Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 14
FRETTIR
ÞEIR KUNNA AÐ RAÐ-
STAFA SKATTPENINGUM
Á líflegum morgun-
verðarfundi Verslunar-
ráðsins á dögunum um
skattlagningu eigna og
eignatekna, þar sem
Baldur Guðlaugsson
hafði framsögu, var
Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbank-
ans, einn þeirra sem
fengnir voru til að segja
álit sitt á málinu.
Sverrir kom með marg-
ar hnyttnar athugasemd-
ir, eins og við mátti
búast. Hann hafði m.a.
áhyggjur af framgöngu al-
þingismanna þegar til
þeirra kasta kæmi að
setja lög um svo flókið
mál sem skattlagning
eigna og eignatekna er.
Bankastjórinn sagði
eitthvað á þá leið að hann
hefði átt hvað lengstan
starfsdag með mönnum
sem höfðu ekkert vit á
skattamálum og lögðu sig
ekki eftir því að skilja
þau. Það hafi verið á al-
þingi. En Sverrir sagðist
engum hafa kynnst þar
sem taldi sig ekki hafa vit
á því hvernig ætti að ráð-
stafa skattpeningum.
Á fundinum voru menn
sammála um að skatt-
lagning eigna og eigna-
tekna væri afar flókið og
vandmeðfarið mál. Höfðu
ýmsir áhyggjur af því að
svo mikil tímapressa yrði
lögð á þá nefnd, sem vinn-
ur að málinu, að út úr
starfi hennar gæti komið
hættulegur óskapnaður.
Gunnar Helgi Hálfdán-
arson sagðist ekki kunna
að nefna réttláta leið til
að eyða því ranglæti sem
nú viðgengist. Hann
kvaðst óttast að niður-
staðan yrði sú að einung-
is bættist við ranglætið.
Guðmundur Hauksson
vakti athygli á því að hinn
1. janúar 1993 rynni upp
sá dagur að Islendingar
mættu flytja sparifé sitt
óhindrað til útlanda. Það
gæti leitt til fjármagns-
flótta úr landinu, ef illa
tækist til um lagasetn-
ingu vegna skattlagning-
ar eignatekna og fólki
þætti vegið að sparifjá-
reigendum.
Almennt voru menn
þeirrar skoðunar að
hyggilegt væri fyrir
stjórnvöld að hrapa ekki
að neinu.
Sverrir
bankastjóri.
Hermannsson,
SALTSILDARMALIÐ:
LANDSBANKINN VANN HEIMAVINNUNA
FRETTABREF LANDS-
BANKANS SENDIR
STJÓRNVÖLDUM
FÖST SKOT
Talsverð átök urðu
milli Landsbankans og
ríkisstjórnarinnar vegna
saltsíldarmálsins sem
upp kom nú eftir áramót-
in þegar Landsbankinn
þurfti að taka afstöðu til
beiðni síldarverkenda um
að hann lánaði utanríkis-
viðskiptabanka Rússa
verulegar fjárhæðir
vegna tímabundinna erf-
iðleika þeirra.
I Fréttabréfi Lands-
bankans, sem út kom um
mánaðamótin janúar —
febrúar, er viðtal við
Barða Árnason, aðstoðar-
bankastjóra Alþjóðasviðs
Landsbankans. Hann
stendur fastur á því að
Landsbankinn hafi einn
unnið heimavinnuna í
þessu máli. Barði telur að
undirbúningur bankans
hafi allur verið með eðli-
legum hætti. Hann sendir
L
Landsbanki
íslands
The National Bankof lceland
stjórnvöldum hins vegar
föst skot, einkum vegna
opnunar útflutnings-
tryggingadeildar Ríkis-
ábyrgðarsjóðs, sem hefur
verið lokuð í áratug:
„Opnun þessarar deild-
ar hjá Ríkisábyrgðasjóði
sýnir best í hvert öng-
stræti stjórnvöld eru
komin í þessu máli. Þessi
tryggingardeild hefur
aldrei verið neitt nema
nafnið eitt og eftir því,
sem ég best veit, var
aldrei hægt að kaupa þar
neina tryggingu sem
nokkru næmi. Undanfar-
in 10 ár a.m.k. hefurþessi
trygginadeild verið gjör-
samlega týnd. Nú á hún
allt í einu að vera í stakk
búin til að ábyrgjast 250
milljónir króna. Já,
kraftaverkin gerast enn,
hvað sem hver segir.
En gera menn sér al-
mennt ljóst hvað þetta
þýðir? Það þýðir einfald-
lega það að ríkisstjórnin
sér sig knúna til að bjarga
sjálfri sér fyrir horn með
því að veita ríkisábyrgð
fyrir þessari upphæð.“
14