Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 24
FORSIÐUGREIN 4. Minnkandi halli Síðasta atriðið, sem hér verður nefnt, er að sala á ríkiseignum minnk- ar halla á rekstri ríkisins og kemur því almenningi til góða. REYNSLA ANNARRA ÞJÓÐA Það er ekki einungis á íslandi sem afskipti hins opinbera af fjármálakerf- inu eru nú til endurskoðunar. I rúm- lega tuttugu löndum, sem mér er kunnugt um, hefur umræða um sölu og/eða sala ríkisbanka farið fram. Rík- isbankar hafa á síðustu misserum m.a. verið seldir í Astralíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, ísrael, Mexíkó og Venesúela. Fjölmörg lönd í Austur-Evrópu, þ.á.m. Ungverja- land og Pólland, stefna að víðtækri sölu á fjármálastofnunum sínum. Einnig er að komast hreyfmg á þessi mál hjá Austurríkismönnum, írum, Itölum og Nýsjálendingum, svo ein- hver lönd séu nefnd. Við getum lært ýmislegt af þeirri einkavæðingu á ríkisbönkum sem fram hefur farið á síðustu árum. Við getum auðvitað fyrst lært af þeim fjöl- mörgu löndum, sem standa í einka- væðingu banka, að við íslendingar er- um ekki að gera eitthvað ólíkt öllum öðrum þjóðum. í Bretlandi var TSB bankinn seldur árið 1986. Áskriftir að þeim einum og hálfa milljarði hluta, sem boðnir voru til sölu, voru langt umfram það sem í boði var. Þeir, sem fengu bréf, nutu strax verulegs hagnaðar í formi hækkunar bréfanna. Notuð var svo- kölluð sölutilboðsaðferð, þar sem út- boðsfyrirtæki kaupir öll bréfm og bíð- ur þau síðan almenningi. Þessi aðferð er algengust ef dreifa á hlutabréfum til margra minni fjárfesta. Viðskiptavinir TSB nutu forgangs svo og starfsmenn og eftirlaunaþegar fyrirtækisins. Þeim hlutabréfaeig- endum, sem vildu halda í bréf sín í a.m.k. þrjú ár, voru boðin sérstök fríðindi. Þetta var gert tO að fá fólk til að halda í bréf sín í stað þess að taka einungis inn skyndigróðann fyrstu vikurnar og selja síðan. í Mexíkó hafa átta ríkisbankar verið seldir. í flesta þessara banka hafa stærri fjárfestar boðið og því ekki um að ræða að fjöldi Mexíkóbúa kaupi hlut. Þessi aðferð hefur verið „Sala á ríkiseignum minnkar halla á rekstri ríkisins og kemur því al- menningi til góða.“ nefnd verðtilboðsaðferð. Fjárfestar gera bindandi tilboð í hlutabréfm. Með þessari aðferð hefur mexí- kanska ríkisstjómin náð að auka tekj- ur sínar af sölu bankanna en nær allir bankarnir, sem seldir hafa verið, hafa farið á hærra verði en sett var upp sem lágmarksverð. í langflestum til- fellum eru það bandarískir fjárfestar sem hafa keypt þessar stofnanir. í framhaldi af einkavæðingunni hafa flestir þessara banka náð fram veru- legri rekstrarhagræðingu. í ísrael er það stefna ríkisstjómar- innar að selja ríkisbanka. Þar hafa stærri erlendir fjárfestar boðið í bank- ana, m.a. frá Ástralíu, Suður-Amer- íku og víðar. Verðtilboð verða notuð við sölu bréfanna. Ríkisstjórn ísraels stefnir jafnframt að því að bjóða 1/5 hluta í tilteknum bönkum á opnum innanlandsmarkaði fyrir minni fjár- festa. Bankamenn í ísrael virðast mjög jákvæðir gagnvart þessum breytingum og telja að með þeim ná- ist stöðugleiki í bankamálum ísraels sem ekki hafi verið til staðar meðan ríkið lék þar aðalhlutverkið. í Portúgal fengu einungis fyrirfram samþykktir hópar fjárfesta að bjóða í portúgalska ríkisbanka. Ríkisbankar þar í landi hafa átt í miklum erfiðleik- um og em m.a. um 20% útlána þeirra lán sem ekki eru talin endurhæfa. SAMKEPPNI0G EIGNARAÐILD Markmið einkavæðingar eru einna helst þau að auka samkeppni og skil- virkni í hagkerfinu. Þó svo að hag- kvæmni í rekstri Búnaðarbankans kunni að aukast með tilkomu einka- eignar þá þarf einnig að hugsa um samkeppni — það er sá þáttur sem neytendur munu hagnast mest á. Mikið hefur verið rætt um það hér- lendis að nauðsynlegt sé að til staðar séu fáir og sterkir bankar á íslandi. í þeim fylkjum Bandaríkjanna og í þeim löndum Evrópu þar sem fáir bankar hafa haft afgerandi markaðshlutdeild, en aðgengi annarra banka verið frjálst, hafa neytendur þurft að borga hærri þjónustugjöld. Þannig hefur fá- keppnin leitt af sér óhagræði fyrir neytendur. Um leið og pólitík og efna- hagsleg rök kunna að vera fyrir stór- um bönkum þá er líka nauðsynlegt að efla samkeppni með því að heimila erlendum bönkum að starfa á íslandi og hvetja til þess að minni bankar með sérhæfari þjónustu séu starfræktir. Þess ber þó að geta að í saman- burðarrannsóknum hafa stórir bankar (með heildareignir yfir 18 milljarða ís- lenskra króna) sýnt yfirburði miðað við smærri banka hvað rekstrarhag- kvæmni varðar. Þótt íslensku bank- arnir séu ekki stórir á heimsmælis- kvarða (Landsbankinn númer 996 í röðinni yfir stærstu banka heims skv. upplýsingum í The Banker) þá hafa stærri einingar í bankarekstri hér- lendis án efa í för með sér hagræð- ingu. En hvort sú hagræðing flyst út til neytenda byggist fyrst og fremst á því hvort samkeppni ríki á þessu sviði. Annað atriði, sem mikið hefur verið rætt um, er hverjir megi og megi ekki kaupa í Búnaðarbankanum. Þótt eðlileg dreifing á eignaraðild í sterkum fyrirtækjum geti verið æski- leg þá er það fyrst og fremst sam- keppni sem neytendur hagnast á. Ef fyrirtæki eru í einokunaraðstöðu þá hefur litlu skipt hvort þau eru almenn- ingshlutafélög eða í eign fárra — fyrirtækin hámarka ávallt hagnað sinn. Það skiptir því neytendur litlu 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.