Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 42
TOLVUR
r======================::====UpPBjör vir&is«ukaskatts============================
UPPGJÖR UIRÐlSftUKftSKflTTS FVRIR TíhflBILlÐ 01/11/91 TIL 31/12/91
Gler og Kristall hf
Kristalsstíg 33
101 REYKJftUÍK
Kennitala: 111111-1119
USK-núaer: 11111
SKflTTSKYLD UELTfl.... (A) 795.738,00
UNDANÞEGIN UELTA.... (B) 2.557,00
ÚTSKATTUR: IHNHEU1TUR (C) 194.958,00 REIKNflÐUR 194.956,00
IHNSKATTUR............. (D) 131.484,00
TIL GREIÐSLU........... (E) 63.474,00
?
Lína 9 af 17
Uppgjör virðisaukaskatts í Vaskhuga.
disk og ræst í fyrsta skipti birtist upp-
hafsvalmynd kerfisins og um leið boð
um að ákvarða þurfi dagvexti í %.
Dagvextir gilda fyrir hvern mánuð. í
þessum boðum á skjánum er ekkert
undanskilið, þar stendur skýrum stöf-
um að styðja skuli á ENTER og fara í
aðalvalmynd, kosti 9, 5 og 8, til að
setja inn prósentutölu vaxta. Þetta
gekk eins og í sögu. Jafnframt kom í
ljós að Vaskhugi geymir í minni yfirlit
yfir dagvexti hvers mánaðar frá 1. jan-
úar 1987 og er hægt að fá yfirlit yfir þá
þróun með því að fletta með PgD.
Fyrir þá sem þurfa að reikna út
vexti af kröfum langt aftur í tímann er
auðvelt að setja inn alla dagvaxtaskrá
Seðlabankans, mörg ár aftur í tímann,
og geyma hana í Vaskhuga til hagræð-
is.
Eftir að vextimir hafa verið
ákvarðaðir er kerfið tilbúið til vinnslu.
Aðalvalmynd Vaskhuga er með
lista yfir 8 sjálfstæðar vinnsludeildir
auk skipunarinnar „Hætta“ (lína 0,
efst):
1. Gjöld, greiðslur, innskattur
2. Tekjur, kröfur, útskattur
3. Reikningsútskrift
4. Skýrslugerð
5. Fjárhagsbókhald
6. Ritvél
7. Verkefnabókhald
8. Ymis vinnsla
GJÖLD, GREIÐSLURINNSKATTUR
Virðisaukaskatturinn sem kom í
stað söluskattsins um áramótin 89/90
á m.a. að leysa það vandamál sem
„ÉGHEF EKKI HAFT TÖK Á ÞVÍ
AÐ SANNREYNA ALLT SEM
STENDUR í HANDBÓKINNIMEÐ
VASKHUGA EN HVARSEMÉG
HEF STALDRAÐ VIÐ HAFA
LEIÐBEININGARNAR REYNST
RÖKRÆNAR, AUÐSKIUAN-
LEGAR 0G í SAMRÆMIVIÐ ÞAÐ
SEM GERIST í KERFINU.“
nefndist „uppsafnaður söluskattur“
og einungis hluti fyrirtækja fékk end-
urgreiddan með töluverðri fyrirhöfn.
Með tilkomu vsk. jókst vinna við bók-
færslu í fyrirtækjum, sérstaklega
vegna þess að nú er um útreikning á
sk. innskatti og útskatti að ræða hjá
þeim sem eru virðisaukaskattsskyldir
og þurfa að ganga frá skilagreinum.
Þótti mörgum bókhaldsvinnan ærin
fyrir þótt ekki bættist við meiri skrif-
fmnska Kerfisins vegna.
I eldri bókhaldsforritum varð að
bregðast við þessari breytingu og
hefur það tekist misjafnlega vel.
Vaskhugi er hins vegar hannaður
með vsk. í huga og vinnur samkvæmt
grundvallarreglum hlutbundins
gagnagrunns. Virðisaukaskatturinn
tefur mann sáralítið, hann er kyríilega
skilgreindur í föstum kerfisins og því
að miklu leyti um sjálfvirkan útreikn-
ing og færslur að ræða.
Eftir að kostur nr. 1 hefur verið
valinn hefst vinnslan með því að stutt
er á ENTER. í framhaldi af því leiðir
kerfið notandann áfram stig af stigi
þannig að engin atriði eiga að gleym-
ast. Byrjað er í kennitölusviði en kerf-
ið þekkir alla kúnna á kennitölu
þeirra. Til öryggis, ef kennitalan er
ekki við hendina, nægir að slá inn
fyrstu 3 bókstafina í nafni kúnnans og
birtist þá listi yfir þá sem til greina
koma.
Þegar rétti kúnninn er fundinn birt-
ast 10 svið á skjánum og eru þau fyllt
út. Hér er ekki um annað að ræða en
venjulegar upplýsingar sem fylgja
greiðslu og skráningu hennar, þ.e.
bókhaldslykill, upphæð, númer fylg-
iskjals o.s.frv.
Eins og góðu bókhaldsforriti sæmir
er í Vaskhuga tekið tillit til gildandi
laga um bókhald sem segja að dag-
bókarfærslum megi ekki breyta. í
Vaskhuga er því unnið í uppkasti og
unnt að leiðrétta villur sem fram
koma við afstemmingu, ef í ljós kem-
ur að rangur bókhaldslykill hefur
verið notaður o.s.frv. Bókun í dagbók
(fjárhagsbókhald) gerist ekki fyrr en
færslur eru yfirfarnar og teljast rétt-
ar. í sambandi við greiðsluform, þá er
ekki um sérstaka víxlaútprentun að
ræða í þeirri útgáfu af Vaskhuga sem
hér er til umfjöllunar en að sögn selj-
anda verður víxlaskrá fáanleg til
útprentunar í uppfærslu sem kemur í
desember nk.
Kröfulista prentar kerfið hins veg-
ar út hvenær sem þess er óskað.
Virðisaukaskattur sem greiddur er af
aðföngum fæst því einungis endur-
greiddur að hann sé á löglega gerðum
reikningi. Við bókun í Vaskhuga verð-
ur til sjálfvirkt eftirlit með þessu atr-
42