Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 25
samstarfsfólk í mínum fyrirtækjum og
heima fyrir hefur kona mín, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, verið stoð og stytta
í gegnum þykkt og þunnt.“
FÁMENNUR FÉLAGSSKAPUR
Þorvaldur Guðmundsson hefur
verið afar virkur í ýmsum félagasam-
tökum í gegnum tíðina og tekið sér
tíma til að sinna slíku með umfangs-
miklum atvinnurekstri. Hann hefur
einnig verið hæsti skattgreiðandi í
Reykjavík um langt árabil og við
spyrjum hann hvernig honum hafi lík-
að það hlutverk:
„Mjög vel því það er nauðsynlegt
að menn greiði það til samfélagsins
sem af þeim er ætlast. Hins vegar
hefur þessi félagsskapur verið afar
fámennur lengst af og raunar sá fá-
mennasti sem ég hef tekið þátt í.
Astæðurnar fyrir því eru eflaust
margar en líklega hafa menn ekki
kunnað vel við sig á þessum þóftum
þar sem þungt er róið.“
Eitt þeirra fyrirtækja, sem Þor-
valdur tengdist mjög á árum áður, var
Verslunarbanki íslands. Þar var hann
m.a. formaður bankaráðs um árabil
og við spyrjum hvort hann sjái ekki
eftir bankanum:
„Vissulega var mér eftirsjá í Versl-
unarbankanum þótt ég sé enn þeirrar
skoðunar að sameining bankanna hafi
verið rétt ákvörðun. Tíðarandinn er
að breytast og lítil fyrirtæki styrkjast
við það að sameinast öðrum. Eftirsjá-
in er fólgin í því að bankastarfsemin er
ekki lengur nálægt fólkinu og gengur
æ meira út á númer og plast. íslands-
banka óska ég hins vegar velfarnaðar
og er viss um að hann á eftir að styrkj-
ast verulega á næstu árum.“
Spjallið við Þorvald Guðmundsson
hefur teygst á langinn enda margt
sem hægt er að drepa á. Slíkum
manni verða raunar ekki gerð nein
tæmandi skil í stuttu spjalli en í tilefni
áttræðisafmælis Þorvaldar spyrjum
við að lokum hvort honum finnist ekki
ástæða til að slaka á í önn dagsins:
„Vissulega hef ég gert það á síð-
ustu árum. Ég vakna að vísu alltaf
snemma og er kominn út í kjötvinnslu
klukkan átta á morgnana eftir að hafa
farið í Laugarnar í morgunsárið. Hins
vegar læt ég dagsverki lokið um
klukkan fjögur á daginn og hefði það
víst þótt vel sloppið hér á árum áður.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að hafa góða heilsu og á meðan kraftar
leyfa mun ég sinna mínum störfum.
Ég hef því engin áform um að setjast í
helgan stein.“
Þorvaldur Guðmundsson hóf, eins
og áður sagði, rekstur eigin fyrirtæk-
is í húsi við Bergstaðastrætið fyrir
hartnær hálfri öld. Þar með hóf hann
að marka spor í íslenskt atvinnulíf og
óhætt mun að fullyrða að yfir þau mun
seint fenna. Við óskum Þorvaldi í Síld
og fisk hjartanlega til hamingju með
afmælið.
GÓÐAR BÆKUR FRÁ FRÓÐA
FLÓTTAMAÐURINN
Hin kunnasta saga bandaríska spennusagnahöfundarins STEPHEN KING í íslenskri þýðingu
Karls Birgissonar. Sagan gerist í stórborg í Bandaríkjunum í náinni framtíð. Kerfið hefur
sigrað einstaklinginn og í gegnum fjölmiðla og þó einkum sjónvarpið er auðvelt að
tesa lýðinn til óhæfuverka. Aðalsöguhetja bókarinnar, Ben Richards, er sendur
nauðugur til leiks þar sem lífið sjálft er að veði. STEPHEN KING bregst aldeilis
ekki fjölmörgum aðdáendum sínum með þessari óvenjulegu sögu
þar sem spennan magnast frá einni blaðsíðu til annarrar.
ÍTÆTLUM
Danska stúlkan SYNN0VE S0E sló rækilega í gegn með þessari bók
sem nefnist FARS á frummálinu. Bókin hefur orðið metsölubók á
hinum Norðurlöndunum og kemur nú út í íslenskri þýðingu Steinars J.
Lúðvíkssonar. SYNN0VE S0E leynir því ekki að í bókinni er hún að
lýsa sinni eigin æsku og hvernig hún varð hálfgerð leikbrúða karlmannanna í lífi hennar.
Sagan er óvenjulega trúverðug og nær að snerta strengi í brjóstum lesendanna. Þess vegna hafa
lesendurnir í senn verið hrifnir og hneykslaðir.
DAUÐADÚKKAN
RUTH RENDELL er löngu heimsfræg fyrir spennusögur sínar en gerðar hafa verið
kvikmyndir eftíp mörgum þeirra og þær m.a. sýndar í sjónvarpinu á Islandi.
1 skáldsögunni DAUÐADUKKAN grfpur aðalsöguhetjan, Peter Yearman. til
örþrifaráðs þegar hann álítur að hann verði alltaf lágvaxnari en aðrir menn.
Hann hrindir af stað ógnvckjandi atburðarás sem erfitt reynist að stöðva.
Alleiðingarnar bitna ekki eingöngu á honum sjálfutn. DAUÐADÚKKAN er saga
sem halda mun lesandanum föngnum og sögulokin koma öllum á óvart.
Jónína Leósdóttir þýddi bókina.
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Ármúli 18 - 108 Reykjavík - Sími: 812300