Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 33

Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 33
Skúli Þorvaldsson við störf í veitingasal Hótel Holts: Reyni að hitta gestina á hverjum morgni. og hafði raunar ýmsar hugmyndir um rekstur þess fyrirtækis. En hvers vegna ákvað hann, þrautþjálfaður í viðskiptum, að setja fé í rekstur af því tagi. Voru það ekki fjárfestingarmis- tök? „Ástæðan var einfaldlega sú að ég og fjölmargir aðrir máttum ekki til þess hugsa að farþega- og farmflutn- ingar í lofti væri á einni hendi. Það þarf ekkert að ræða um þá viðskipta- hætti sem slíkt getur leitt af sér. Þessi þátttaka í Arnarflugi var því af hugsjón og slíka hluti er erfitt að meta til peninga. Ég er hins vegar sannfærður um það að rekstur Arnar- flugs hefði getað komist í gott lag og það hefði mátt forða félaginu frá gjald- þroti og um leið koma í veg fyrir þá einokun í farþegaflutningum sem nú er við lýði. Raunar gerðum við Ómar Benediktsson stjórn félagsins tilboð fyrir tveimur árum um að kaupa reksturinn ásamt Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara gegn því skilyrði að hlut- hafar afskrifuðu 90% hlutafjárins. Þessu tilboði var hafnað á sínum tíma þrátt fyrir að þáverandi samgöngu- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafi verið því samþykkur. Með þessu móti hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hluthafar töpuðu öllu sínu hlutafé." Skúli sagði að hópurinn hefði haft í - hyggju að leggja um 100 milljónir króna í rekstur Arnarflugs og að þeir hefðu m.a. verið búnir að útvega bankaábyrgðir í Þýskalandi. „Þegar við gerðum okkar áætlanir um þetta fyrirtæki voru leigugjöld fyrir þotu félagsins um 120 þúsund dollarar á mánuði. Síðan þá hafa leigu- gjöld lækkað um 2/3 hluta vegna mik- ils framboðs af vélum. Þetta vissum við auðvitað ekki fyrir en það er ljóst að miðað við þá hjálp hefði Arnar- flugsdæmið getað gengið upp.“ SKATTURINN 0G DAUÐINN Skúli Þorvaldsson hefur eins og faðir hans verið í hópi hæstu skatt- greiðenda í landinu mörg undanfarin ár. Þeir feðgar hafa því mjög verið á milli tannanna á fólki og sú ímynd verið treyst í sessi að þar fari ein- hverjir ríkustu menn landsins. „Þótt ég hafi verið í hópi 5 efstu skattgreiðenda í Reykjavík frá því ég byrjaði með eigin rekstur, er það staðreynd að ég borga ekki meiri skatta en margir aðrir. Mitt fyrirtæki er hins vegar rekið á mínu eigin nafni og undir einum hatti þegar aðrir hafa skipt sínum rekstri upp í mörg félög. Ég hef aldrei séð eftir skattpening- um til samfélagsins og mér finnst allt í MINOLTA Netta Ijósritunarvélin sem ekkert fer fyrir Lítil og handhæg vél sem ávallt skilar hámarksgæðum. Auðveld í notkun og viðhaldi. Tekur ýmsar gerðir og stærðir pappírs. Sterk vél sem óhætt er að reiða sig á. Útkomanverður oaðfinnanleg með Minoita EP-30 KJARAN Síöumúla 14,108 Reykjavík, s (91) 813022 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.