Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 36
Verðbólga á íslandi og í OECD löndum 19804992 Verðbólguþróun á íslandi hefur verið í sérflokki meðal ríkja OECD um árabil. Á árunum 1980-1990 var verðbólga að meðaltali 33% á íslandi en innan við 5% hjá hinum OECD ríkjunum. Nú er verðbólgan komin niður á svipað stig hér á landi og í nágrannalöndunum. Það gefur vonir og opnar möguleika. synleg til þess að ná ár- angri. En það verður að vera bjartsýni sem er líka raunsæ. Með raunsærri bjartsýni ger- um við okkur grein fyrir raunverulegri stöðu okkar og vinnum út frá því. Væri raun- sæ bjartsýni höfð að leið- arljósi snérist umræða um sjávarútvegs- mál t.d. um það hvemig við ættum að gera þessa helstu útflutningsvöru okkar verð- mætari á erlendum mörkuðum, hvernig við ættum að ná undir okkur erlendum dreififyrirtækjum og kom- ast nær kaupandanum. Ennfremur um það hvemig við gætum best nýtt erlent áhættufjármagn til þess að hjálpa okkur til þess að styrkja ís- lenskan sjávarútveg. Þess í stað fer orkan öll í að rífast um kvótann og hvernig við eigum að skipta auðnum sem aldrei kemur í vasann heldur er bara skuldir. Væri raunsæ bjartsýni í fyrirrúmi snérist umræðan um einkavæðingu um hvernig ætti að aðvelda almenn- ingi og stofnanafjárfestum að kaupa hlut í opinberum fyrirtækjum og hvernig ætti að laða að erlenda fjár- festa. Þess í stað koðnar umræðan niður vegna áhuga manna á því að koma í veg fyrir að nokkrir tilteknir einstaklingar og fyrirtæki, sem eru á svörtum lista, megi eiga hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem verða einka- vædd. Ennfremur er jafnvel boðað að kostir þeirra, sem þó fjárfesta í hluta- bréfum, verði þrengdir. Væri raunsæ bjartsýni ríkjandi í viðhorfum stjómvalda til atvinnulífs- ins væri í gangi allsherjarátak í því skyni að auka framleiðni í viðskiptum hjá íslensku atvinnulífi og lækka við- skiptakostnað. Þar koma opinberir aðilar mikið nærri vegna margvís- legra samskipta við atvinnulífið sem geta lagt þungar byrðar á fyrirtæki en jafnframt gert íslensk fyrirtæki sam- keppnishæfari en erlendir keppi- nautar ef rétt er á málum haldið. Sum- ar opinberar stofnanir, eins og t.d. ríkistollstjóri og Fjármálaráðuneytið, hafa verið vakandi en fulltrúar stofn- „Þegar á allt þetta er litið hljóta menn að spyrja: Hvað hafa íslendingar verið að hugsa síðustu tvo áratugina? Hafa landsfeðurnir verið fjarverandi? Hvar hefur forysta atvinnulífsins alið manninn?" ana eins og t.d. ríkisskattstjóra, lýsa því yfir að engin brýn þörf sé á að aðlaga lög um bókhald eða virðisauka- skatt að nýjungum í viðskiptum held- ur virðast hafa þann eina metnað að vera á undan Bangla Desh á þessu sviði. Þar stöðvast svo allt málið. Kæmi raunsæ bjartsýni í hug ein- hverra þeirra, sem fjölluðu um málefni líf- eyrissjóð- anna, stærstu íjármagns- uppsprettu landsmanna, snérust um- bætur á því sviði um að tryggja sam- keppni milli sjóða um fé- laga, um að tryggja beinar kosningar á stjórnum þeirra meðal greiðenda til sjóðanna, bæði fyrir- tækja og starfsmanna. Það væri fyrir löngu búið að setja löggjöf sem tryggði að iðgjöld og skuldbindingar væru í samræmi. Þess í stað þorir ekki nokkur maður að taka á lífeyris- sjóðamálunum vegna þess að opin- berir starfsmenn hafa sérkjör og vegna þess að smákóngasjónarmið eru allt of ríkjandi hjá einstökum for- ráðamönnum hinna almennu lífeyris- sjóða. Þannig má halda lengi áfram og fara yfir flest svið íslensks þjóðlífs. Stað- reyndin er sú að á allt of mörgum sviðum erum við föst í viðjar eigin fordóma og þrengstu sérhagsmuna. Flestar lausnir á vandamálum okkar eiga að koma af sjálfu sér og ekki útheimta neinar fómir. Helst enginn á að semja eða slá af. En svo fáum við óhjákvæmilega skellina og mikinn aft- urkipp í h'fskjörum okkar. Við tökum reyndar á móti þeim af æðruleysi eins og við gerum okkur alveg grein fyrir vandanum. En samt fara hlutirnir aft- ur í sama farið. Núverandi samdráttarskeið ætlar að verða óvenjulega langt og erfitt. Því mun reyndar tæplega linna fyrr en við förum að tileinka okkur hina raun- sæju bjartsýni sem er nauðsynleg til þess að ná árangri. Við verðum að feta okkur inn á nýja braut í atvinnu- lífinu. Skynja að fólkið í landinu er eina raunverulaga auðlind þjóðarinnar og virkja hana til framfara.“ 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.