Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 53
Matsölustaðir Grimm verðsamkeppni hjá skyndibitastöðum — verður uppstokkun á markaðnum? Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson Myndir: Grímur Bjarnason Á liðnum árum hefur Reykjavík tekið miklum breytingum í stórborgar- átt. Borgin hefur þanist út og vegalengdir innan höf- uðborgarsvæðisins hafa aukist til mikilla muna. Að vonum hafa þessar breytingar, sem aðrar, haft mikil áhrif á lífsháttu borgarbúa. Til að mynda verða vega- lengdimar til þess að illmögulegt er fyrir þorra vinnufólks að fara heim í hádegismat og á mörgum heimilum heyrir það sögunni til að fjölskyldan safnist saman í hádeginu og snæði saman soðna ýsu eða annan lystileg- an hádegisverð og oftar en ekki kveðjast fjölskyldumeðlimirnir um leið og þeir hafa rennt niður morgun- verðinum og hittast ekki fyrr en síðdegis. En þrátt fyrir breytta lífsháttu heldur fólk vitaskuld áfram að borða hádegisverð eins og ekkert hafi í skorist og það er ekki mikil pína að vera svangur í höfuðborginni. Því mikill fjöldi matsölustaða hefur sprottið upp á liðnum misserum til að mæta þessari frumþörf mannsins og freista þeir svangra höfuðborgar- búa með gylliboðum, sérréttum og kynningarverði. Og hinn almenni borgari ætti að fagna samkeppninni, því fátt kemur sér betur fyrir hann en eðlileg samkeppni á markaðnum. Samkeppnin heldur verðinu niðri, eykur þjónustuna og hófleg sam- keppni stuðlar alla jafna að meiri vörugæðum. Og fjöldi matsölustaða í Reykjavík er slíkur að menn hafa talað um æði í líkingu við spilasalina hér um árið, sjoppumar, bjórkrámar og vídeó- leigurnar. En ekki vilja eigendur veit- ingastaðanna samþykkja það heldur benda á að stétt matsveina og fram- reiðslumanna sé orðin það fjölmenn að fagmenn hreinlega verði að skapa sér sjálfir vinnu til að sjá sér og sín- um farborða og þá er þeim nauðugur einn kosturinn, nefnilega að leita á markaðinn og reyna að mæta eftir- spurninni og samkeppninni. Litlir vinnustaðir — lítill hagnaður Samkvæmt þessarri hugmynd mætti ætla að matsölustaðirnir séu alla jafna litlir og fámennir vinnu- staðir og sú er líka raunin. Upplýs- ingar í Atvinnuvegaskýrslu Þjóð- hagsstofnunar fyrir árið 1984 renna stoðum undir þá skoðun. Það ár er skráður 321 matsölustaður og þar af em 239 eða rétt um 75% þeirra með fimm ársverk eða færri, rúmlega 13% veitingastaðanna em með á bil- inu 10 til 40 ársverk, eins og sést á meðfylgjandi töflu. (Tafla 1) Af auknum fjölda veitingastaða mætti ætla að reksturinn sé arðbær og skjótfenginn gróði fólginn í því að opna veitingastað. En ef litið er á tíð eigendaskipti veitingastaða, gjald- þrot og greiðslustöðvanir er annað 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.