Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 61
HAFA SKIPT UM BREFHAUS - SEGIR VILHJÁLMUR EGILSSON HJÁ VERSLUNARRÁDINU stöðuna til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum og þess vegna varð íslensk verslun til. Um leið erum við að taka þátt í þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu með stofnun „hreinna" samtaka atvinnurekenda í verslun- inni.“ Þess má geta að í framkvæmda- stjórn Islenskrar verslunar sitja þau Bjarni Finnsson í Blómavali, Birgir R. Jónsson hjá Magnúsi Kjaran hf., Sig- fús Sigfússon í Heklu, Sigrún Magn- úsdóttir í versluninni Rangá, Kristján Einarsson hjá Rekstrarvörum hf., Ragnar Ragnarsson í Jöfri, Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, Stefán S. Guðjónsson framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Jón- as Steinarsson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. FLUTNING AKAU PARÁÐ STOFNAÐ Aður en Islensk verslun var stofn- uð í janúar sl. hafði Félag íslenskra stórkaupmanna lengi vel fyrir sér stofnun sk. flutningakauparáðs. Slík félög eru starfandi víða erlendis og í Evrópusamtökunum eru um 220 þús- und fyrirtæki. Tilgangur þeirra er sá að vera sameiginlegur málsvari flutn- ingakaupenda á öllum sviðum flutn- inga. Nú hefur þetta ráð verið stofnað á vegum Islenskrar verslunar og við spurðum Birgi R. Jónsson nánar út í þetta fyrirkomulag. „Félögin í íslenskri verslun eru mjög stórir flutningakaupendur og við teljum að meira en helmingur þessar- ar þjónustu sé keyptur af okkar fyrir- tækjum. Þá er átt við flutninga á sjó, í lofti og á landi, póst- og fjarskipta- flutninga og afnot af höfnum og flug- völlum auk þess sem við kaupum ýmsa þjónustu er snertir vöruflæðið sjálft. Þeir kostnaðarliðir, sem þessu eru samfara, skipta miklu um afkomu verslunarinnar og vöruverðið í land- inu. Um leið hafa þessi atriði áhrif á samkeppnisstöðu okkar fyrirtækja gagnvart útlöndum og það liggur fyrir að samkeppnisaðilar þar búa við mun lægri gjöld en við á því sviði.“ Meginhlutverk Flutningakaupa- ráðsins er að sögn Birgis það að beita sér fyrir fullu frelsi í samgöngum inn- an- og utanlands. Hvað á hann við „Stofnun íslenskrar versl- unar mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Verslunarráð íslands verður 75 ára á þessu ári og við horfum með mikilli bjartsýni til næstu 75 ára. Verslunarráð- inu er á engan hátt ógnað þótt þessi þrjú félög búi sér til sam- eiginlegan bréfhaus,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs- ins, í samtali. Vilhjálmur sagði það hins vegar sitt álit að í íslenskri verslun væri ekki við neina andstæðinga að etja. Menn hefðu auðvitað frelsi til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum á eigin vettvangi en heppilegra væri að menn stæðu saman um sína hagsmuni í öflugum samtökum manna í atvinnurekstri. „Það er auðvitað rnisskilningur hjá forystumönnum þessara sam- taka að betra sé fyrir þau að hasla sér völl í einhvers konar hreinlífis- samtökum verslunarmanna. Á því herrans ári 1992 er það með ólíkind- um því auðvitað er öll atvinnustarf- semi nú til dags tengd verslun með einhverjum hætti. Hvað með iðnfyr- irtæki sem er bæði í framleiðslu, innflutningi og sölu á markaði hér innanlands? í hvers konar samtök- um ætti það að vera? Við í Verslunarráðinu vinnum fyrir viðskiptalífið í heild og vitum að allri atvinnustarfsemi fylgir kaup og sala í ákveðnum skilningi. Þess vegna hlýtur að vera meira í takt við tímann að fyrirtækin standi saman í öflugum samtökum á borð við okkar og ræði þar sín mál í þlíðu og stríðu. Ef menn eiga eitthvað vantalað hver við annan er skynsamlegra að ræða þau mál á sameiginlegum vettvangi fremur en skiptast á skeytum í gegnum fjölmiðla." Við spurðum Vilhjálm út í þá gagnrýni sem kaupmenn hefðu sett fram á Verslunarráðið um að það gæti illa sinnt hagsmunum flutninga- kaupenda vegna stöðu Eimskips innan ráðsins. „Þetta er auðvitað fráleit fullyrð- ing og á engan hátt makleg ásökun á Verslunarráðið. Innan þess eru fjöl- margir keppinautar á mörgum svið- um. Þannig hefur það alltaf verið og mun verða áfram. Verslunarráðið er vettvangur samtaka í öllum atvinnu- greinum og þar sameinast smáir og stórir til þess að vinna að framfara- málum atvinnulífsins í heild sinni. Við ræðum auðvitað þau mál, sem eru sameiginleg hagsmunamál, en einnig sérmál tiltekinna greina. Slíkt er eðli samtaka á borð við okkar." 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.