Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 6
EFNI
5 RITSTJÓRNARGREIN
8 FRÉTTIR
49 ÍSLENSKAR
MARKAÐSRANNSÓKNIR
Nýtt fyrirtæki hefur verið að hasla sér
völl á sviði markaðsrannsókna og við
16 EINKAVÆÐING
RÍKISFYRIRTÆKJA
Hér er fjallað um mál sem mjög hefur
verið til umræðu síðustu misserin, ekki
síst eftir að ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar komst til valda. Nú eru í
undirbúningi ýmsar aðgerðir sem miða
að því að einkavæða allmörg
ríkisfyrirtæki og selja hlut ríkisins í
einstökum félögum. Búnaðarbanki
íslands hefur einatt verið nefndur sem
eitt þeirra fyrirtækja sem hagkvæmt
væri að einkavæða þar sem búast mætti
við mikilli eftirspum eftir hlutabréfum í
svo öflugu fyrirtæki. Margir telja að
gangi áform ríkisstjómarinnar um sölu á
því fýrirtæki eftir muni það ráða úrslitum
um hvernig framhaldið verði. I Frjálsri
verslun nú er grein eftir Þór Sigfússon
hagfræðing, þar sem hann lýsir
hagkvæmni þess að einkavæða
Búnaðarbankann, og einnig þá kynnumst
við sjónarmiðum Guðna Ágústssonar,
alþingismanns og formanns bankaráðs
Búnaðarbankans, en hann er annarrar
skoðunar. Ekki er að efa að frekari
umræða mun verða um einkavæðingu á
næstu mánuðum og mikilvægt að kynn-
ast rökum sem þar era með og á móti.
26 LEIÐIN TIL AKUREYRAR
STYTTIST
I síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar var
íjallað um möguleika á tvöföldun
Reykjanesbrautar og vakin athygli á
hagkvæmni þess að ráðast í þá
framkvæmd án þess að íþyngja
skuldsettum ríkissjóði. Að þessu sinni
ræðum við um þá möguleika, sem era
fyrir hendi, á að stytta leiðina frá
Reykjavík til Akureyrar. í ljós kemur að
með aðgerðum á ljórum stöðum megi
stytta leiðina norður um 90 kílómetra.
Það skal tekið fram að sumir þessara
kosta era einungis fræðilega mögulegir
og óvíst hvort nokkum tímann verður í
þá ráðist. En um Hvalfjarðargöng og
sjávarbraut frá Holtagörðum til
Kjalamess gildir öðra máli.
31 LÍFSKJÖR TEKIN AÐ LÁNI
Flestir Islendingar gera sér grein fyrir
því að við lifum um efni fram. Það birtist
m.a. í viðskiptahaUa, sem hefúr verið
viðvarandi um langt árabil, og í stöðugt
hærri erlendum skuldum. Þrátt fyrir
góðæri öðru hvora og hækkandi
þjóðartekjur virðist Iögmálið um
neikvæðan viðskiptajöfnuð fylgja okkur
eins og dagur nóttu. í grein um málið er
dregin upp mynd af eins konar
efnahagshrollvekju okkar íslendinga.
37 TÖLVUR
Leó M. Jónsson véltæknifræðingur
skrifar eins og endranær um tölvur í
blaðið.
41 SKATTUR Á EIGNATEKJUR
Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi,
skrifar hér athyglisverða grein um skatta
á eignir og eignatekjur og minnir m.a. á
að núverandi og fyrrverandi
fjármálaráðherrar hafa látið skoða
möguleika á að skattleggja eignatekjur
með einhverju móti. Einhverra hluta
vegna hefur h'tið gengið eftir af þeim
áformum, enn sem komið er.
44 STARFSANDIÁ
VINNUSTÖÐUM
Allir, sem reka fyrirtæki, vita að miklu
skiptir að andinn í hópi starfsmanna sé
góður því starfsfólk, sem h'ður vel, skilar
betri árangri í starfi. Hér er m.a. rætt
við starfsmannastjóra í fyrirtækjum og
sálfræðing sem hefur látið þessi mál til
sín taka.
6