Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 9
FRETTIR
■
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS:
RÆÐUR EIMSKIP ÖLLU?
KAUPMENN TALA UM HAGSMUNAÁREKSTUR
HP Á fSLANDI:
HLUTAFÉ ER
39 MILUÓNIR
I síðasta tbl. Frjálsrar
verslunar kom fram að
stofnað hefði verið hluta-
félag um rekstur
Hewlett-Packard á ís-
landi og að hlutafé hafi
verið kr. 640.000.
Birgir Sigurðsson hjá
HP á íslandi hf. hefur
vakið athygli blaðsins á
því að það sé rétt að í til-
kynningu, sem birtist í
Lögbirtingarblaðinu og
Frjáls verslun lagði til
grundvallar frétt sinni,
hafi staðið að hlutafé
væri kr. 640.000. HP á ís-
landi leiðrétti þetta síðar
með annarri tilkynningu,
sem birtist einnig í Lög-
birtingarblaðinu, en þar
kom hið rétta fram um
fjárhæð hlutafjár í félag-
inu en það er 640.000
Bandaríkjadollarar eða
um 39 milljónir króna.
Hewlett-Packard A/S á
þriðjung hlutafjár í félag-
inu.
Stjórnarformaður HP á
íslandi hf. er WernerRas-
musson og framkvæmda-
stjóri Frosti Bergsson.
í fjölmiðlum hefur
verið tiltölulega hljótt
um það þegar kaupmenn
og innflytjendur ákváðu
að slíta samstarfi við
Verslunarráð íslands og
stofna sín eigin samtök,
íslenska verslun. Á bak
við tjöldin höfðu mikil
átök átt sér stað áður en
Félag íslenskra stór-
kaupmanna og Verslun-
arráðið slitu samstarfi
um rekstur á Skrifstofu
viðskiptalífsins. Megin-
ástæðan fyrir vinslitun-
um var sú að kaupmenn
töldu Eimskip með allt of
sterk áhrif í Verslunar-
ráðinu og að Vilhjálmur
Egilsson, alþingismaður
og framkvæmdastjóri
ráðsins, væri fyrst og
fremst fulltrúi þeirra sem
stjórna Eimskip um þess-
ar rnundir. Bentu þeir á
að Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips, væri
formaður Alþjóða versl-
unarráðsins hér á landi
en Vilhjálmur væri jafn-
framt framkvæmdastjóri
þess. Á hinn bóginn telja
ýmsir þeir, sem nú stýra
Verslunarráðinu, að
stofnun sérsamtaka
kaupmanna sé tíma-
skekkja og í hana ráðist
af misskilningi.
Þú getur treyst okkur.
Við lækkum kostnað í viðskiptaferðum.
Menn úr viðskiptalífinu mega trevsta því að Úrval-
Útsýn finnur ávallt hagstæðustu ferðamöguleikana.
í könnun ferðablaðs Morgunblaðsins hefur komið
berlega í ljós að sérfræðingar Úrvals-Útsýnar geta
sparað kaupsýslumönnum umtalsverðar fjárbæðir.
Haíðu revnsluna að leiðarljósi.
Láttu okkur skipuleggja næstu viðskiptaferð.
Hafðu samband við söluskrifstofur Úrvals-Útsýnar,
í Mjódd, sími 699300, og við Austurvöjl, sími
26900.
4 4
URVALUTSYN
9