Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 24
FORSIÐUGREIN
4. Minnkandi halli
Síðasta atriðið, sem hér verður
nefnt, er að sala á ríkiseignum minnk-
ar halla á rekstri ríkisins og kemur því
almenningi til góða.
REYNSLA ANNARRA ÞJÓÐA
Það er ekki einungis á íslandi sem
afskipti hins opinbera af fjármálakerf-
inu eru nú til endurskoðunar. I rúm-
lega tuttugu löndum, sem mér er
kunnugt um, hefur umræða um sölu
og/eða sala ríkisbanka farið fram. Rík-
isbankar hafa á síðustu misserum
m.a. verið seldir í Astralíu, Bretlandi,
Danmörku, Frakklandi, ísrael,
Mexíkó og Venesúela. Fjölmörg lönd
í Austur-Evrópu, þ.á.m. Ungverja-
land og Pólland, stefna að víðtækri
sölu á fjármálastofnunum sínum.
Einnig er að komast hreyfmg á þessi
mál hjá Austurríkismönnum, írum,
Itölum og Nýsjálendingum, svo ein-
hver lönd séu nefnd.
Við getum lært ýmislegt af þeirri
einkavæðingu á ríkisbönkum sem
fram hefur farið á síðustu árum. Við
getum auðvitað fyrst lært af þeim fjöl-
mörgu löndum, sem standa í einka-
væðingu banka, að við íslendingar er-
um ekki að gera eitthvað ólíkt öllum
öðrum þjóðum.
í Bretlandi var TSB bankinn seldur
árið 1986. Áskriftir að þeim einum og
hálfa milljarði hluta, sem boðnir voru
til sölu, voru langt umfram það sem í
boði var. Þeir, sem fengu bréf, nutu
strax verulegs hagnaðar í formi
hækkunar bréfanna. Notuð var svo-
kölluð sölutilboðsaðferð, þar sem út-
boðsfyrirtæki kaupir öll bréfm og bíð-
ur þau síðan almenningi. Þessi aðferð
er algengust ef dreifa á hlutabréfum
til margra minni fjárfesta.
Viðskiptavinir TSB nutu forgangs
svo og starfsmenn og eftirlaunaþegar
fyrirtækisins. Þeim hlutabréfaeig-
endum, sem vildu halda í bréf sín í
a.m.k. þrjú ár, voru boðin sérstök
fríðindi. Þetta var gert tO að fá fólk til
að halda í bréf sín í stað þess að taka
einungis inn skyndigróðann fyrstu
vikurnar og selja síðan.
í Mexíkó hafa átta ríkisbankar
verið seldir. í flesta þessara banka
hafa stærri fjárfestar boðið og því
ekki um að ræða að fjöldi Mexíkóbúa
kaupi hlut. Þessi aðferð hefur verið
„Sala á ríkiseignum minnkar halla á
rekstri ríkisins og kemur því al-
menningi til góða.“
nefnd verðtilboðsaðferð. Fjárfestar
gera bindandi tilboð í hlutabréfm.
Með þessari aðferð hefur mexí-
kanska ríkisstjómin náð að auka tekj-
ur sínar af sölu bankanna en nær allir
bankarnir, sem seldir hafa verið, hafa
farið á hærra verði en sett var upp
sem lágmarksverð. í langflestum til-
fellum eru það bandarískir fjárfestar
sem hafa keypt þessar stofnanir. í
framhaldi af einkavæðingunni hafa
flestir þessara banka náð fram veru-
legri rekstrarhagræðingu.
í ísrael er það stefna ríkisstjómar-
innar að selja ríkisbanka. Þar hafa
stærri erlendir fjárfestar boðið í bank-
ana, m.a. frá Ástralíu, Suður-Amer-
íku og víðar. Verðtilboð verða notuð
við sölu bréfanna. Ríkisstjórn ísraels
stefnir jafnframt að því að bjóða 1/5
hluta í tilteknum bönkum á opnum
innanlandsmarkaði fyrir minni fjár-
festa. Bankamenn í ísrael virðast
mjög jákvæðir gagnvart þessum
breytingum og telja að með þeim ná-
ist stöðugleiki í bankamálum ísraels
sem ekki hafi verið til staðar meðan
ríkið lék þar aðalhlutverkið.
í Portúgal fengu einungis fyrirfram
samþykktir hópar fjárfesta að bjóða í
portúgalska ríkisbanka. Ríkisbankar
þar í landi hafa átt í miklum erfiðleik-
um og em m.a. um 20% útlána þeirra
lán sem ekki eru talin endurhæfa.
SAMKEPPNI0G EIGNARAÐILD
Markmið einkavæðingar eru einna
helst þau að auka samkeppni og skil-
virkni í hagkerfinu. Þó svo að hag-
kvæmni í rekstri Búnaðarbankans
kunni að aukast með tilkomu einka-
eignar þá þarf einnig að hugsa um
samkeppni — það er sá þáttur sem
neytendur munu hagnast mest á.
Mikið hefur verið rætt um það hér-
lendis að nauðsynlegt sé að til staðar
séu fáir og sterkir bankar á íslandi. í
þeim fylkjum Bandaríkjanna og í þeim
löndum Evrópu þar sem fáir bankar
hafa haft afgerandi markaðshlutdeild,
en aðgengi annarra banka verið
frjálst, hafa neytendur þurft að borga
hærri þjónustugjöld. Þannig hefur fá-
keppnin leitt af sér óhagræði fyrir
neytendur. Um leið og pólitík og efna-
hagsleg rök kunna að vera fyrir stór-
um bönkum þá er líka nauðsynlegt að
efla samkeppni með því að heimila
erlendum bönkum að starfa á íslandi
og hvetja til þess að minni bankar með
sérhæfari þjónustu séu starfræktir.
Þess ber þó að geta að í saman-
burðarrannsóknum hafa stórir bankar
(með heildareignir yfir 18 milljarða ís-
lenskra króna) sýnt yfirburði miðað
við smærri banka hvað rekstrarhag-
kvæmni varðar. Þótt íslensku bank-
arnir séu ekki stórir á heimsmælis-
kvarða (Landsbankinn númer 996 í
röðinni yfir stærstu banka heims skv.
upplýsingum í The Banker) þá hafa
stærri einingar í bankarekstri hér-
lendis án efa í för með sér hagræð-
ingu. En hvort sú hagræðing flyst út
til neytenda byggist fyrst og fremst á
því hvort samkeppni ríki á þessu
sviði.
Annað atriði, sem mikið hefur
verið rætt um, er hverjir megi og
megi ekki kaupa í Búnaðarbankanum.
Þótt eðlileg dreifing á eignaraðild í
sterkum fyrirtækjum geti verið æski-
leg þá er það fyrst og fremst sam-
keppni sem neytendur hagnast á. Ef
fyrirtæki eru í einokunaraðstöðu þá
hefur litlu skipt hvort þau eru almenn-
ingshlutafélög eða í eign fárra —
fyrirtækin hámarka ávallt hagnað
sinn. Það skiptir því neytendur litlu
24