Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 28
SAMGONGUR
Útgjöld til vegamála
Samkvæmt lögum nr. 3/1987 hefur Vegageröin tekjur
af mörkuöum tekjustofnum, sem eru bensíngjald og
þungaskattur.
BEINT STRIK Á KJALARNES
Það skal strax tekið fram að þessar
hugleiðingar blaðamanns eru algjör-
lega á hans ábyrgð og engu er hér
slegið föstu um það hvenær ráðist
verður í þær endurbætur sem hér eru
gerðar að umtalsefni. Hins vegar er
stuðst við upplýsingar frá Vegagerð
ríkisins, embætti borgarverkfræð-
ings í Reykjavík og aðrar heimildir
sem tiltækar voru.
Ein stærsta framkvæmd, sem
fyrirhugað er að ráðast í á höfuðborg-
arsvæðinu á næstu árum, er bygging
nýs vegar frá Reykjavík norður um til
Kjalarness. Þessi framkvæmd er á
aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010,
sem nú bíður staðfestingar. Sam-
kvæmt þeim hugmyndum, sem fyrir
liggja, er ætlunin að leggja hraðbraut
þessa frá Holtagörðum yfir Klepps-
vík, um Gufunes yfir Eiðsvík og aust-
urenda Geldingarness, yfir á Gunnu-
nes, um Alfsnes, þvert yfir utanverð-
an Kollafjörð og tengja hana loks
núverandi þjóðvegi á Kjalarnesi á
móts við Varmhóla.
í dag er reiknað með að þessi fram-
kvæmd kosti um 4 milljarða króna eða
álíka mikið fé og Vestfjarðagöng sem
nú eru í byggingu. Munurinn er hins
vegar sá að um þetta mannvirki
myndu fara þúsundir bíla á sólarhring
og það myndi stytta akstursleiðina
norður í land um tæplega 20 kíló-
metra. Ahrif þessarar tengingar á
byggðaþróun höfuðborgarsvæðisins
yrðu gífurleg. Hún myndi án efa
styrkja byggð í Geldingarnesi og
virka sem vítamínsprauta á fyrirhug-
aða byggð í Alfsnesi. Með þessari
sjávarbraut myndi Alfsnesið verða
komið í svipaða akstursfjarlægð frá
miðborg Reykjavíkur og Hafnarfjörð-
ur er nú.
Fyrstu hugmyndir um þessa nýju
samgönguþót út frá höfuðborgar-
svæðinu komu fram á 8. áratugnum
en þóttu þá býsna háleitar og óraun-
hæfar. í samgönguráðherratíð Matt-
híasar Á. Mathiesen var rykið dustað
af þeim og nefnd skipuð til að gera
ffekari tillögur. Nú er þessi fram-
kvæmd að komast á áætlun og áform-
að að ráðast í hana á næstu 10-15
árum. Meginástæðan fyrir áhuga
Reykjavíkurborgar á þessari fram-
kvæmd er uppbygging norðursvæða
borgarinnar, þ.e. í Grafarvogi, Korp-
úlfsstaðalandi og Geldinganesi. Þá
hefur tilkoma Sorpu í Gufunesi og
urðunarstaður sorps á Álfsnesi þrýst
á um hagkvæmni þess að ráðast í
þetta mikla mannvirki.
GÖNG UNDIR HVALFJÖRÐINN
Nokkru norðar á því landakorti,
sem við erum að skoða í þessari
grein, eða nánar tiltekið í Kjós og
Hvalfirði, er verið að undirbúa mikla
framkvæmd sem styttir leiðina vest-
ur og norður um land. Þar er að sjálf-
sögðu átt við göng undir Hvalfjörð.
Nú er tekist á um það hvar verði
nákvæmlega farið undir fjörðinn en
um það atriði eru Vegagerð ríkisins
og hlutafélagið Spölur ekki sammála
þessa stundina. Tvær leiðir koma þar
til greina en hvor kosturinn, sem
verður fyrir valinu, breytir nær engu
um styttinguna sem verður á norður-
leiðinni. í báðum tilvikum styttist hún
um 48 kílómetra og er þá átt við leið-
ina frá syðri gangaopinu við Saurbæ í
Kjós og að afleggjaranum til Akra-
ness, norðan Akrafjalls.
Vestlendingar hafa margir mikinn
áhuga á því að leggja veg frá nyrðra
gangaopi vestur fyrir Akrafjall og
koma þar með Akranesi í beina teng-
ingu við hringveginn. Þá reikna þeir
Hlutfall til bifreiðaskatta
til vegagerðar 1984-1992
* Skv. áætlun
28