Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 31

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 31
EFNAHAGSMAL Árið 1991 nam viðskiptahalli íslendinga um 18 milljörðum króna. Það samsvarar því að við hefðum tekið allan bílainnflutninginn og öll olíukaup til landins að láni þetta ár. Islendingar hafa verið að taka lífskjör sín að láni erlendis á undanförnum árum. LÍFSKJÖRIN TEKIN AÐ LÁNI t STÖÐUGT BREIKKAR BILIÐ MILLIÍSLANDS OG HINNA OECD RÍKJANNA • ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ H/ETTA AÐ RÁDSTAFA VERÐMÆTUM ÁÐUR EN ÞEIRRA ER AFLAÐ • FORYSTA í STJÓRNMÁLUM OG ATVINNULÍFIHEFUR BRUGÐIST - MENN VERÐA AÐ VAKNA • ER ÁSTÆÐA TIL BJARTSÝNISEM BYGGÐ ER Á RAUNSÆI? íslendingar hafa verið tregir til að horfast í augu við tölulegar staðreyndir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólga undanfarinna ára hefur brenglað verðmætamat og staðreyndaskyn okkar í ýmsum efnum. Skyndileg hjöðnun verðbólgunnar niður í eins stafs prós- entutölu á ári gerir það að verkum að nú eru meiri líkur en áður fyrir því að unnt sé að fá landsmenn til að staldra við ýmsar staðreyndir efnahagsmála sem blasa við. Augu manna eru sífellt að opnast betur fyrir því að lífskjörin hér á landi hafa verið tekin að láni erlendis á undanförnum árum. TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.