Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 37
mjög mikilvægar í ákvarðanatöku EB, t.d. í landbúnaðarmálum sem er stærsti útgjaldaliður EB. EFTA hefur mikinn áhuga á að sérfræðingar aðild- arríkja þess geti haft áhrif með sam- bærilegum hætti í málum sem snerta EES. Það er ekki hægt með formleg- um hætti því þá hefði EFTA áhrif á innri ákvarðanatöku EB. Sérfræð- ingar EFTA ríkja fá hins vegar að fylgjast með og þegar framkvæmda- stjórnin þarf að senda ráðherraráðinu tillögu að ákvörðun er álit þeirra látið fylgja með. Samþykkt EB löggjöf sem snertir EES er send Sameiginlegu nefndinni til að hún geti samþykkt við- auka við EES-samninginn en hlutverk nefndarinnar er m.a. að tryggja laga- legt samræmi á EES. Náist ekki sam- komulag innan 6 mánaða í nefndinni vegna nýrrar löggjafar fellur hún úr gildi á EES. Gert er ráð fyrir ákveðnum fresti þar til ákvörðun tek- ur gildi á EES í tilfelli þeirra ríkja sem þurfa fyrst að uppfylla einhver stjóm- arskrárákvæði. Takist ekki sam- komulag með EB og EFTA um nýja löggjöf, en EB ákveður að halda sínu striki, getur það orðið til þess að hlut- ar samningsins, sem tengjast þeirri löggjöf, falli úr gildi. Ákvarðanir Sam- eiginlegu nefndarinnar eru svo bind- andi fyrir samningsaðila nema annað sé tekið fram og þeir eiga að sjá til þess að þeim sé framfylgt. EFTIRLIT Eftirlit með framkvæmd samnings- ins verður í höndum framkvæmda- stjórnar EB og nýrrar Eftirlitsstofn- unar EFTA (The EFTA Surveillance Authority). Stofnanirnar eiga að vinna saman, skiptast á upplýsingum og samræma vinnubrögð, bæði al- mennt og í einstaka málum. Stofnan- irnar láta hvor aðra vita um kvartanir sem þeim berast um brot á samningn- um. Þær eiga að afgreiða kærumál eftir því sem það er í þeirra verka- hring eða vísa málum áfram til réttra stofnana. Ef ágreiningur rís svo á milli þessara tveggja stofnana vísa þær málinu til Sameiginlegu nefndarinnar. Dugi það ekki er hægt að vísa máli sem snýst um túlkun samnings til EES dómstólsins. Eftirlitsstofnun EFTA mun væntanlega hafa sam- bærileg völd og framkvæmdastjóm EB til að rannsaka mál þar sem grun- ur leikur á að reglur hafi verið brotn- ar. Kærumál sem eingöngu eru á milli EFTA ríkja falla undir stofnunina og mál innan EB falla undir fram- kvæmdastjórnina og aðrar stofnanir EB en í blönduðum málum (þ. e. á milli svæða EB og EFTA) þurfti sérstaka viðmiðun til að ákveða lögsögu stofnananna tveggja. Til að jafna áhrif vegna stærðarmunar fyrirtækja innan EB og EFTA (og skapa Eftirlitsstofn- un EFTA þar með einhver verkefni) er miðað við að þegar 33% eða meira af veltu fyrirtækja er innan EFTA §alli Eftirlits- stofnunin um málið en annars framkvæmdastjórnin. ÖRYGGISÁKVÆÐI í upphafi samningaviðræðna lögðu EFTA ríkin fram langan lista yfir kröf- ur um undanþágur. EB vildi ekkert slíkt og smám saman hurfu undanþág- ur en í staðin kom almennt öryggis- ákvæði inn í samninginn. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar geti gripið til einhliða aðgerða vegna erfiðleika í efnahags-, félags- eða umhverfismál- um, hvort sem er í einstökum grein- um eða í landshlutum. Aðgerðir þarf að tilkynna fyrirfram ef ekki er um sérstök neyðartilvik að ræða. Rök- stuðningur þarf að fylgja og aðgerðir verða að vera í lágmarki. Sá samn- ingsaðili, sem telur sig skaðaðan, get- ur svo gripið til gagnaðgerða og eru þau mál afgreidd á sama hátt. EES DÓMSTÓLLINN EB dómstóllinn túlkar sáttmála bandalagsins og sker úr um réttmæti lagasetningar og aðgerða stofnana, stjórnvalda, fyrirtækja og einstakl- inga EB landanna. EES dómstólnum er ætlað sambærilegt hlutverk. Hann verður nátengdur EB dómstólnum með óformlegum hætti. Hvert EFTA ríki útnefnir einn dómara en í hverju máli verða 5 frá EB dómstólnum og 3 frá EFTA ríkjum. EES dómstóllinn mun geta fjallað um deilumál samn- ingsaðila, aðgerðir vegna eftirlits í EFTA ríkjum, áfrýjun vegna ákvarð- ana Eftirlitsstofnunar EFTA í sam- keppnismálum og áfrýjun eftir dóm í sérstökum undirrétti um samkeppn- Á vorönn 1992 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum. Tómstundanám — Bóklegar og verklegar greinar og prófanám — Grunnskóli og framhaldsskóli. Innritun fer fram íMiðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, um miðjan janúar n.k. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13-21. Símar: 12992 og 14106. Verslunarfólk ath! V.R. greiðir hluta af námskeiðagjaldi. Við óskum landsmönnum öllum farsœls komandi árs. Þökkum samskiptin á liðnum árum. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.