Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 33
Skúli Þorvaldsson við störf í veitingasal Hótel Holts: Reyni að hitta gestina á hverjum morgni. og hafði raunar ýmsar hugmyndir um rekstur þess fyrirtækis. En hvers vegna ákvað hann, þrautþjálfaður í viðskiptum, að setja fé í rekstur af því tagi. Voru það ekki fjárfestingarmis- tök? „Ástæðan var einfaldlega sú að ég og fjölmargir aðrir máttum ekki til þess hugsa að farþega- og farmflutn- ingar í lofti væri á einni hendi. Það þarf ekkert að ræða um þá viðskipta- hætti sem slíkt getur leitt af sér. Þessi þátttaka í Arnarflugi var því af hugsjón og slíka hluti er erfitt að meta til peninga. Ég er hins vegar sannfærður um það að rekstur Arnar- flugs hefði getað komist í gott lag og það hefði mátt forða félaginu frá gjald- þroti og um leið koma í veg fyrir þá einokun í farþegaflutningum sem nú er við lýði. Raunar gerðum við Ómar Benediktsson stjórn félagsins tilboð fyrir tveimur árum um að kaupa reksturinn ásamt Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara gegn því skilyrði að hlut- hafar afskrifuðu 90% hlutafjárins. Þessu tilboði var hafnað á sínum tíma þrátt fyrir að þáverandi samgöngu- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafi verið því samþykkur. Með þessu móti hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hluthafar töpuðu öllu sínu hlutafé." Skúli sagði að hópurinn hefði haft í - hyggju að leggja um 100 milljónir króna í rekstur Arnarflugs og að þeir hefðu m.a. verið búnir að útvega bankaábyrgðir í Þýskalandi. „Þegar við gerðum okkar áætlanir um þetta fyrirtæki voru leigugjöld fyrir þotu félagsins um 120 þúsund dollarar á mánuði. Síðan þá hafa leigu- gjöld lækkað um 2/3 hluta vegna mik- ils framboðs af vélum. Þetta vissum við auðvitað ekki fyrir en það er ljóst að miðað við þá hjálp hefði Arnar- flugsdæmið getað gengið upp.“ SKATTURINN 0G DAUÐINN Skúli Þorvaldsson hefur eins og faðir hans verið í hópi hæstu skatt- greiðenda í landinu mörg undanfarin ár. Þeir feðgar hafa því mjög verið á milli tannanna á fólki og sú ímynd verið treyst í sessi að þar fari ein- hverjir ríkustu menn landsins. „Þótt ég hafi verið í hópi 5 efstu skattgreiðenda í Reykjavík frá því ég byrjaði með eigin rekstur, er það staðreynd að ég borga ekki meiri skatta en margir aðrir. Mitt fyrirtæki er hins vegar rekið á mínu eigin nafni og undir einum hatti þegar aðrir hafa skipt sínum rekstri upp í mörg félög. Ég hef aldrei séð eftir skattpening- um til samfélagsins og mér finnst allt í MINOLTA Netta Ijósritunarvélin sem ekkert fer fyrir Lítil og handhæg vél sem ávallt skilar hámarksgæðum. Auðveld í notkun og viðhaldi. Tekur ýmsar gerðir og stærðir pappírs. Sterk vél sem óhætt er að reiða sig á. Útkomanverður oaðfinnanleg með Minoita EP-30 KJARAN Síöumúla 14,108 Reykjavík, s (91) 813022 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.