Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 25
„Miðað við tölur úr ársreikningi Búnaðarbankans frá árinu 1990 þá ætti söluverð bankans að vera að minnsta kosti fjórir milljarðar." máli hvort fyrirtæki eru í eign fárra eða margra aðila. Neytendur græða á samkeppni og henni verður við komið á þessu sviði. Það verða alltaf einhverjir sem eiga meira en aðrir og hvort þeir eiga í fjölmiðlum eða skipafélögum kemur niður á eitt — ef samkeppni er til staðar er neytendum borgið. Þær dvergútgáfur af auðhringjum eins og hafa skapast hérlendis geta leitt margt gott af sér. Þessir innlendu auðhringir hafa þó verið hálf klaufa- legir í háttum þar sem dæmi eru um viðvaningslegar tilraunir þeirra til ein- okunar. Helsta leiðin til að halda þess- um auðhringjum í eðlilegum farvegi er að heimila útlendingum að fjárfesta hér í meiri mæli. Auðvitað þarf að fylgjast með erlendum fjárfestingum hérlendis en aukið frelsi í fjármagns- flutningum til landsins er eina leiðin gegn „ofurvaldi“ dvergauðhringja sem þrífast fyrst og fremst á höftum í fjárfestingum eða viðskiptum til og frá landinu. VERÐLAGNING OG KAUPENDUR Ef stefnan er sett á að selja hluta- bréfin í Búnaðarbankanum á opnum markaði þá er eðlilegt að markaðs- verð fáist fyrir þau. Þeir, sem hafa áhuga á að kaupa bréf í Búnaðarbank- anum, eiga að horfa í rekstur bankans en ekki einungis á hugsanlegan afslátt eins og tillögur hafa verið settar fram um. Prófað hefur verið að koma landsmönnum á bragðið í sambandi við hlutabréf með skattaafslætti og hefur reynslan af því sýnt að skattaaf- sláttur er ekki til þess fallinn að auka tiltrú eða skilning fólks á hlutabréfa- viðskiptum. Það er kominn tími á það að einstaklingar kaupi hlutabréf í arð- vænlegum fyrirtækjum vegna þess að þau eru vel rekin og eiga að öllum líkindum eftir að gefa góðan arð. Eig- endur Búnaðarbankans, þ.e. almenn- ingur, á kröfu á því að markaðsverð fáist fyrir bréfin. Einnig getur það haft slæm áhrif á önnur fyrirtæki á hluta- bréfamarkaði ef ríkið stendur að stór- felldri útsölu á einkavæddum fyrir- tækjum. Þess skal þó þess getið að pólitísk rök geta verið fyrir afslætti en önnur ekki. Miðað við tölur úr ársreikningi Búnaðarbankans frá árinu 1990 þá ætti söluverð bankans að vera að minnsta kosti fjórir milljarðar. Slíkt útboð á lokuðum innlendum hluta- bréfamarkaði væri allt of viðamikið og því hætta á að bréfin væru seld langt undir markaðsverði. Víða erlendis hafa ríkisstjórnir byrjað á því að selja 51% hlutabréfa í einkavæddum fyrir- tækjum og létt þannig á innlendum hlutabréfamarkaði. Hætt er við því að pólitísk afskipti af Búnaðarbankanum yrðu ekki úr sögunni ef ríkið héldi 49% hlut um nokkurn tíma. Að mínu mati er því æskilegast að ríkið selji öll bréfin í bankanum strax. Eðlilegt er að létta á innlendum hlutabréfamark- aði með því að bjóða erlendum fjár- festum að kaupa hlutabréf í bankan- um. Slíkt er líklega eina færa leiðin ef selja á bréfin á markaðsverði og ef stefnt er að því að selja þau öll á skömmum tíma. Það er nauðsynlegt fyrir okkur Is- lendinga að skoða hvort ekki eigi að heimila útlendingum að fjárfesta í Búnaðarbankanum. Ég hef heyrt það sjónarmið að Islendingar muni aldrei samþykkja eign útlendinga í íslensk- um stórfyrirtækjum. Þess vegna eigi jafnvel ekki að brydda upp á því til þess að stuða ekki almenning. Ég held að þetta sé ekki rétt. Það þarf vissulega að kynna fyrir fólki hvaða áhrif fjárfestingar útlendinga hafa á íslandi en að við séum mun lokaðri hvað varðar þessar hugmyndir en aðrar þjóðir vil ég ekki trúa. Fjárfest- ingar útlendinga á Islandi geta haft hressandi áhrif á íslenskt hagkerfi, hleypt nýjum hugmyndum inn í landið og gert allar „kolkrabbatilgátur" að mun flóknari fræðum þar sem fleiri en fjórir til fimm íslenskir stjómarfor- menn og forstjórar korna við sögu. Einkavæðing út af fyrir sig er ekk- ert töfraorð. Samkeppni og hag- kvæmni hennar vegna eru aftur á móti töfraorðin. Samkeppni leiðir til hagkvæmni í rekstri og lækkaðs vöruverðs sem kemur neytendum til góða. Með sölu Búnaðarbankans eru afskipti stjórnmálamanna af peninga- stofnunum einnig minnkuð verulega og stórt skref tekið í átt til eðlilegri samkeppni í bankakerfinu. Sala Bún- aðarbankans er mikilvægur liður í einkavæðingu á íslandi. Einkarekinn Búnaðarbanki getur án efa sýnt gildi sitt og tryggt þannig að öflug einka- væðing haldi áfram hérlendis á næstu árum. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.