Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 64
ÁRAMÓT
vöxtum með því að draga úr fjár-
lagahalla og þar með lánsfjárþörf
ríkissjóðs sé kórrétt. Þetta er að
mínu mati meginviðfangsefni
stjórnarinnar. Á meðan ríkissjóð-
ur er í harðri samkeppni um fjár-
magn á innlendum lánamarkaði við
atvinnulífið fara fyrirtaekin óhjá-
kvæmilega halloka. Þeim veitist
erfitt að tryggja sér lánsfé á viðun-
andi kjörum og hlutafjáröflun til
uppbyggingar verður afar erfið.
Ég tel því að atvinnulífinu sé lífs-
nauðsyn að þessum þætti stefn-
unnar sé fylgt eftir af fullum
þunga.
Kristinn Björnsson,
forstjóri Skeljungs:
Markaður með hluta-
bréf er í hættu
1. Það var hagnaður af starfsemi
Skeljungs hf. á árinu 1991. Hins
vegar er mér engin launung á því,
að hagnaðurinn var ekki nægilega
mikill miðað við umfang og veltu
fyrirtækisins. Það hefur einkennt
rekstur Skeljungs hf. öðru fremur
á árinu, og raunar allra venjulegra
fyrirtækja, að vaxtakostnaður í
þjóðfélaginu hefur verið mjög hár
og hefur það sín áhrif á afkomu
fyrirtækja í þessu landi.
2. Ég tel horfur fyrir atvinnulífið árið
1992 vera mjög slæmar, því mið-
ur. Kemur þar margt til, bæði ut-
anaðkomandi aðstæður og heima-
tilbúnar. Þegar ég segi heimatil-
búnar, þá á ég við það
rekstrarumhverfi, sem fyrirtækj-
um er skapað á hverjum tíma af
þar til bærum yfirvöldum. Kvóta-
skerðing og aflasamdráttur hefur
haft gífurleg afleidd áhrif hvar-
vetna í þjóðfélaginu.
Hvað verslun með olíuvörur
varðar, þá erum við hjá Skeljungi
hf. í óðaönn að undirbúa okkur
fyrir breytingar, sem boðaðar hafa
verið í þeim efnum. Að vísu eru
þær breytingar enn á borði ráð-
herra, en það hlýtur að fara að
styttast í, að þær verði lagðar fyrir
Alþingi. Þá kemur íijós hvað menn
meina mikið með, að þeir vilji eðli-
lega samkeppni og eðlilega við-
skiptahætti.
3. Ég vona svo sannarlega að þessari
ríkisstjóm takist að halda þannig á
málum, að aftur birti til í atvinnulífi
íslendinga. Til þess hefur hún alla
burði, ef rétt er á málum tekið. Ég
skal að vísu viðurkenna, að henni
hafa verið býsna mislagðar hendur
í fyrstu aðgerðum, en það hlýtur
að lagast. í frumvarpi til breytinga
á lögum um tekjur- og eignaskatt,
sem lagt hefur verið fram á Al-
þingi, eru breytingar á ákvæðum
um skattgreiðslu fyrirtækja vegna
grieðslu á arði. Ef þessar breyt-
ingar ná fram að ganga, er ég
hræddur um, að hinn ungi hluta-
bréfamarkaður á íslandi muni ekki
verða langlífur. Verslun með
hlutabréf hefur af ýmsum
ástæðum mjög dregist saman á
undanfömum mánuðum. Það væri
mikill skaði, ef ríkisstjórn með að-
ild þessara flokka yrði til að eyði-
leggja markað með hlutabréf á ís-
landi.
Þórir Páll Guðjónsson,
kaupfélagsstjóri K.B.:
Ríkisstjórnina
skortir samstöðu
1. Rekstur Kaupfélags Borgfirðinga
á árinu 1991 var að mestu í jafn-
vægi og með venjubundnum
hætti. Einmuna veðurblíða og
mikil umferð ferðamanna um
Vesturland s.l. sumar hleypti lífi í
verslunar- og veitingarekstur fé-
lagsins. Á hinn bóginn setti sam-
dráttur í landbúnaðarframleiðsl-
unni einnig sitt mark á reksturinn
til hins verra. Það sem skiptir þó
sköpum til hins verra miðað við
fyrra ár var þó verulega aukinn
fjármagnskostnaður, einkum
þegar leið á árið. Þegar á heildina
er litið má því gera ráð fyrir að
rekstrarniðurstaða ársins verði
nálægt núllpunkti eða jafnvel örlít-
ið undir því.
2. Varðandi horfur á næsta ári er
fyrirsjáanlegur áframhaldandi
samdráttur í búvöruframleiðslu á
félagssvæðinu, sem hefur í för
með sér erfiðari rekstrarskilyrði
fyrir afurðastöðvar félagsins. Sem
afleiðing af þeim samdrætti eru
minni framkvæmdir í sveitunum
sem aftur liðir af sér minni við-
skipti og minni þjónustu. Því má
gera ráð fyrir verulega minni tekj-
um af þessum þætti starfseminn-
ar. í ljósi minnkandi kaupmáttar
almennings, harðnandi samkeppni
í verslun og versnandi þjóðarhag
almennt er tæplega hægt að gera
ráð fyrir miklum tekjuauka í versl-
unarrekstrinum. Eins og flest ís-
lensk fyrirtæki þarf Kaupfélag
Borgfirðinga á miklu lánsfjármagni
að halda. Óhóflega háir raunvextir
hafa því afgerandi áhrif á rekstrar-
niðurstöður félagsins og því miður
eru ekki horfur á að mikil breyting
verði til batnaðar í vaxtamálunum
á næsta ári.
Ég met því stöðuna þannig að á
næsta ári þurfi að gæta aukins að-
halds í rekstri, halda fjárfestingum
í lágmarki og greiða niður skuldir
eftir föngum.
3. Um stefnu ríkisstjórnarinnar í
efnahags- og atvinnumálum er lítið
að segja þar sem hún virðist frem-
ur óljós og ákaflega ómarkviss.
Samstaða meðal stjórnarflokk-
anna um aðgerðir virðist ekki vera
fyrir hendi og ágreiningur virðist
einnig vera mikill meðal manna
innan stjómarflokkanna hvors um
sig. Við þær erfiðu aðstæður sem
nú blasa við í efnahags- og at-
vinnumálum þjóðarinnar þarf mjög
víðtæka samstöðu stjómvalda, at-
vinnurekenda og launafólks til að
takast megi með sæmilegum
hætti að vinna sig úr úr vandanum.
Þar verða allir að leggja nokkuð af
mörkum. Að mínu mati hefur rík-
isstjórnin ekki lagt sig fram í þessu
efni. Jafnvel þvert á móti verið
með óheppilegar yfirlýsingar og
ýmsar stjórnvaldsaðgerðir sem
líklega eru til að spilla fyrir áfram-
haldandi þjóðarsátt. Ég tel því að
ríkisstjórnin þurfi að breyta sínum
vinnubrögðum verulega frá því
sem nú er eigi henni að takast að
ná árangri.
64