Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 56
hamborgari með öllu kostar eilítið meira, einfaldur fiskréttur um 250 krónur, súpa og salatbar 350 til 400 krónur, pizza eitthvað svipað, bras- aður fiskur kostar einnig eitthvað um 400 krónur, lamba- svína- og nautakjöt er síðan dýrara. Þannig að allir ættu að geta fengið mat við sitt hæfi í samkeppninni í Reykjavík. Tommi — réttur maður á réttum tíma Flestir sem reka veitingastað í Reykjavík eru sammála um að stað- irnir eru allt of margir og eigendur margra rótgróinna veitingastaða biða reyndar eftir uppstokkun á markaðnum og telja stutt í að þeir bolminnstu hætti rekstrinum og jafnvægi náist að nýju. Og allt útlit er fyrir að þeim verði að ósk sinni. A markaðnum reyna allir að skara eld að sinni köku og áform um sameig- inleg magninnkaup margra lítilla matsölustaða hafa aldrei komist af umræðustiginu, einkanlega þar sem menn óttast að tapa sjálfstæði sínu þegar þeir fara í samkrull með öðrum. Eins og fram kom hér að framan hefur rekstur matsölustaða ekki skil- að sérlega miklum hagnaði á liðnum árum en svo hefur ekki verið alla tíð og nægir þar að nefna velgengni Tommaborgara á sínum tíma. Reyndar kenna margir velgengni Tomma um þessa hörðu samkeppni á markaðnum. Hann var tví- mælalaust réttur maður á réttum stað á réttum tíma og það sem skipti eflaust mestu máli var að hann var með réttu vöruna. Hamborgararnir seldust í ótrúlegum mæli og skiluðu viðunandi upphæðum í kassann og Tommi var ekki að leyna velgengn- inni. Mynd af honum birtist í einu dagblaðanna þar sem hann var nýbú- inn að fjárfesta í Mercedes Benz og það ekki af ódýrustu tegund. Þarna var kominn nýríkur hamborgara- kóngur sem opnaði hvern matsölu- staðinn af öðrum. Um hríð virtist sem hægt væri að mjólka markaðinn nær endalaust og fjöldi manna hugð- ist efnast á hamborgarasölunni en því miður höfðu fæstir árangur sem erfiði því ímynd nýríkamannsins var og er janfvel ennþá, ákaflega sterk hjá mörgum sem fara út í sjálfstæð- an rekstur. Mannaforráð gefa eig- endunum frelsi og margir óreyndir líta á lífið sem leik fyrstu mánuðina eftir að nýi staðurinn þeirra opnar. Stelpurnar í grillinu sjá um að steikja, skammta og ganga frá. Eig- andinn getur sprangað um bæinn með skjalatöskuna sína eða sinnt áhugamálum sínum meðan rekstur- inn tekur allt aðra stefnu en stofnað var til. Allt of margir hafa áttað sig of seint á því að vaka þarf yfir þessum viðkvæma rekstri dag og nótt. En getur hver sem er stofnað mat- sölu? Svo virðist vera. Samkvæmt lögum þarf umsækjandi rekstrarleyf- is ekki að vera menntaður matsveinn eða þjónn en reyndar þarf fagmann ef kjötskurður eða vinnsla fer fram á staðnum. Einu skilyrðin sem um- sækjandi um leyfi til reksturs hótels eða veitingastaðar þarf að uppfylla er að viðkomandi sé fjárráða, hafi forráð á búi sinu og sé búsettur hér á landi og hafi verið það síðasta ár. Síðan þarf viðkomandi sveitarfélag að samþykkja reksturinn svo og eld- varnaeftirlit, heilbrigðiseftirlit og vinnueftirlit. Fyrir skömmu voru sett ný lög um hótel og veitingastaði og í framhaldi af þeim stendur yfir endur- skoðun á reglugerðinni en sú endur- skoðun beinist fyrst og fremst að einföldun. Gamla reglugerðin er orð- in úrelt, í henni eru ákvæði sem nú heyra undir heilbrigðiseftirlit eða vinnueftirlit, ákvæði um að dúkar skuli vera heilir og matreiðslufólk með höfuðklúta við matseldina. Líta á okkur eins og lottó Hvað með peninga til rekstursins? Bankar eru löngu hættir að hafa trú á rekstri matsölustaða „þeir líta á okkur eins og lottó,“ varð einum við- mælanda blaðsins að orði, þegar tal- ið barst að bönkunum. Það er því ljóst að leita verður peninga á öðrum >\ .\ C A í I N Laugaveg 26, III hæö 101 Reykjavík, sími 25030 Hótel- og veitingahúsaeigendur Framleiðum og flytjum inn fatnað á allt starfsfólk hótel- og veitingahúsa. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.