Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 38
TOLVUR stem Disks Memory Benchmarks Report Quit! Fl= Computer Name: Built-in BIOS: Main Processor: Math Co-Processor: Video Adapter: Mouse Type: IBM PC IBM, Monday, 8 November 1988 Intel 8088, 4.77 MHz None Monochrome (MDA) None Hard disks: SIM Floppy disks: 360K 360K Bus Type: Serial Ports: ISA (PC/AT) 1 1 Keyboard Type: Operating System: 83-key DOS 3.S0 DOS Memory: Extended Memory: Expanded Memory: 640K OK OK V Norton Utilities: Kerfisupplýsingar; uppbygging vélbúnaðarins. Next Previous ize system informaticm Pr int Cancel illí System Inf þeirra er stolið. Til þess að minnka áhrif þjófnaðarins á tekjur fyrirtækis- ins hefur Peter Norton valið þá leið að uppfæra pakkann reglulega og inni- fela þá fullkomnari útgáfur af kerfum eða ný kerfi. VANDAÐ VERKFÆRI Norton Disk Doctor var nýtt kerfi sem kom fyrst með útgáfu 4.5 af Nor- ton Utilities, eða NU, og var ein af helstu nýjungunum í þeirri útgáfu. Kerfið vinnur með öllum útgáfum af DOS í 3. flokki og einnig í 4.0 þótt það sé ekki tekið sérstaklega fram. Nýjasta útgáfan á markaðnum er NU 5.0 (6.0 mun vera að koma á markaðinn í Bandaríkjunum). Sú út- gáfa er hins vegar talsvert frábrugðin 4.5. Hún er fyrir grafískan skjáhátt sem m.a. þýðir að vinnslu íkerfinu má stjórna með mús. NU 5.0 tekur miklu meira rými á diski og hentar því ekki venjulegum PC og AT tölvum. NU 5.0 fæst hjá flestum helstu seljendum forrita og kostar rúmar 16 þúsund kr. með vsk. Án þess að fara nákvæmlega út í að lýsa eldri hjálparforritunum í útgáfu 4.5 má nefna að í henni eru m.a. forrit til þess að endurstofna skrár sem hef- ur verið eytt af diski (með DELETE eða skel í notendaforriti sem notar DELETE), forrit til að „taka til á diski“, þ.e. að þjappa gögnum saman og auka virkt geymslurými en við það eykst sóknar- og vistunarhraði. Þessi kerfi eru höfð saman undir einum hatti í útgáfu 4.5 og ræst með NI (Norton Integrator). Stjóm og vinnsla fer öll fram með skel sem inni- heldur aðgengilegar valmyndir og eru kostir valdir með örvahnöppum. í Utilities 4.5 er valmyndin byggð þannig upp að til hliðar er textadálkur „Peter Norton fór ekki í forstjóraleik eða gerðist „tölvugúrú“ eins og títt er í tölvuævintýrum, heldur hélt sínu striki og þróaði og endurbætti kerfin stig af stigi auk þess að bæta við nýjum kerfum í pakkann." í þessum textadálki er listi yfir föll þeirra breyta sem hægt er að nota en þau má síðan flytja í skipanalínu neðst á skjánum. Fyrsti valkosturinn nefnist „Batch Enhancer“ eða BE. Með honum er hægt að búa til glugga á skjánum og setja inn í hann valmynd með ræsi- lyklum fyrir skipanaskrár (bat-skrár). Með þessu móti getur notandinn búið til einfalda skel sem getur verið til hagræðis þegar nota þarf mismunandi forrit. í stað þess að ræsa þau frá drifkvaðningu er hægt að gera það með örvahnappi og RETURN úr val- mynd. Innifalið í BE er prófun sem gerir kleift að reyna alla notkunar- möguleika, þ.e. hvort BE-uppsetn- ingin virki fullkomlega í DOS um- hverfinu. STÆLLINN Án þess að fara út í langt mál skal þess getið að með NU kerfinu er hægt að gera ýmsa hluti sem venju- legir notendur kynnu áreiðanlega vel að meta og gera skeljar skemmtileg- ar. Má þar nefna notkun lita og þann möguleika að láta glugga gliðna sund- ur og hverfa af skjánum; „súmma út“ eins og það heitir á fagmálinu. Ef benda ætti á dæmi um notkun þessa verkfæris mætti nefna þann möguleika að glæða venjulegt DOS umhverfi lífi: í stað þurrkuntulegrar drifkvaðningar birtast gluggar á skjánum, í lit, og í þeim listi yfir þá vinnslu sem notandinn á kost á að velja. HJÁLPARFORRITIN Af öðrum möguleikum má nefna „Disc Information" sem fer yfir disk- inn og gefur notanda upplýsingar um ástand hans og hvernig hann er nýttur ásamt ýmsum upplýsingum um drifið sjálft og þann hugbúnað (stýriplötu) sem stjórnar því. Hægt er að raða upp skrá yfir innihald disks eftir skrá- arheiti, eftirnafni, stærð, dag- eða tímasetningu. Hér er ástæða til að geta þess að endurröðun yfirlits má vista þannig að hún birtist þegar skip- unin DIR er gefin í stýrikerfmu. Helsti kosturinn er sá að með þessu móti er hægt að láta þær skrár, sem oftast eru sóttar, vera efst á skjánum. Með „Disc Tester“ er hægt að yfirfara og prófa disk, t.d. með því að láta tölvuna lesa alla sektora (geira), allar skrár eða hvort tveggja. Einnig má prófa að lesa einstaka skrá ef not- andinn hefur illan bifur á henni. Með „File Attribute“ er hægt að leita uppi skrár eftir einkennum þeirra, t.d. finna og raða upp skrám sem tilheyra DOS stýrikerfinu. Þetta kerfi er talsvert fullkomnara en það sem innifalið er í DOS. (Með ATT- RIB-skipuninni í DOS 3.1 eru skrár 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.