Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 37

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 37
TOLVUR The Norton (Jtilitiesj Advanced Edition 4.50, (C) Copr 1987—88, F'eter Norton 13:47, Sunday, 10 November 1991 Main menu Explore disk UnErase Disk information Qtiit- the Norton Utilities View, edit, search, or copy selected item I tem t-ype Dr i ve Directory name File name Directory C: \ F.'oot dir Skjámynd úr Norton Utilities: „UnEarase" nefnist hjálparforrit sem gerir kleift að endurstofna skrár sem eytt hefur verið af diski með skipuninni „Delete" í einu formi eða öðru. Þetta tæki kemur þó ekki að gagni hafi diskurinn verið forsniðinn á nýjan leik. (Annað kerfi ræður við slík verkefni að ákveðnum forsendum uppfylltum). „GAGNALÆKNINGAR" UM HJÁLPARFORRITIN NORTON UTILITIES 4.5 OG AÐVÖRUN TIL ÞEIRRA SEM GEYMA TRÚNAÐARMÁL Á DISKUM ÁN ÞESS AÐ VITA UM ÞAÐ. Peter Norton nefnist rnaður sem hefur einbeitt sér að því að kanna innviði DOS stýrikerfis- ins. Arangurinn varð í fyrstu lít- ið forrit sem gerði kleift að leita TOLVUÞATTUR Leó M.Jónsson skrifar hér um hjálparforritin Norton Utilities 4.5, „sjúkrakassa“ forritara og þeirra sem vinna við DOS kerfin. uppi ákveðin heiti eða setningar í skrám á diski án þess að not- andinn vissi í hvaða skrám þær væru. Þetta forrit var mjög vin- sælt á meðal sk. „hjakkara“. Síðar kom annað forrit frá Nor- ton til að þjappa gögnum saman á diskum og nýta rými þeirra betur. Eins og í mörgum öðrum amerísk- um ævintýrum skapaðist eftirspurn eftir öðrum forritum í svipuðum dúr; áður en varði var Peter Norton kom- inn með líflegt fyrirtæki sem óx og dafnaði. I stað þess að raða saman rútínum fyrir „hjakkara“ fór Peter Norton að setja saman skipulagða for- ritapakka, eins konar hjálparforrit sem enn þann dag í dag nefnast „Nor- ton Utilities", eins konar „sjúkra- kassi“ forritara og þeirra sem vinna við stjórn DOS kerfa. Þessi forrit voru snurfusuð og sett á þau þægileg- ar skeljar (valmyndir) sem venjulegt fólk botnaði í og áður en varði urðu þau eftirsótt söluvara og á meðal kaupenda voru margir venjulegir tölvunotendur sem komnir voru aðeins lengra í fræðunum en meðal- tölvu-Jón. Peter Norton fór ekki í forstjóra- leik eða gerðist „tölvugúrú“ eins og títt er í tölvuævintýrum, heldur hélt sínu striki og þróaði og endurbætti kerfin stig af stigi auk þess að bæta við nýjum kerfum í pakkann. Kerfm hafa náð miklum vinsældum en það er ekkert leyndarmál að stórum hluta 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.