Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 18
um málum. Þetta eru óformlegir fundir og allt á dagskrá nema yfir- menn því þeir eru ekki til staðar. Þetta samband við starfsfólkið er nauðsynlegt en æðstu yfirmenn fyr- irtækja eiga oft á hættu að einangr- ast og þar með fá þeir ekki þau skila- boð og þær upplýsingar sem nauð- synlegar eru til þess að taka réttar ákvarðanir. Einnig er nauðsynlegt að gera langtímaáætlanir þar sem reynt er að spá í alla þá þætti sem hafa áhrif á framtíð fyrirtækisins. Þessi áætlun þarf að vera í stöðugri endurskoðun svo menn verði fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum. Ef grunnurinn er nógu vel skilgreindur eiga menn að geta brugðist skjótt við breyttum aðstæðum. Það er auk þess hverju fyrirtæki hollt að stunda naflaskoð- un, horfa gagnrýnum augum á sjálft sig. Ekkert fyrirtæki er svo gott að ekki sé hægt að bæta það.“ Vil hafa keppnismenn — Hvernig skipuleggur þú tíma þinn? „Það er langt í frá að ég geti skipu- lagt tímann nákvæmlega. Tími minn fer mikið í að sinna áreiti annað hvort hér innan dyra eða utan frá. IBM er þjónustufyrirtæki og ég reyni að vera sem mest til taks ef viðskiptavinirnir þurfa að leita til mín. Tími minn fer því mikið í að leysa aðsteðjandi og aðkallandi mál. En auðvitað þarf maður að geta lok- að sig af þegar þörf krefur til að sinna þeim málum sem þarf að gefa sér góðan tíma í. Ég reyni að mæta snemma, er yfir- leitt kominn á skrifstofuna um klukkan 8. Fyrsta sem ég geri er að kveikja á skjánum og skoða tölvu- póstinn og svara honum. Klukkan 9 þegar flestir starfsmenn eru mættir fer ég á stjá og ræði við starfsmenn og síðan rekur einn atburðurinn ann- an annaðhvort hér í fyrirtækinu eða úti í bæ. Ég er alls ekki sá stjórnandi sem er með mikla pappíra í kringum mig og ég er ekki fundaglaður maður. Ég geri Iítið af því að hafa reglulega fundi með stjórnendum fyrirtækis- ins. Við reynum að hittast allir einu sinni til tvisvar í mánuði. Að öðru leyti forðast ég fundi. Menn eiga ekki að halda fundi fundanna vegna. Fyrirtækið er heldur ekki það stórt að menn geti ekki hist hvenær sem þörf er á. Ég vil vera með fólkinu og hvetja það áfram. Ég er mikill keppnismað- ur og vil hafa keppnismenn í kring- um mig bæði í leik og starfi. Ég vil að starfsfólkið geri sér grein fyrir því að það er að keppa ekki aðeins við fyrir- tæki hér á íslandi heldur öll IBM fyr- irtækin í 130 Iöndum. Við höfum samanburð við önnur IBM fyrirtæki og hann er okkur ákaflega mikilvæg- ur til að ná árangri. Það er hverjum manni hollt að hafa keppnisskap en menn verða auðvitað einnig að kunna að tapa. Ég get sagt þér sem dæmi um hvað ég legg mikið upp úr keppnis- andanum að ég leyfi börnunum mín- um aldrei að vinna mig í íþróttum eða spilum. Ef þau vinna þá vita þau að ég hef alltaf lagt mig fram.“ — í hvað fer mestur tími þinn? „Ég hugsa að mestur tími minn fari í samskipti við starfsmenn en einnig fer drjúgur tími í samskipti við viðskiptavini." — Þú ert sagður mjög kröfuharð- ur húsbóndi, látir menn óspart heyra ef þeir standa sig ekki en látir þá sem standa sig vel vita af því. „Ég geri mér vel grein fyrir þessu. Ég geri miklar kröfur til starfsmanna ekki síður en til mín sjálfs. Ég geri mér far um að vera hreinskiptinn og því fá allir athugasemdir sem standa sig ekki og þeir sem vinna gott starf fá viðurkenningu. Maisonrouge fyrrum yfirmaður IBM í París — en hann kom til ís- lands á síðasta ári og hélt ræðu á aðalfundi Verslunarráðsin — sagði í bók sem hann ritaði að það sem ein- kenndi stjórnunarstíl IBM manna og væri mestur styrkur þeirra væri að vera aldrei ánægður. Menn geta aldrei sest niður og hallað sér aftur í stólnum og sagt: Hér er allt í besta Iagi. Menn verða stöðugt að leita og sjá hvar hægt sé að gera betur.“ Trúnaðarsamtöl — Þið fylgið mjög ákveðinni starfsmannastjórnun. Hvernig er hún? „Það á að vera skilyrði í hverju fyr- irtæki að starfsfólkið viti til hvers ætlast er af því. Hver starfsmaður hér hefur ákveðna starfslýsingu en auk þess byggir starfsmannastjóm- Gunnar M. Hansson heldur hér á framtíöaráætlunum IBM á íslandi bæöi fyr- ir þetta og næsta ár svo og fyrir næstu fimm árin. Þessar skýrslur eru al- gjört trúnaðarmál en Gunnar brá þeim upp sem dæmi um hvernig staðið væri að áætlanagerö hjá IBM. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.