítill hagnaður
Samkvæmt þessarri hugmynd
mætti ætla að matsölustaðirnir séu
alla jafna litlir og fámennir vinnu-
staðir og sú er líka raunin. Upplýs-
ingar í Atvinnuvegaskýrslu Þjóð-
hagsstofnunar fyrir árið 1984 renna
stoðum undir þá skoðun. Það ár er
skráður 321 matsölustaður og þar af
em 239 eða rétt um 75% þeirra með
fimm ársverk eða færri, rúmlega
13% veitingastaðanna em með á bil-
inu 10 til 40 ársverk, eins og sést á
meðfylgjandi töflu. (Tafla 1)
Af auknum fjölda veitingastaða
mætti ætla að reksturinn sé arðbær
og skjótfenginn gróði fólginn í því að
opna veitingastað. En ef litið er á tíð
eigendaskipti veitingastaða, gjald-
þrot og greiðslustöðvanir er annað
53