Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 31
1) Fyrirtæki þurfa ekki að taka fjármagn út úr rekstrinum og binda það. 2) Fyrirtækin þurfa ekki að taka lán með háum raunvöxtum sem yfirleitt eru aðeins veitt til fárra ára. 3) Meiri hreyfanleiki — vöxtur krefst stækkunar húsnæðis. Gallinn við leigu er hins vegar ætíð of stuttir samningar. Fyrirtæki eru oft reiðubúin að leigja til margra ára en fá oft ekki nema fimm til sex ára samninga. Verða menn þá stöð- ugt að hafa það í huga undir niðri hvernig leysa eigi húsnæðismálin til frambúðar. Kaup Ætli menn sér hins vegar að hyggja má gera ráð fyrir að til dæmis í Múlahverfinu í Reykjavík kosti skrifstofuhúsnæði milli 27 og 30 þúsund krónur fermetrinn. Verslun- arhúsnæði í mars 1987 í sama hverfi kostar milli 42 og 50 þúsund krónur fermetrinn og þarna er í báðum til- vikum átt við milli 50 og 250 fer- metra einingar. Tölurnar geta breyst þegar komið er upp í 400 fermetra húsnæði eða stærra. Þegar menn standa frammi fyrir vali á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir atvinnustarfsemi sína eru þetta tölurnar sem ganga má út frá í dag. Ársleiga á 100 fermetra skrifstofu- húsnæði kostar því kringum 420 þúsund krónur og kaup á slíku hús- næði kosta kringum þrjár milljónir króna óinnréttað. Ef keypt er óinn- réttað má reikna með að innréttinga- kostnaður sé milli 7 og 10 þúsund krónur fermetrinn. Þá er komið að því að vega og meta önnur atriði sem hér hafa áhrif. Er hentugast að láta fyrirtækið leggja fé í eigið húsnæði? Getur önn- ur fjárfesting til dæmis til hagræð- ingar, komið sér betur? Er heppi- legra að leggja féð í skuldabréfakaup eða önnur sparnaðarform? En einmitt þar hafa möguleikarnir auk- ist mjög á síðustu árum og það hefur haft nokkur áhrif á ákvarðanir manna um byggingu atvinnuhús- næðis. Breytingar Sem fyrr segir er um þessar mundir mikil gróska í byggingu at- vinnuhúsnæðis. Byggingamenn segja almenna bjartsýni ríkja meðal forráðamanna fyrirtækja eftir góð undanfarin misseri og því séu menn tilbúnir að leggja í nokkra fjárfest- ingu. Hér kemur líka til nýr og stækkandi hópur kaupenda sem eru félagasamtök og opinberar stofnanir en þau hafa einnig sótt í sig veðrið. Þeir segja líka þá þróun í gangi að nú sé atvinnuhúsnæði yfirleitt reist með þarfir ákveðinna fyrirtækja í huga. Áður fyrr voru byggð hús með það eitt í huga að leigja eða selja sem síðan þurfti að breyta og bæta til að laga að þörfum notenda. Nú séu at- vinnuhúsnæði reist sem slík og frá upphafi við það miðað að hvert smáatriði sé hugsað með hina réttu notkun í huga. Þetta hefur líka farið vaxandi með nokkurri sérhæfingu byggingameistara þar sem sumir byggja aðallega íbúðarhúsnæði en aðrir atvinnuhúsnæði. Atvinnuhúsnæði hefur víða risið upp á Reykjavíkursvæðinu að und- anförnu og mikið hefur t.d. verið byggt fyrir stór fyrirtæki í Ártúns- holtinu og þar fyrir innan. Nær mið- borginni hefur verið byggt nokkuð á einstökum lóðum sem staðið hafa auðar lengi og þar hafa minni fyrir- tæki sameinast um notkun húsnæð- is. Atvinnuhúsnæöi er sérhannaö og þarf oft mikils undirbúnings viö undir stjórn sérfræðinga. Á Reykjavíkursvæðinu eru atvinnuhúsnæöi reist í úthverfum og víða ér reynt aö nýta óbyggöar lóöir nærri miðborginni. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.