Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 46
VINNUSTAÐIR íþrótta að leiðarljósi, þar sem aðeins er um tvennt að ræða, — að sigra eða tapa. Starfsmenn fyllast keppnisskapi og metnaði fyrir hönd fyrirtækisins, eins og um liðsheild sé að ræða. í boði eru störf sem reyna á fólk, það fær ögrun því stjómendur búa til hungur í mönnum eftir því að ná árangri.“ STARFSMENN LAÐA AÐ VIÐSKIPTAVINI En það getur verið jafn erfitt að umgangast sigur eins og ósigur, jafnt í íþróttum sem í fyrirtækjarekstri. Jó- hann Ingi benti á að hér á landi hafi menn oft ekki kunnað að fara með sigurinn. Hin tíðu gjaldþrot eigi m.a. rót að rekja til þess að ekki var farið nógu varlega þegar vel gekk. A sama hátt er mikilvægt að gefast ekki upp þegar illa gengur, — að kunna að taka tapi. „Það eina sem keppinauturinn á ekki er starfsfólkið mitt,“ sagði Ólafur Jón. „Það er auðvelt að taka upp aðferðir og tilboð samkeppnisað- ila, en starfsmennirnir geta gert gæfumuninn.“ Hjá Sjóvá-Almennum þurfti að vinna sérstaklega að því að ná góðum starfsanda þegar fyrirtækin samein- uðust fyrir þremur árum. Ákveðið var að byrja strax á að sameina starfs- fólkið, til að koma í veg fyrir hugsun- arháttinn VIÐ annars vegar og ÞIÐ hins vegar. Þetta var gert með því að helmingur starfsfólks Sjóvá fór í hús Almennra, og öfugt. Þar var þeim einnig raðað upp sitt á hvað, til þess að hóparnir blönduðust. „Árangurinn af þessu varð mjög góður,“ sagði Ólafur Jón. „Þessi uppstokkun stóð í níu mánuði, eða þar til við fluttum í nýtt hús sem sameinaði okkur enn meir. Við höfum síðan tekið í gagnið nýjan tölvu- og hugbúnað sem hefur einnig sameinað okkur. ÓFORMLEGT FRAMMISTÖÐUMAT Fyrirtækið Einar J. Skúlason hf. hefur vaxið hratt sl. áratug. Það stendur á gömlum merg, hafði 22 starfsmenn árið 1984, en þeir eru nú orðnir 80. Vöxtur fyrirtækisins hefur orðið samhliða tölvuvæðingu lands- manna og átti sér stað í skorpum, að sögn Bjarna Ásgeirssonar skrifstofu- stjóra og eins eigenda fyrirtækisins. „Við höfum ráðið til okkar hópa í ákveðin verk og þurftum að senda fólk í nám erlendis vegna tækni- og hugbúnaðarmála. Tækniþekking er dýr og starfsfólkið því mikilvæg fjár- festing. Okkur hefur haldist mjög vel á fólki, sami kjarninn frá upphafi. Starfsfólk með slíka þekkingu á auð- velt með að fá vinnu og fer eitthvað annað ef það er ekki ánægt, t.d. með laun. Við greiðum laun eins og þau gerast á markaðnum og reynum að halda vöku okkar í þeim efnum. En það er ekki nóg. Starfsumhverfið þarf líka að vera gott og störfin fjölbreytt, “ sagði Bjarni. Fyrirtækið er deildaskipt og eru yfirmenn deildanna flestir eigendur. Þeir hafa því ekki sérstakan starfs- mannastjóra, ráða sjálfir fólk hver í sína deild. Af þessari nánu samvinnu leiðir einnig að frammistöðumat er óformlegt og á sér stað daglega þar sem yfirmenn vinna með sínu fólki. Frammistöðumat hjá Sjóvá-Al- mennum er einnig óformlegt. Það er í höndum deildarstjóra sem gefa starfsmannastjóra ábendingar um frammistöðu starfsmanna og getur það haft áhrif á laun viðkomandi. Fyrirtækið hefur lokað launakerfi þar sem óheimilt er að ræða um hver launin eru. Það er samningsatriði milli fyrirtækis og starfsmanns. „Menn geta verið með mishá laun þó þeir vinni sömu störf,“ sagði Ólafur Jón. „Ýmsir þættir hafa áhrif á það hvernig samið er við hvem og einn. Mat deildarstjóra getur þar skipt máli svo og annarra starfs- manna. Við tökum einnig tillit til hróss og kvartana viðskiptavina.“ ÞEKKING SKAPAR VELLÍÐAN Til þess að gera starfsmenn hæfari eru ýmsir möguleikar á endur- og framhaldsmenntun. Starfsmanni sem fmnst hann hafa vald á starfi sínu og vera vel að sér, líður betur en þeim sem finnst hann illa að sér. Sum fyrirtæki bjóða upp á byrjun- arnámskeið fyrir nýtt starfsfólk. Samband íslenskra tryggingarfélaga rekur til dæmis Tryggingaskólann, en það er eins mánaðar námskeið sem starfsmenn sitja í hálfan daginn. Einnig eru í boði endurmenntunar- námskeið sem starfsmenn þurfa helst að fara á þegar þeim býðst það, til þess að missa ekki af lestinni. Ólafur Jón sagði tilgang endur- menntunar vera að auka framleiðni fyrirtækisins og gera starfsmenn 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.