Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 42
TOLVUR r======================::====UpPBjör vir&is«ukaskatts============================ UPPGJÖR UIRÐlSftUKftSKflTTS FVRIR TíhflBILlÐ 01/11/91 TIL 31/12/91 Gler og Kristall hf Kristalsstíg 33 101 REYKJftUÍK Kennitala: 111111-1119 USK-núaer: 11111 SKflTTSKYLD UELTfl.... (A) 795.738,00 UNDANÞEGIN UELTA.... (B) 2.557,00 ÚTSKATTUR: IHNHEU1TUR (C) 194.958,00 REIKNflÐUR 194.956,00 IHNSKATTUR............. (D) 131.484,00 TIL GREIÐSLU........... (E) 63.474,00 ? Lína 9 af 17 Uppgjör virðisaukaskatts í Vaskhuga. disk og ræst í fyrsta skipti birtist upp- hafsvalmynd kerfisins og um leið boð um að ákvarða þurfi dagvexti í %. Dagvextir gilda fyrir hvern mánuð. í þessum boðum á skjánum er ekkert undanskilið, þar stendur skýrum stöf- um að styðja skuli á ENTER og fara í aðalvalmynd, kosti 9, 5 og 8, til að setja inn prósentutölu vaxta. Þetta gekk eins og í sögu. Jafnframt kom í ljós að Vaskhugi geymir í minni yfirlit yfir dagvexti hvers mánaðar frá 1. jan- úar 1987 og er hægt að fá yfirlit yfir þá þróun með því að fletta með PgD. Fyrir þá sem þurfa að reikna út vexti af kröfum langt aftur í tímann er auðvelt að setja inn alla dagvaxtaskrá Seðlabankans, mörg ár aftur í tímann, og geyma hana í Vaskhuga til hagræð- is. Eftir að vextimir hafa verið ákvarðaðir er kerfið tilbúið til vinnslu. Aðalvalmynd Vaskhuga er með lista yfir 8 sjálfstæðar vinnsludeildir auk skipunarinnar „Hætta“ (lína 0, efst): 1. Gjöld, greiðslur, innskattur 2. Tekjur, kröfur, útskattur 3. Reikningsútskrift 4. Skýrslugerð 5. Fjárhagsbókhald 6. Ritvél 7. Verkefnabókhald 8. Ymis vinnsla GJÖLD, GREIÐSLURINNSKATTUR Virðisaukaskatturinn sem kom í stað söluskattsins um áramótin 89/90 á m.a. að leysa það vandamál sem „ÉGHEF EKKI HAFT TÖK Á ÞVÍ AÐ SANNREYNA ALLT SEM STENDUR í HANDBÓKINNIMEÐ VASKHUGA EN HVARSEMÉG HEF STALDRAÐ VIÐ HAFA LEIÐBEININGARNAR REYNST RÖKRÆNAR, AUÐSKIUAN- LEGAR 0G í SAMRÆMIVIÐ ÞAÐ SEM GERIST í KERFINU.“ nefndist „uppsafnaður söluskattur“ og einungis hluti fyrirtækja fékk end- urgreiddan með töluverðri fyrirhöfn. Með tilkomu vsk. jókst vinna við bók- færslu í fyrirtækjum, sérstaklega vegna þess að nú er um útreikning á sk. innskatti og útskatti að ræða hjá þeim sem eru virðisaukaskattsskyldir og þurfa að ganga frá skilagreinum. Þótti mörgum bókhaldsvinnan ærin fyrir þótt ekki bættist við meiri skrif- fmnska Kerfisins vegna. I eldri bókhaldsforritum varð að bregðast við þessari breytingu og hefur það tekist misjafnlega vel. Vaskhugi er hins vegar hannaður með vsk. í huga og vinnur samkvæmt grundvallarreglum hlutbundins gagnagrunns. Virðisaukaskatturinn tefur mann sáralítið, hann er kyríilega skilgreindur í föstum kerfisins og því að miklu leyti um sjálfvirkan útreikn- ing og færslur að ræða. Eftir að kostur nr. 1 hefur verið valinn hefst vinnslan með því að stutt er á ENTER. í framhaldi af því leiðir kerfið notandann áfram stig af stigi þannig að engin atriði eiga að gleym- ast. Byrjað er í kennitölusviði en kerf- ið þekkir alla kúnna á kennitölu þeirra. Til öryggis, ef kennitalan er ekki við hendina, nægir að slá inn fyrstu 3 bókstafina í nafni kúnnans og birtist þá listi yfir þá sem til greina koma. Þegar rétti kúnninn er fundinn birt- ast 10 svið á skjánum og eru þau fyllt út. Hér er ekki um annað að ræða en venjulegar upplýsingar sem fylgja greiðslu og skráningu hennar, þ.e. bókhaldslykill, upphæð, númer fylg- iskjals o.s.frv. Eins og góðu bókhaldsforriti sæmir er í Vaskhuga tekið tillit til gildandi laga um bókhald sem segja að dag- bókarfærslum megi ekki breyta. í Vaskhuga er því unnið í uppkasti og unnt að leiðrétta villur sem fram koma við afstemmingu, ef í ljós kem- ur að rangur bókhaldslykill hefur verið notaður o.s.frv. Bókun í dagbók (fjárhagsbókhald) gerist ekki fyrr en færslur eru yfirfarnar og teljast rétt- ar. í sambandi við greiðsluform, þá er ekki um sérstaka víxlaútprentun að ræða í þeirri útgáfu af Vaskhuga sem hér er til umfjöllunar en að sögn selj- anda verður víxlaskrá fáanleg til útprentunar í uppfærslu sem kemur í desember nk. Kröfulista prentar kerfið hins veg- ar út hvenær sem þess er óskað. Virðisaukaskattur sem greiddur er af aðföngum fæst því einungis endur- greiddur að hann sé á löglega gerðum reikningi. Við bókun í Vaskhuga verð- ur til sjálfvirkt eftirlit með þessu atr- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.